Vísir - 08.09.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 08.09.1975, Blaðsíða 12
12 Visir. Mánudagur 8. september 1975. Enska knattspyrnan: r#Góðum liðum fylgir oftast nœr einhver smá heppni" sagði Tommy Docherty framkvœmdastjóri Manchester Utd. eftir að lið hans hafði unnið nauman sigur á Tottenham 3:2 á laugardaginn — Celtic vann öruggan sigur á Dundee í Skotlandi ,/Góðum liðum fylgir alltaf smá heppni", sagði framkvæmdastjóri Man- chester Utd., Tommy Docherty eftir að lið hans hafði sloppið með skrekk- inn þegar það mætti Tottenham á Old Traff- ord á laugardaginn. Man- chester vann leikinn 3:2 og hefur enn ekki tapað leik i 1. deild i ár og er í efsta sætinu með 11 stig, einu stigi meira en West Ham. Ungu leikmennirnir i Totten- ham hófu leikinn af miklum krafti og eftir aöeins fjórar mín- útur mátti Alex Stepney i mark- inu hjá United hirða boltann úr netinu hjá sér eftir fallegt skallamark Chris Jones. En leikmenn United voru ekki á þvi að gefast upp og dyggilega hvattir af rúmlega 50 þúsund áhorfendum sneru þeir leiknum við sér i hag, og á 27. min. höfðu þeir jafnað. Þá varð nýliðinn Ian Smith i vörn. Tottenham fyrir þvi óhappi að skora sjálfs- mark og stuttu siðar felldi hann Sammy Mcllroy innan vitateigs — og það kostaði vitaspyrnu sem Gerry Daly skoraði örugg- lega úr. Daly bætti siöan þriðja markinu við fyrir Manchester fljótlega i seinni hálfleik og þar með virtist sigur i leiknum vera i höfn. En ungu mennirnir i Tottenham voru á ööru máli og þeir gerðu heiöarlega tilraun til að jafna metin — og þeir fengu sin tækifæri. Jimmy Neighbour misnotaði vitaspyrnu á 75. min. skaut i þverslá. Stuttu siðar skoraði Martin Chivers annað mark Tottenham með þrumu- skoti af 20 m færi, en það dugði ekki til og bæöi stigin urðu eftir i Manchester. West Ham fylgir Manchester Utd. fast á eftir og átti liðið i litlúm erfiðleikum með Man- chester City, en þó að leikmenn West Ham hreinlega „ættu” leikinn tókst þeim ekki að skora nema eitt mark. Markið skoraði Graham Paddon i seinni hálf- leik eftir að Billy Bonds og Frank Lampard höfðu splundrað vörn City. En litum þá á úrslitin áður en lengra er haldið. 1. deild Arsenal —Leicester 1:1 Birmingham — QPR 1:1 Coventry — Ipswich 0:0 Derby — Burnley 3:0 Leeds — Wolves 3:0 Liverpool — Sheff. Utd. 1:0 Manch. Utd. — Tottenham 3:2 Middlesbrough —Stoke 3:0 Newcastle — Aston Villa 3:0 Norwich — Everton 4:2 West Ham — Manch. City 1:0 2. deild Blackburn R — Bristol C 1:2 Blackpool — Oldham 1:1 Bolton —Southampton 3:0 Bristol R — Charlton 0:0 Chelsea — Notth. For. 0:0 .Húll -'■'Or1:0 NottsCounty — Carlisle 1:0 Oxford —Fulham 0:3 Plymouth —Sunderland 1:0 Portsmouth — Luton 0:2 WBA —YorkCity 2:2 Svo virðist sem Leeds sé að ná sér á strik aftur eftir fremur slakt keppnistimabil i fyrra og liðið sýndi oft stórgóðan leik