Vísir - 18.09.1975, Side 6
6
Vlsir. Fimmtudagur 18. september 1975.
VÍSIR
(Jtgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson
Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson
Ritstjórifrétta: Arni Gunnarsson
Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson
Augiýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiðsia: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Sfðumúla 14. Simi 86611. 7 iinur
Askriftargjald 800 kr. á mánuði jnnanlands.
i lausasiilu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Skollaleikurinn
Verðhækkanir þær, sem nú hafa verið tilkynntar
á nokkrum tegundum búvöru, hafa eðlilega vakið
mikla athygli. Þó að menn séu fyrir löngu hættir að
kippa sér upp við háar tölur, jafnvel hlutfallstölur,
dylst engum að hér er um svo mikla hækkun að
ræða að hún hlýtur að hafa veruleg áhrif.
Þessar hækkanir á búvöru sýna glöggt hversu al-
varleg verðbólguþróunin er sem við búum nú við.
Hitt er dálitið furðulegt, þegar forystumenn i
stjórnmálum og hagsmunasamtökum láta eins og
tilkynningar um hækkanir af þessu tagi komi þeim
á óvart. Verðbreytingar á landbúnaðarvörum eru i
fastmótuðu sjálfvirku kerfi.
Þegar verðlagsþróunin er með þeim hætti, sem
raun ber vitni um, má öllum vera ljóst að þetta
sjálfvirka kerfi heldur áfram að mæla hækkanir á
lögbundnum verðgrundvelli landbúnaðarvara. Til-
kynningar þar um eru lögum samkvæmt gefnar út
fjórum sinnum á ári. Það er þvi beinlinis broslegt
þegar einstakir stjórnmálamenn og hagsmuna-
gæzlumenn þykjast ekki ná upp i nefið á sér fyrir
reiði og lýsa hneykslan sinni og undrun þegar
tilkynningar þessar eru gefnar út.
Engum þessara aðila hefur dottið i hug að vega i
alvöru að rótum þeirrar verðbólgustefnu sem hér
ræður rikjum.
Landbúnaðarvöruverðið er ekkert einangrað
fyrirbrigði i efnahagslifinu. Það er aðeins hluti af
vixlhækkunarkerfi, sem engir hafa þorað að ráðast
á fram til þessa.
Sú hækkun sem nú hefur verið ákveðin á
landbúnaðarvörum byggist á hækkunum á launum
bónda i samræmi við launahækkanir, sem þegar
hafa átt sér stað, hækkunum á rekstrarvörum og
dreifingar- og vinnslukostnaði. Búvöruhækkunin
verður svo á ný grundvöllur fyrir launþegasamtök-
in til þess að knýja á um launahækkanir. Þannig
gengur þetta koll af kolli. Sá sem tapar er hinn al-
menni launamaður i landinu.
Hagsmunasamtökin hafa tilhneigingu til þess að
lita framhjá þessum keðjuverkunum. Stjórnmála-
mennirnir þora siðan ekki annað en að stiga sama
dansinn. Allir þessir aðilar eru þátttakendur i þessu
sjálfvirka verðbólgukerfi.
Fram til þessa hafa bæði stjórnmálamenn og for-
ystumenn launþegasamtaka reynt að hlaupast und-
an vandanum með þvi að auka niðurgreiðslur. Við
höfum nú þegar gengið alltof langt á þeirri braut. f
hvert sinn, sem niðurgreiðslur hafa verið auknar til
þess að koma i veg fyrir hækkanir á landbúnaðar-
vöruverði hafa launþegasamtökin fagnað varnar-
sigri.
Þegar að þvi hefur verið siðan komið, að rikis-
sjóður þyrfti að afla tekna til þess að mæta út-
gjaldaaukningunni, hefur þvi verið mótmælt sem
óþolandi skattpiningu. Vitaskuld þarf að standa
undir niðurgreiðslunum og það er gert með þvi að
hækka skatta. Almenningur þarf að borgá, hvernig
sem málinu er snúið.
f sjalfu sér er það furðulegt, að stjórnmálamenn
úr öllum stjórnmálaflokkum skuli hafa fengizt til að
kasta sér með þessum hætti hvað eftir annað út i
hringiðu bráðabirgðalausnanna. En með sterku al-
menningsáliti á að vera unnt að knýja stjórnvöld og
forystumenn hagsmunasamtaka til þess að láta af
þessum skollaleik og taka upp markviss vinnubrögð
gegn verðbólgu.
m mm
m
:
■
■
■
■
3
■
■
■
■
■
■
■
■
■
:
■
straumurinn
grefur undan
stoðum EBE
:
■ >
| ítalir eru komnir á
fremsta hlunn með að
lýsa yfir viðskiptastriði
„ á hendur Frökkum, en
jí það gæti orðið byrjunin
j: á endalokum Efna-
jj hagsbandalagsins.
