Vísir - 18.09.1975, Page 9

Vísir - 18.09.1975, Page 9
Visir. Fimmtudagur 18. septeniBer 1975. - vísw 1. Ætlar þú að taka þér fri frá störfum 24. október næstkomandi? 2. Hve iengi? Allan daginn, hálfan daginn eða hluta úr degi? 3. Finnst þér mikilvægt aðþað verði pólitisk breidd i þátttökunni? 4. Hvaða áhrif telur þú að þessi vinnustöðvun geti haft á stöðu konunnar i þjóðfélaginu? 5. Telur þú að þátttaka kvenna verði almenn i þessu frii? Hjúkrunarkona: Verkakona: Ólina Torfadóttir hjúkrunarkona: Égmun ekki taka þátt i fríinu. Það er ekki mögulegt fyrir hjúkrunarkonur að taka sér fri frá störfum þvi það eru þær sem sjá að mestu um hina daglegu starfsemi spitalanna. Ef við tækjum okkur fri 3-4 i einu þennan dag mundi enginn taka eftir þvi. 3. Mér finnst málið ekkert koma pólitik við en er hrædd um að það verði gert pólitiskt. 4. Ég held við leiðréttum ekki stöðu konunnar á einum degi. Einnig tel ég að það sé enginn annar en við sjálfar sem getum leiðrétt hana. 5. Ég byst ekki við að það verði al- menn þátttaka að þessu frii. Snjólaug Kristjánsdóttir, húsimóðir og verkakona, isbirninum 1. Ég mun taka þátt I þessu frii. 2. Konur eiga að taka sér fri i heilan dag ef þær eru að þessu á annað borð. 3. Auðvi'tað mun pólitik spila inn i þetta mál, þess vegna er nauösynlegt að sem flestar skoðanir komi fram. 4. Ég held að þessi samstaða kvenna geti haft mikil áhrif til dæmis I þá átt aö hætt verði að mismuna konum i launamálum, en við höfum dæmi fyrir okkur um slikt hérna á vinnustaðnum. 5. Ég held að allflestar konur sem hér vinna muni taka sér fri. Afgreiðslustúlka: Flugfreyja: Sigriður Bjarnadóttir, trúnaðarmaður starfsstúlkna I verzlun Silla og Valda Austurstræti: 1. Ég býst ekki við að ég muni taka mér frl 24. október, ekki nema starfs- stúlkur I verzlunum almennt taki sér fri. 2. Ef til þessa fris kemur, þá finnst mér að frlið verði að taka heilan dag. 3. Það á ekki að blanda pólitik inn I jafnréttisbaráttu kvenna að minu áliti. 4. Ég býst ekki viö neinum róttækum breytingum á stöðu konunnar, þó þær leggi niður vinnu i heilan dag. 5. Liklega verða þær margar sem taka þátt I friinu. Elisabet Ililmarsdóttir, flugfreyja: 1. Ég býst við að það verði þannig hjá „Flugfélaginu” að annað hvort tökum við okkur allar fri eða engin. 2. Mér finnst alveg nóg að taka fri hluta úr degi, þvi að mlnu áliti er óþarfi að stöðva allt atvinnulif út af þessu, þvi þapð vita jú allir hve við erum mikilvægar. 3. Pólitík á ekki að spila inn I þetta mál. 4. Það kæmi enn betur I ljós hve við erum mikilvægar I þjóöfélaginu, ef þessi vinnustöðvun tækist vel. 5. Ég hef ekki myndað mér skoðun um það ennþá. Húsmóðir: Bryndis Tómasdóttir, húsmóðir: 1. Sem húsmóðir með fimm börn flest á skólaaldri þá get ég ekki tekið mér frí frá heimilisstörfunum heilan dag. Eiginmaður minn gæti ekki tekið sér frl frá vinnu, svo hver ætti að hugsa um börnin? Mér finnst staða mln á heimilinu vera það vel metin og ég finn hve ég er ómissandi. Ég vinn enga hvöt hjá mér að undirstrika þau atriði frekar. 2. Fyrir húsmóður sem er órétti beitt á heimilinu myndi einn svona fridagur ekki breyta stöðu hennar, þvi það þarf að vinna aö sllkum málum jafnt og þétt. 3. Það er ekki hægt að útiloka pólitlk frá jafnréttismálum, en æskilegt er að breiddin i pólitiskum skoðunum verði sem mest. En það er gefið mál að vinstri sinnaðar skoðanir verða rikj- andi. 5. Ég býst við að þátttakan geti orðið nokkuð almenn, þvi fólk eltir hvert annað. Kennari: Þóra Kristln Jónsdóttir, kennari: 1. Ég ætla örugglega að taka mér fri 24. október. 2. Ég vil að friið standi allan vinnu- daginn og ekkert hálfkák. 3. Þetta kemur ekkert pólitik við að minu áliti. Ef pólitik er sett á oddinn er ég hrædd um að það muni fæla konur frá þátttöku. 4. Ég held að þetta fri geti sýnt að konur hafa bein I nefinu og kunna að standa saman um hagsmunamál sin. Þvi litið hefur borið á slikri samstöðu hingað til, hvort sem um er að ræða óeðlilegar vöruhækkanir eða launa- mál. 5. Ég veit ekki hvernig þátttakan verður meðal kennara þvi litiö hefur verið rætt um þessi mál hérna. Ég held að ekki komist skriður á málið fyrr en dagurinn tekur að nálgast. Símamœr: Þórunn Andrésdóttir, formaður fyrstu deildar Félags islenzkra simamanna 1. Konurnar sem vinna hjá Pósti og sima hafa áhuga á þvi aö gera vinnu- stöðvun 24. október ef um almenna þátttöku verður aö ræða. Við sem vinnum á langlinustöðinni getum tæp- lega tekið okkur fri nema ef til vill nokkrar i einu. Þvi ef við tækjum okkur allar fri, þá mundum við eyði- leggja hluta slmakerfisins. Einnig til- heyrir þetta slmkerfi að hluta til öryggisþjónustu. Oðru máli gegnir um skrifstofu- stúlkurnar þær geta allar tekið sér fri þvi þær geta unnið sin störf daginn eftir. 2. Ef ekki næst samstaða um að hafa vinnustöðvun I heilan dag, þá finnst mér þetta tiltæki tilgangslaust. Hvernig er hægt aö sýna mikilvægi okkar öðruvisi? 3. Mér finnst pólitik hvergi eiga að koma nærri þessum degi, þvi þetta er mannréttindamál en ekki pólitik sem verið er að fjalla um. 4. Annars tel ég ekki að við þurfum að sýna né sanna hve við gegnum mikilvægum hlutverkum I þjóðfélag- inu, þvl það vita allir hve mikils viröi við erum. 5. Það er ekki gott að segja. Bankamœr: Margrét Sigurðardóttir, bankamaður I Landsbankanum: 1. Nei, ég ætla ekki að taka þátt i fri- inu 24. október. Mér skilst að karlmennirnir I bank- anum ætli ekki að mæta til vinnu ef við tökum okkur fri, þannig munu þessar aögerður falla um sjálfa sig hér i bankanum ef svo verður. 2. Ef af þessu frii verður, þá finnst mér skynsamlegast að hafa það I heilan dag. 3. Það verður að halda pólitlk utan viö þennan dag. 4. Konur hafa alltaf staðið illa saman og ekki býst ég við að verði breyting á þvi I þessu tilfelli en ef svo verður mun það sýna nýja hlið á kven- fólkinu. Ef konur taka sér fri mega þær ekki hlaupa heim til aö gera húsverkin en ætli ekki að sú verði reyndin. —HE

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.