gegn úlfunum á laugardaginn. Fyrsta markið skoraði skozki landsliðsmaðurinn Gordon McQueen með skalla eftir aðeins fjórar minútur, en McQueen hafði rétt staðist læknisskoðun fyrir leikinn. Allan Clark bætti öðru markinu við fyrir leikhlé eftir skemmti- legan einleik og fimm minútum fyrir leikslok bætti Duncan McKenzie þriöja markinu við. Ted MacDougall var hetja Norwich i leiknum gegn Everton og skoraði þrivegis i fyrri hálfleik og er þetta i annað sinn sem hann skorar „þrennu” á stuttum tima — siðast gegn Aston Villa fyrir hálfum mánuði. Colin Suggett skoraði svo fjórða markið i upphafi seinni hálfleiks, en þá fyrst vöknuðu leikmenn Everton til lifsins og léku eins og þeir áttu að sér og tókst þá að skora tvi- vegis — Bob Latchford og Jimmy Pearson. Malcolm MacDónald var lika i sviðsljósinu á laugardaginn og skoraði tvö af mörkum New- castle gegn Aston Villa. Fyrsta hálftimann hreinlega áttu leik- menn Villa leikinn og voru óheppnir að skora ekki mörk. En þá skoraði MacDonald eftir að hafa leikið á markvörð Aston Villa Jimmy Cumbes. Rétt fyrir leikslok skoraði hann aftur á svipaðan hátt, en hafði áður leikið á tvo varnarmenn. Þriðja mark Newcastle skoraði Tommy Graig með góðu skoti fyrir utan vitateig. Gamli maðurinn i liði Derby Francis Lee var heldur betur á skotskónum gegn Burnley og skoraði tvivegis. Fyrsta mark Derby skoraði Lee eftir langt útspark frá Colin Boulton i markinu — og eftir það var leikurinn meistaranna. Archie Gemmil bætti svo öðru markinu við eftir að þeir Henry Newton og Kevin Hector höföu splundrað vörn Burnley og Lee svo þvi þriðja beint úr frisparki. Það var algjör einstefna á mark Stoke i leiknum við Middlesbro og var sóknarþungi Middlesbro svo mikill að leik- menn liðsins hefðu hæglega átt að geta skorað 10 mörk — ef ekki hefði komið til frábær markvarzla Peter Shiltons i markinu hjá Stoke. En hann réði ekki við öll skotin sem á markið komu og varð þrívegis að sækja boltann i netið hjá sér. John Hickton skoraði fyrsta markiö i fyrri hálfleik, en David Mills hin tvö i seinni hálfleik. Staðan er ekki glæsileg hiá ■ Sheffield Utd. ,, hefur höiö «6- cins náð einu stigi Ur sex fyrstu leikjunum og viröist sem ör- vænting sé farin ao gripa um sig hjá forraðamönnum liðsins. Þeir gerðu fimm breytingar á Myndin er frá leik Arsenal og Leicester á Highbury I Lundúnum á laugardaginn. Það eru Leicester leik- mennirnir Chris Garland nr. 11 og Fran Worthington nr. 9 sem sækja aö marki Arsenal, en i þetta skipti tókst Jimmy Rimmer (sést ekki á myndinni) að verja. Leikmenn Arsenal eru Pat Rice nr. 2 og O’Leary. liðinu frá siðasta leik — en allt kom fyrir ekki liðið tapaði á An- field i Liverpool. Leikurinn var ekki skemmti- legur, bæði liðin léku hálfgerðan varnarleik —en Liverpool hafði samt alltaf undirtökin. Eina mark leiksins skoraði Ray Kennedy