Vísir - 19.09.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 19.09.1975, Blaðsíða 2
2 Visir. Föstudagur 19. september 1975. VÍSBSm: Hvaða frétt hefur vakið mesta athygli þina undanfarið? Þórarinn Jónsson, bifreiöastjóri: — Ég man bara ekki eftir neinu i svipinn, sem vakiö hefur athygli mina sérstaklega. Ekki svona i augnablikinu.” Selma Antonsdóttir, skrifstofu- stúlka og húsmóðir: — Nei, nú seturðu mig á gat. Það væri þá helzt fréttir af landhelgismálinu, sem vakið hafa athygli mina. Við náum vonandi okkar fram i þvi. öðru man ég ekki eftir.” Helga Jakobsdóttir, húsmóðir: — Ég hlusta nú reyndar á fréttirnar i útvarpinu en ég man bara ekki eftir neinu athyglisverðu og skemmtilegu i bili. Þetta eru allt ljótar og neikvæöar fréttir og ég reyni yfirleitt ekki að muna þær. Það vantar jákvæðar fréttir.” Guðrún S i g u r j ó n s d ó 11 ir verzlunarkona: — Það veit ég ekki. Ég man bara ekki eftir neinu sem vakið hefur athygli mina nýverið. Þetta er svo daufur timi á árinu. Alexander Sigursteinsson, sölu- maður: — Ja, biddu nú við. Ekk- ert sérstakt held ég. Ekki svona öðru fremur. Svona spurningar þarfnast lika umhugsunar, áöur en þeim er svarað.” Gunnar Jóhannesson, trésmiður: — Það er fréttin i sjónvarpinu um litla bæinn i Finnlandi þar sem svo óvenju mikið er um hjartasjúkdóma. Það finnst mér stórmerkileg frétt. Fólkið þar neytir svo fiturikrar fæðu, notar svo mikið tóbak og drekkur svo mikia mjólk, að þar eru hjarta- sjúkdómar algengari en nokkurs staðar i öðrum bæjum. LIGGUR ÞÉR EITTHVAÐ Á HJARTA? Utanáskriftin er: VÍSIR c/o „Lesendabréf" Síðumúla 14 Reykjavík Þola þau ekki bleytu? l.esandi skrifar: ,,Það hefur oft vakið furðu mina hvernig þjónusta leigubif- reiða er rekin hér i borg og eftir þá reynslu sem ég fékk i gær- morgun get ég ekki lengur orða bundizt. Þannig var, að ég var á leið til vinnu minnar i gærmorgun, likt og flesta aðra daga. Eitthvað varð ég seinn fyrir og ákvað þvl að taka leigubifreið einkum þar sem hellirigning var og heldur hráslagalegt. Ekki gekk mér þó vel að framfylgja þeirri ákvörðun, þvi leigubifreiðastjórum þeim sem fram hjá óku virtist ekkert um að fá mig inn i bifreiðar sinar. Einir þrir óku fram hjá mér án þess að sinna veifi minu þar af tveir sem alveg áreiðanlega sáu mig. Enginn þeirra reyndi einu sinni að þykjast upptekinn, með þvi að láta „Laus” merkið niður — þeir settu einfaldlega á sig snúð og óku áfram. Sá fjórði stöðvaði loks og ók mér á áfangastað. Nú vil ég spyrja: Eru leigu- bifreiðar hér of finar til þess að gegna þjónustuhlutverki sinu þegar eitthvað er að veðri? Eru það ef til vill sætin, sem þola ekki bleytu eða eru þetta ef til vill einhverjir dyntir I einstök- um leigubifreiðastjórum, sem fá útrás fyrir morgunúrillsku sina með þessu móti? Mér þykir þetta nokkuð at- hyglisvert, einkum þar sem sama atvinnustétt, leigubifreið- astjórar, biða þess gjarna I röð- um, i hvernig veðri sem er að fá tækifæri á að aka ofurölvi fólki heim af skemmtistöðum. Ef til vill er þó skárra aö fá I bifreiðasætin bleytu, eða jafnvel ælu þeirra á nóttunni, en