Eftir að Frakkar
:j settu 12% tolla á
jj innflutt vin, sem gagn-
jj gert var til höfuðs inn-
jj flutningi ítalskra vina,
j hefur bræðin soðið i
1 ítölum.
Tollur þessi striddi algerlega
: gegn friverzlunarákvæöum
55 EBE, enda voru Italir ekki
höndum seinni að kæra þessa
ráðstöfun Frakka til fram-
kvæmdaráðs EBE, Málið var of
augljóst, til þess að ráðið þyrfti
langan umhugsunarfrest, og úr-
skurðurinn lá fyrir strax. —
Tollurinn var ólöglegur.
En þá bættu Frakkar gráu of-
an á svart með þvi að lýsa yfir
þvi, að þeir myndu hafa úrskurð
ráðsins að engu og halda áfram
að tolla innflutt vin.
Það verður að segjast, að ítöl-
um er vorkunn, þegar þeim
þykir þetta frekleg ögrun. — A
það verður að lita að viðskipta-
jöfnuður þessara tveggja landa
á sviði landbúnaðarvara er
Frökkum mjög i hag, og ítalir
hafa lengi leitað tækifæra til að
rétta hallann.
Kvisast hefur, að ýmsir i
rikisstjórn ítaliu hafa þegar
lagt á ráð til ,,að verja italska
hagsmuni” eins og það er orðað.
Ekkert hefur verið látið uppi
hvaða „úrræði” menn hafa þar i
huga. En beinast liggur við, ef
ttalir huga á refsiaðgerðir gegn
Frökkum, að setja hömlur á
stöðugan straum franskrar kjöt-
og mjólkurvöru til ttallu.
Itölum þykir Frakkar koma
ómaklega fram við þá. Þeir
minnast þess þegar italskir
bændur fóru með mótmælum
um stræti vegna þungra búsifja
- 12% tollar
Frakka á vín
fœr ítali til að
sjá rautt
sem. þeir hlutu af samkeppni
franskra mjólkurframleiðenda.
Þá var krafizt, að stöðvaður
yrði innflutningur á franskri
mjólk en stjórnvöld synjuðu
bændunum þess.
Vandinn liggur i offramleiðslu
italskra vina. ttölsk vin eru
mjög ódýr á markaðnum.
Franskir vinbændur eiga á
meðan i efnahagserfiðleikum,
og frönsk stjórnvöld hafa gripið
til þess óyndisúrræðis að kröfu
þeirra að setja tolla á innfluttu
vinin.
Nú er það svo að itölsku vinin
hafa stundum verið notuð I
Frakklandi til blöndunar saman
við önnur dýrari vin. Þetta er
gamalt bragð til að drýgja dýr-
ari veigarnar með svipuðu hug-
arfari og Bárður gamli á Búr-
felli bar vinkútinn niður að bæj-
arlæknum til að drýgja brúðar-
ölið i sögu Jóns Thoroddsens. —
Þetta bland er svo sent á mark-
að undir frönsku vörumerki sem
klára fransvin.
Þykir þeim sem álengdar
horfa á að 12% tollurinn komi
þvi sennilegast mest niður á
frönskum neytendum. Ef blönd-
unarmjöðurinn hækkar leiðir
það til hækkunar á blöndunni og
það er kaupandinn i gangstétt-
arkaffihúsum Parisar, sem
verðuraðkafa dýpra ibudduna.
En smábændur i Puglia og á
Sikiley verða lika hart fyrir
barðinu á þessu. Ef Vinfram-
leiðsla þeirra á að seljast á
markaði i Frakklandi eftir til-
komu tollsins, verða þeir að
lækka verðið heima fyrir, sem
getur leitt til þess, að þeir fái
ekki nema eins og 100 lirur (um
24 kr.) fyrir vinpottinn. — Það
þýðir sult og syru fyrir þá.
Enn sem komið er situr ttaliu-
stjórn á sér og vill leita úrlausna
með friðsamlegum hætti.
Skemmst frá að segja vilja hinir
suðrænu félagar Efnahags-
bandalagsins draga EBE að
nokkru leyti til ábyrgðar
fyrir þessa hnökra sem komnir
eru á samvinnu aðildarrikj-
anna.
,,t Briissel hafa þeim aldrei
viljað gefa landbúnaþi Miðjarð-
arhafslandanna gaum,” segja
menn I Róm.
Mönnum er þar i huga 72
milljón hektólftra vintjörn, sem
safnazt hefur fyrir i offram-
leiðslu vins innan EBE. —
Smjörfjall okkar tslendinga er
hreinustu smámunir I slikum
samanburði.
::