Vísir - 18.09.1975, Side 2
2
Visir. Fimmtudagur 18. september 1975.
risinsm:
Kviðir þú skammdeg-
inu?
Sveinbjörn Halldórsson, nemi:
,,Nei, það get ég ekki sagt. Ég
kann ágætlega við mig i skamm-
deginu. Þá er lifið rólegra og ég
get slappað af, sem ekki er hægt á
sumrin.
ólafur Einarsson, skrifstofu-
maður:
,,Nei. Yfirleitt kviði ég skamm-
deginu ekki. Ég kann vel við það.
Þá eru kvöldin róleg og gott að
vera heima við útvarp eða annað.
Það mætti segja sem svo, að
skammdegið sé menningarlegra
en sumarið og þvi betra að vissu
leyti.”
A x e 1 Sigurðsson, matreiðslu-
maður:
,,Nei, ég kviði þvi ekki. Ég hef
alltaf nóg að gera i skammdeginu
við að raða upp myntsafninu
minu. Svo : pila ég við konuna til
afþreyingai.”
Flin Sigur fardóttir, húsmóðir:
..Það þýðir ekkert að kviða þvi.
Við verðum að taka skamm-
deginu eins og öðru þvi sem alltaf
kemur. Það skiptast á skin og
skúrir og kviðinn stoppar ekk-
ert.”
Ilelgi Ounnarsson, iðnskóla-
kennari:
,,JU, jú, éger farin að kviða þvi.
Ég kviði mest öllum snjónum og
myrkrinu. Kuldanum kviði ég
aftur á móti alls ekki.”
Jóna Dóra Karlsdóttir, prófarka-
lesa ri:
,,Nei, mér finnst skammdegið
skemmtilegasti hluti ársins. Það
ersvospennandi að fara að klæða
sig aftur i kuldann og svo er
myrkrið alltaf V" vkemmtilegt.
Nei, ég kviði viyj -kammdeginu.”
Mœlirinn
■
stútfullur
-Við skulum hœtta
að kaupa dilkakjöt!
HUsmóðir hringdi:
,,Það munar um minna en
hækkunina núna á dilkakjötinu.
Sennilega ætla þeir að bæta sér
upp þessa verðlækkun á nauta-
kjötinu á þeirri lika stórkostlegu
útsölu.
Er ekki mælirinn alveg stútfull-
ur? Hvað ætlum við húsmæður að
gera? Við þessar „bara húsmæð-
ur” getum nefniíega haft heil-
mikil áhrif á hvað er keypt.
Hvernig væri að venda okkar
kvæði í kross og gefa mannskapn-
um fisk að borða. Hann er að
minnsta kosti eitthvað ódýrari
ennþá. Svo f æst ágætis hrefnukjöt
i búðunum á 190 krónur kflóið.
Það stendur til að aldrei verði
annað eins framboð á dilkakjöti
og i haust þvi að meira verður
slátrað en fyrr. Við skulum bara
láta það geymast i frystigeymsl-
um fram að næstu útsölu á kjöti.”
Framfarir ó
veitingahúsum
Veitingahúsgestur skrifar:
„Undanfarna áratugi hafa
veitingahúsgestir hérlendis
mátt gera sér að góðu þann felu-
leik sem stundaður hefur verið
með verðlag á veitingum á mat-
seðli húsanna. Aðeins hefur ver-
ið gefið upp verð án þjónustu-
gjalds og alls kyns annarra
gjalda, sem klint hefur verið á
ofan á reikninginn þegar við-
komandi hefur viljað gera upp.
Það er mikið framfaraspor og
hagsmunamál neytenda að nú
hefur þessu verið breytt viðast
hvar og geta menn nú haft á
hreinu, hvað þeir þurfa að borga
fyrir veitingar, áður en pantað
er. Enginn vænir þjóna um að
þeir hafi of litið fyrir snúð sinn
og ekki var þeim um að kenna
að kerfið var eins og það var
áður. Það er lika eflaust þeim i
hag og minnkar rex gestanna
yfir reikningum, að endanlegt
verð er gefið upp fyrirfram. Hér
er á ferðinni örlitið spor i rétta
átt i neytendamálum og er von-
andi að framhald verði á á
öðrum sviðum.”
KB
Stórkostleg
Coppelía
Fertugur faðir skrifar:
,,Ég brámérá ballettinn i gær
ásamt konu minni og tveim tán-
ingum. Þetta var skemmtilegt
kvöld. Reyndar hef ég sjálfur
aldrei verið hrifinn af ballett, en
ég held ég hafi ekki skemmt
mér betur i Þjóðleikhúsinu
lengi. Helgi Tómasson á þakkir
skilið fyrir sitt framlag. Hann
var alveg frábær.
En ég var hreint heillaður af
Auði Bjarnadóttur i hlutverki
Svanhildar. Hún var að okkar
mati alveg fullkomin, afskap-
lega elskuleg og falleg. I einu
orði sagt — stórglæsileg. Ég er
illa svikin ef þessi 17 ára stúlka
á ekki framtið fyrir sér sem
ballerina. Alla veg óska ég
henni alls hins bezta i framtið-
inni og til lukku með stórsigur i
Coppeliu.”
Auður Bjarnadóttir heillar I
hlutverki Svanhildar.
Brauðið undirstaðan, en
stólið hart undir tönn
IIS skrifar:
„Hjálagt er að finna umbúðir
og innihald heilhveitibrauðs frá
Alþýðubrauðgerðinni. Takið
eftir áletruninni á umbúðunum
„Brauðið er undirstaðan”.
,1 heilhveitibrauðinu frá
Alþýðubrauðgerðinni var all-
stór stálspenna, sem liklega er
af tösku eða skóm, Hvernig
þessi aðskoðahlutur hefur kom-
ist i brauðið er ógjörningur að
segja. Vel getur verið að hún
hafi verið i heilhveitimjölspoka,
en þá er hveitið ekki sigtað áður
en bakað er úr þvi. Spennan get-
ur einnig hafa komizt i deigið á
einhvem annan hátt. —
Slikir aðskotahlutir finna'st
ali-oft i brauði og jafnvel kök-
um. Þvi hljóta menn að spyrja:
Hvernig er háttað hreinlæti hjá kemur fyrir? Hvað segir heil-
fyrirtækjum, þar sem slikt brigðiseftirlitið um þetta mál?
mmmmmmmmmmmmammmammmmmmmmmmmmmmmmmmmtammmmmmmmmmmmmmm