bleytu af venjulegum borgurum á leið til vinnu sinnar að morgni til.” LESENDUR: Sími okkar er 8 66 11 Af hveriu springa kartöflur? Kartöfluræktandi hringdi: „Ég var að taka upp kartöflur úr garðinum minum um helg- ina. Eins og gengur þá komu nokkrir i heimsókn og þá var mikið farið að tala um kartöflu- rækt. Einn sagði að það væri tóm vitleysa að vera að taka upp svona fljótt, jafnvel þótt grösin væru fallin. Kartöflurnar héldu áfram að vaxa I viku eftir það. Annar sagði að það væri tóm vitleysa. Svo tók ég upp nokkrar svona fallegar eins og sjást á með- fylgjandi mynd. Og nú komu ýmsar útskýringar á þvi af hverju kartöflurnar væru svona sprungnar. Einn sagði að ég hefði stung- ið i þær með skóflunni. Ég gat sannað að það var ekki rétt. Annar sagði að það hefði rignt of mikið I sumar. Jarðvegurinn væri of blautur fyrir kartöflurækt. Er hann það? Þriðji sagði að kartöflurn- ar yxu of hratt, þess vegna kæmu sprungur i þær. Það getur ekki verið. Þvi i sumar voru þær sprungnar þótt þær væru pinu- litil ber. Mig langar, I framhaldi af þessu, að koma með fyrirspurn til þeirra sem vita. Hvað veldur þvi að kartöflur springa? Vaxa þær eftir að grösin eru fallin? Þessu er hér með komið á frámfæri.” Badminton er útundan K.T. hringdi: „Ég er alveg steinhissa yfir þvi að badminton vart vera talið til iþrótta. Ég er búin að leita meö logandi ljósi fyrir okkur hjónin til að fá tima I badminton einhvers staðar en keppnis- iþróttir eru alls staðar teknar framyfir. Ég hef ekkert á móti fótbolta eða handbolta siður en svo, en ennþá hefur það ekki tiðkast að hjón fari saman I þær iþróttir, þó i sjálfu sér væri ekkert á móti þvi. Barnafólk kemst venjulega ekki að heiman frá sér fyrr en á kvöldin. Það hefur ekkert á móti þvi að stunda einhverja likams- rækt svona rétt eins og hinir. Hvernig væri nú að einhver vildi taka sig til og opna dyrnar fyrir þessari skemmtilegu iþrótt. Ég skyldi verða sú fyrsta sem pantaði tima.” LESENDUR HAFA ORÐIÐ i _,aráttan uw SÖLUBÖRNIN -i ___ t>etta vita þG)r.» vel. Vlsi ogDagblaöiö. blöB. Einmg ver6ur dregmn ut ei„n stór-vinmngur sem ----^tisíerO. -olu- inuj sspX alil SlfSfeHélag, sem :g& <:KasevtfÆi efnl “'vinningarerudregmrút SKOLABÖRNIN ERU MÖRG VANNÆRÐ, SEGJA 8ar skólalæknar margtr vmni..B»‘ - „ j6a [á viltulega °g happdrtettismi ^ sölubörnm .. »r- . nann - . - flokkast 1 þann hóp. heldur áfram. BAKSÍDA íaröa | anna,I r sést I sem, >trj> t Visi á miðvikudag var frétt á baksiðu um baráttu Visis og Dagblaösins um sölubörn. Þar segir: „Ljóst er, að mikil sam- keppni er nú hafin um sölubörnin og lofa báðir gulli og grænum skógum. Dagbiaðið gefur kók og popcorn og kannski Prince Polo”. — HoIIustuna af þessu mataræði barnanna má svo lesa um I Dagblaðinu á fimmtudag. Þar segir I fyrirsögn á forsiðu: „Eru það áhrif af þjóðarréttinum, prinspóló og kók? Skólabörnin eru mörg vannærð, segja skólalæknar.” Vonandi tekur Dagblað- ið nú til við bætta hollustuhætti og gefur börnunum malt og rúg- brauð eða eitthvað jafn heilsusamlegt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.