eftir sendingu frá Phil Thompson seint i seinni hálfleik. Ekkert lið hefur gert eins mörg jafntefli og Leicester og á laugardaginn urðu þau fimm — i sex leikjum. Þá lék liðið gegn Arsenal á Highbury i Lundúnum og skoruðu bæði liðin eitt mark. Francis Stapleton skoraði fyrir Arsenal snemma i fyrri hálfleik, en Jon Sammels fyrrum Arsen- al leikmaður jafnaði fyrir Leicester seint i seinni hálfleik eftir að Bob Lee hafði leikið á vörn Arsenal með þvi að láta boltann fara á milli fótanna á sér. Howard Kendall náði foryst- unni fyrir Birmingham i leikn- um gegn QPR -eftir að þeir Tre- vor Francis og Bob Hatton höfðu galopnað vörn QPR. QPR jafnaði seint i seinni hálfleik og var það aðeins ein- staklingsframtaki Dave Thom- as að þakka — en þá hreinlega lék hann sig i gegnum vörn Birmingham. 1 leik Coventry og Ipswich var ekkert mark skorað og var það aðeins frábærri markvörzlu beggja markvarðanna Brian King I marki Coventry og Paul Cooper i marki Ipswich að þakka að svo varð ekki. En þeir sVndu snilldármarkvörzlu í Staðan er nú þessi: l.deild Manc. Utd 6 51! 0 14,- 4 11 West Ham Leeds QPR Liverpool Coventry Arsenal Newcastle Middleb. Everton Norwich Derby Manch. City Burnley Ipswich Leicester Aston Villa Totte'nham Stoke Wolves Birmingham Sheff. Utd. Crystal Palace 4 4 0 0 8:3 8 Shrewsbury 4 3 0 1 10:5 6 Halifax 4 3 0 1 6:4 6 Milwall 4 3 0 1 6:4 6 Grimsby 4 3 0 1 7:6 6 Walsal Chester Swindon Colchester 2. deild Notts. Coúnty 5 3 2 0 5:2 8 Fulham 6 3 2 1 12: 5 8 Southamton 5 3 11 7: 4 7 Sunderland 6 3 1 2 7: 6 7 BristolC 6 3 1 2 9: 8 7 Luton 4 3 0 1 7: 1 6 Hull 5 3 0 2 5: 4 6 Chelsea 6 2 2 2 7: 7 6 Blackburn 4 2 11 7: 4 5 Bolton 5 2 1 2 7: 6 5 Oldham 4 2 11 5: 5 5 Nott.For. 4 12 1 3: 2 4 BristolR. 4 12 1 3: 4 4 Oxford 6 1 2 3 7:10 4 Plymouth 4 2 0 2 2: 3 4 Blackpool 5 1 2 2 2: 4 4 West Bromwich5 1 2 2 3: 9 4 York 4 112 6: 7 3 Charlton 4 112 3: 4 3 Portsmouth 4 112 3: 5 3 5 Ó 2 3 2: 5 2 Carlisle 5 0 1 4 2: 9 1 1 3. deild er Crystal Paiace með „fullt hús” hefur unnið alla sina leiki, en þar er staða’efstu og neðstu liðanna þessi: Lið Jóhannesar Eðvaldssonar Celtic vann öruggan sigur á Dundee i „efstu” deildinni i Skotlandi. Bob Lenox skoraði þrjú af mörkum Celtic, en Jim McNamara það fjörða. Rangers er eina liðið sem hef- ur unnið báða leikina, en ekki tókst þó leikmönnum liðsins að skora gegn Hearts — bæði mörk Rangers voru sjálfsmörk. Úrslitin i „efstu” deildinni urðu þessi: Aberdeen—Motherwell 2:2 Ayr —St Johnstone 1:0 Celtic —Dundee 4:0 DundeeUtd, — Hiberninan 1:0 Hearts — Rangers 0:2 Staðan er þá þessi: Rangers 2 2 0 0 2:1 Aye 2 1 1 0 2:1 Celtic 2 1 0 1 5:2 Dundee Utd. 2 1 0 1 1:1 Hibernian 2 1 0 1 1:1 Motherwell 2 0 2 0 3:3 St. Johnstone 2 1 0 1 1:0 Dunde o i Aberdeen l 0 í 1 -i.Ó Hearts 2 0 0 2 0:3 — BB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.