Vísir - 08.09.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 08.09.1975, Blaðsíða 9
Vísir. Mánudagur 8. september 1975. 9 — sigruðu óhugaiausa Vestmannaeyinga 2:0 Þróttarar f I. deild ÍSAFJÖRÐUR OG KA KOMUST í 2. DEILD og nú er alit orðið ó hreinu með deildarskipunina Það verða Isafjörður og KA sem leika i 2. deild á næsta ári, en Víkingar frá Ólafsvik leika i 3. deild. Þessi þrjú lið háðu keppni um tvö sæti i 2. deild um helgina og var það mikil og hörð barátta. i í'yrsta leiknum unnu ísfirðing- ar — Ólafsvikur Vikinga 2:0, en töpuðu svo daginn eftir fyrir KA mönnum 3:2. Seinasta leiknum milli KA og Vikinga lauk með jafntefli 3:3 og það nægði Isfirð- ingum til að komast upp. En lokastaðan i keppni liðanna varð þessi: KA 2 1 1 0 6:5 3 isafjörður 2 1 0 1 4:3 2 Vikingur Ó 2 0 1 1 3:5 1 Þá er séð hvaða lið leika i 1. og 2. deild á næsta ári. 1 1 deild leika: ÍA, Fram, Valur, Vikingur, FH, Keflavik, KR, Breiðablik og Þróttur. 1 2. deild leika: Ármann, Haukar, Selfoss, Völsungur, Reynir Arskógströnd, KA, Þór, isafjörður og Vestmannaeyjar. —BB Frá leik Þróttar og Vestmannaeyinga á laugardaginn. Friðfinnur Finnbogason á i höggi við hinn mark- sækna Halldór Arason, en virðist eiga f einhverjum erfiðleikum með að hemja boltann. Ljósmynd Einar. Það leynir sér ekki skóladrið er að hefjast. Það hefst d hverju hausti hjó okkur eins og hjd ykkur. Hjd ykkur: Nýjar ndmsgreinar, nýjar bækur, ný dhöld. Hjd okkur: Nýjar sendingar af gömlu góðu skólavörunurri og nýjungum í meira úrvali en nokkru sinni fyrr. Ein ferð í einhverja af þrem verzlunum Pennans nægir, — þar fóst allar skólavörurnar, sem þið þurfið að taka með í skólann, — og meira til! cnm Hafnarstræti 18 Laugavegi 84 Laugavegi 178 „Við unnum þennan leik fyrst og fremst á þvi að strákarnir fóru eftir þvi sem ég sagði þeim,” sagði Sölvi óskarsson þjálfari Þróttara sem á laugardaginn tryggðu sér réttinn tii að leika I 1. deild að ári — með öruggum sigri yfir Vestmannaeyingum á Mela- vellinum 2:0. „Leikaðferð okkar heppnaðist fullkomlega og okkur tókst að gera landsliðsmennina tvo«i fram Iínu tBV svo að segja óvirka og þeir fengu aldrei að njóta sln I leiknum,” sagði Sölvi. Það kom mönnum á óvart að sjá hversu áhugalausir Vest- mannaeyingarnir voru I leiknum og voru þeir hreinlega yfirspilað- ir langtimunum saman af hinu unga og efnilega liði Þróttar sem virðist svo sannarlega eiga fram- tlðina fyrir sér, þvi að I liðinu voru fimm leikmenn sem hafa verið orðaðir við unglingalands- liðið. Um miðjan fyrri hálfleik skor- aði unglingalandsliðsmaðurinn Halldór Arason eftir klaufaleg mistök Eyjamenna. Þá var markspyrna frá marki þeirra, en varnarmanninum sem spyrnti út tókst ekki betur til en svo að hann sendi beint á Halldór sem þakk- aði gott boð og sendi boltann við- stöðulaust I markið. Halldór bætti siöan öðru marki Þróttar við i seinni hálfleik eftir að hann hafði fengið stungubolta innfyrir vörn Eyjamanna og snú- ið af sér varnarmann, Arsæll I markinu kom út á móti, en var kominn úr jafnvægi þegar Hall- dór skaut. Mörkin urðu ekki fleiri I leikn- um og voru þetta réttlát úrslit þvl að lið Þróttar var miklu betra og hefði jafnvel átt að geta skorað fleiri mörk. Eyjamenn voru ekki uppá marga fiska í þessum leik — alla baráttu vantaði og áhuginn á að halda sætinu i 1. deild virtist víðsfjærri. Til gamans má geta þess að Þróttur var I 1. deild 1966. Arið áður unnu þeir Eyjamenn 7:3 um sætið I 1. deild eftir framlengdan leik en féllu strax niður árið á eft- ir Árið 1967 léku liðin aftur og þá sigruðu Eyjamenn 3:0. Aðspurður að þvi hvort hann héldi áfram að þjálfa Þrótt á næsta ári, sagði Sölvi að það mál hefði ekki verið rætt svo að ekki væri hægt að segja um það á þessu stigi. En Sölvi kvaðst vera orðinn vanur þvi að fá pokann sinn, jafnvel þó hann næði árangri með þau lið sem hann þjálfaði. Þvl má bæta við að Þróttur átti 25 ára afmæli á þessu ári og svo skemmtilega vill til að bæði hand- knattleiks-og knattspyrnumenn félagsins unnu sig upp úr 2. deild á árinu — svo ekki viröist ástæða til að kviða framtiðinni. —BB. ENGAN AHUGA Á MÖLINNI „Það var ægilegt áfall að koma I hálfgerðri sigurvimu niöur I búningsklefa eftir leik- inn við Belgiu og fá þar að heyra, að liðið manns hefði fallið niður I 2. deild.” Þetta sagði landsliðsbak- vörðurinn úr Vestmannaeyj- um, Ólafur Sigurvinsson, er viö hittum hann að máli eftir leikinn við Belglu á laugar- daginn, en þá voru þær fréttir komnar út, að Þróttur heföi sigraö Vestmannaeyjar 2:0 I aukaleiknum um sætið I 1. deild næsta ár. „Ég veit ekki hvað ég geri næsta sumar, en ég tel litlar llkur á að ég verði með ÍBV. Ég hef ekki nokkurn áhuga á þvi að þeytast um allt land til að leika á möl, og þvl ekki fjarri lagi að ég fari upp á land og leiki með einhverju liði I 1. deild næsta ár — ef ég kemst þá einhverstaðar inn. Annars er maöur ekki al- mennilega búinn að átta sig á þessu. Það kom mér aldrei til hugar að fBV myndi tapa fyrir Þrótti, sem átti aö vera með hálft lið. Ég kem aftur hingað til Belgfu eftir leikinn i Rússlandi og ætla að vera hér með fjöl- skyldunni I frii i nokkrar vik- ur. Slðan fer ég heim og sé svo hvað setur.” —klp—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.