Vísir - 18.09.1975, Qupperneq 5
Vlsir. Fimmtudagur 18. september 1975.
5
l MORGUN UTLÖNPI MORGllN UTLÖND í MORGUN_________________________Umsjón Guðmunduri Pétursson
Beirut lék á reiðiskjálfi
í alla nótt vegna spreng-
inga og vélbyssuskothríð-
ar, sem glumdi þar í
verstu átakahryðjunni, er
riðið hefur yfir höfuð-
borgina.
Yfirvöld sáu sig knú-
in til þess að ráðleggja
borgurum til að halda sér
innandyra í dag.
Bardagarnir, sem undanfarið
hafa staðið milli Múhammeðs-
trúar-vinstrimanna og kristinna
hægrimanna, voru með allra
versta móti i gærkvöldi og i nótt.
Leyniskyttur voru á hverju strái
og virtust skjóta af handahófi á
hvaðeina kvikt á götunum.
Vegna hættunnar af þvi að
vera á ferli, gátu menn ekki gert
sér enn i morgun grein fyrir þvi,
hve margir hefðu týnt lifi i þess-
ari orrrahrið. — En i gærkvöldi
var tala fallinna manna i átök-
um undanfarinna vikna komin
upp i 150.
Enginn er svo bjartsýnn að
ætla, að valkösturinn hafi ekki
stækkað i nótt.
Eins og fyrri daginn var beitt
sprengivörpum og jafnvel eld-
flaugum um leið og venjulegum
vandvopnum. Kviknuðu þvi
sums staðar eldar undan
sprengjunum, en slökk viliðið
átti ekki greiða götu að eldunum
fyrir leyniskyttum.
Þannig tók það slökkviliðið
þrjár klukkustundir að komast
að húsgagnaverzlun einni i mið-
borginni, en kviknað hafði i
henni undan sprengikúlu. —
Raunar hafði kviknað i þessu
sama húsi í skotbardögunum,
sem urðu i júni og júli, og við-
gerðá þeim spjöllum rétt nýlok-
Rétt undir kl. sjö i morgun,
hálfri stundu eftir að slökkvilið-
iðhafði yfirgefið staðinn, renndi
jeppi upp að byggingunni með
vopnaða menn innanborðs.
Ráku þeir slökkviliðsmanninn
burt, sem skilinn hafði verið eft-
ir á vakt. Siðan var kveikt i að
nýju.
Tveir vegfarendur á götu I Beirút I gærkvöldi. Báöir óbreyttir borgarar. Gamli maöurinn meö arablska höfuöfatiö gengur sinna dagiegu er-
inda. Hinn meö hrlöskotariffilinn er kannski llka aö ganga sinna daglegu erinda, þvl aö vopnaburöur, mannvlg og hryöjuverk eru orðin
fastur þáttur I dagfarinu I Llbanon.
Kommúnistar
fá einn
ráðherra
Kvissazt hefur, að
kommúnistar hafi slakað til á
kröfu sinni eftir leyniviðræður
við jafnaðarmenn, sem munu
hafa fleiri ráðherra i stjórninni
en nokkur hinna flokkanna.
Það er talið liklegt, að
stjórnin samanstandi af fjórum
ráðherrum úr flokki jafnaðar-
manna, tveimur
alþýðudemókrötum, einum úr
kommúnistaflokknum og
nokkrum óháðum borgurum og
herforingjum.
Nú þykir mega vænta, að de
Azevedo birti ráðherralista sinn
i dag eða á morgun.
Menn telja sig sjá nýrri
tilskipan kommúnista i ýmsar
trúnaðarstöður, að
kommúnistar hafi fengið sina
fulltrúa i áhrifa embætti i
uppbætur fyrir aðfá aðeins einn
ráðherra i stjórnina.
Halda að lík-
indum áhrifum
á fjölmiðla
1 Lissabon þóttust menn
vissir um það i morgun, að
sjóliðsforinginn, Ramiro
Correia, kommúnisti, yrði
settur i stól upplýsingamála-
ráðherra. Dregur enginn i efa,
að hann muni halda verndar-
væng yfir kommúnistasinnuð-
um ritstjórum og dagskrár-
stjórum fjölmiðlanna, sem
annars hafa átt yfir höfði sér að
undanförnu i dvinandi gengi
kommúnista að verða vikið úr
störfum.
Kommúnistar, sem hafa
verið á undanhaldi eftir að
Vasco Goncalves var látinn
vikja úr embætti forsætis-
ráðherra, efndu til útifundar.
þar sem um 13.000 manns komu
saman á aðalleikvanginum i
Lissabon.
Kommúnistar I Portúgal hafa reynt aö stööva undanhald sitt meö
þvl aö efna til útifunda til stuönings kröfum sinum. Alvaro Cunhal,
leiötogi kommúnista, sést hér á útifundi stappa stálinu I fylgismenn
sina.
Stjórnin f
fœðingu
Jose Pinheiro de Azevedo, flota-
foringi þykir liklegur til aö birta
ráöherralista sinn i dag eöa á
morgun.
Jose Pinheiro de
Azevedo, aðmíráll, er nú
sagður nær því en nokkru
sinni áður að mynda nýja
ríkisstjórn, eftir að
kommúnistar hafa látið
af kröfu sinni um sama
fjölda ráðherra í
sfjórninni og flokkur
alþýðudemókrata.
Sú krafa kommúnista hefur
verið stærsti þröskuldurinn i
samningaviðræðum aðmiráls-
ins við fulltrúa flokkanna, en
þær hafa staðið i nær þrjár vik-
ur.
Alþýðudemókratar höfðu
allan timann á meðan staðiö
fast á þvi, að hin nýja rikis-
stjórn skyldi spegla niðurstöður
kosninganna i april i vor, þar til
þeir fengu tvöfalt fleiri atkvæði
en kommúnistar.