Vísir - 19.09.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 19.09.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Föstudagur 19. september 1975. 7 „Allar konur vita um offjölg- un mannkyns. Þar af leiöandi þurfa þær ekki að finna sig þvingaða til þess aö eiga börn og margfaldast. Samt sem áður velur undarlega mikill fjöldi ungra kvenna mitt i uppgengni sinni i atvinnulifinu aÓ stiga á bremsuna og fæða barn.” Engá á að neyða til að vera heima „Hluti þessara kvenna kemur aldrei aftur út á vinnumarkaö- inn heldur velja þær að vera heima hjá börnum sinum. Aörar konur komast fljótt að þvi að þær vilja snúa aftur út á vinnu- markaóinn. Þær þurfa þá aö koma börnum sinum fyrir og þá kemur dagheimilavandamálið. Hvers vegna lita svo fáar konur á staðreyndir áður en þær taka þá ákvörðun að fleygja frá sér p-pillunni og eignast viljugar barn?” „Það á auðvitað ekki að neyða þær mæÖur sem ekki vilja vera heima til þess. Samfélagið á að hjálpa þessum mæðrum og börnum þeirra eins og það frek- ast getur til þess að gera að- stæðurnar sem beztar.” „En við megum ekki gleyma þeim sem þrifast bezt innan veggja heimilisins. Þær vilja ekki skipta á þessari atvinnu og einhverri annarri. Þær eru þeirrar skoðunar að starf þeirra sé eitt það mikilvægasta i sam- félaginu. Þessar konur veröa þá aö fá að starfa á grundvelli rétt- lætis og jafnréttis. Starf þeirra verður að viðurkenna og „idjötastimpillinn” veröur að afnema.” „Allar aðstæður húsmæðra verður að bæta rétt eins og stöð- ugt er verið að betrumbæta að- stæður þeirra sem eru úti á vinnumarkaðnum.” „Margar mæður sem eiga smábörn veröa að fara út fyrir veggi heimilisins vegna fjár- hagsaðstæðna. Þessar konur verður að styðja jafn mikið i vilja sinum að fá sjálfar að hugsa um börn sin, eins og þær konur sem viðurkenna að þær vinna úti vegna þess að þær þola ekki að vera eingöngu heima- vinnandi.” „Þá fyrst getum við farið að tala um vaíkosti. Þá fyrst getum viö útilokað jafn fárán- lega aðstöðu og mæður geta átt von á i dag.” — Skattfrjáls laun til allra húsmæðra sem eiga að sjá um smábörn að minnsta kosti til þriggja ára ald- urs. Við vitum að þessi fyrstu ár hafa allt að segja varðandi andlega heilsu barnsins það sem eftir er líf s- ins. — Þau ár sem kona starf ar sem húsmóðir séu metin til jafns við það sem þau væru hefði hún unnið úti á vinnumarkaðnum. Tökum sem dæmi konu sem starf- að hefur á skrifstofu. Hún kýs að vera heima þar til barn hennar er orðið þriggja ára. AAöguleikar hennar á að koma út á vinnumarkaðinum aftur að þeim tíma liðnum mega ekki skerðast. Þetta er meðal annars þaö sem sænskur blaðamaöur, Maria Scherer, setur fram í bók sem hún skrifaði og nefnir: „Fiaskot”. Bók hennar hefur vakið mikla athygli. Maria er haröorð og segir sannarlega sitt álit en skyldu svo allir vera sömu skoð- unar og hún? Starf húsmóöurinnar er van- metið, svo skömm er aö, segir hún — og það jafnvel af konum sjálfum. Maria starfar sjálf ekki innan veggja heimilisins, enda segir hún það sjálfsagt fyrirþær konur, sem þess óska, að fara út á vinnumarkaðinn. Hún telur þó að margar konur á vinnumarkaðnum kysu miklu fremur aö vera heima hjá börn- um sinum. Fjárhagsaðstæöur ýta þeim ekki alltaf út fyrir heimilið, heldur oft á tiðum skoðanir ánnarra. En látum okkur heyra meira af kröfum hennar varðandi húsmæðra- stéttina til að byrja með: „Starf en ekki tímaeyðsla" — Aðstæður húsmæöra fé- lagslega séð verða að breytast. Koma mætti upp hverfisbóka- söfnum, þar sem konur gætu komið á daginn og unniö einar eða i hópum aö einhverju sem þær hefðu áhuga á. Þar þyrfti að vera aðstaða fyrir börnin lika, svo sem leikrit eða annaö sem þau gætu unað sér viö á meðan mæðurnar ynnu við sitt. — Afnemum „bingó” og ann- að slikt. Gefum húsmæðrunum heldur möguleika á aö koma og mennta sig og fræöast á til þess gerðum stöðum, þar sem hægt er að ræða saman og rökræða. Tveggja tima barnagæzla er til- valin. — Svo væri ekki amalegt ef þess væri minnzt að það er starf en ekki timaeyðsla að vera hús- móðir: „Húsmæður hafa mátt hlusta á alls kyns áróður um starf sitt,” segir Maria. „1 dag liggur við að þær séu undanskildar öll- um mannlegum rétti. Þaö eru ekki aðrar „húsmæður” en for- setafrúr og eiginkonur auðkýf- inga sem sleppa. Um þær er ekki fjallað eða sett út á á sama hátt.” „Ung kona i dag er sjaldan ánægð,” er skoðun Mariu og þá sérstaklega ekki ef hún starfar sem húsmóðir. Biður afsökunar á því að vera „bara heima" Hún segir það oftast svo að nútima húsmóðir kvarti ekki aðeins, heldur biöur hún bein- linis afsökunar á þvi að „vera bara heima.” Um leið flýtir hún sér að út- skýra hvers vegna hún þurfi endilega að „vera bara heima.” Jú, allar kringumstæður gera þaÓ að verkum, að hún fer ekki út að vinna.” .„Oftast er afsökunin sú að hún fær ekki inni á dagheimili fyrir barniðsitt. í öörum tilfellum gat hún ekki lokiö menntun sinni áður eh barnið fæddist. — En auðvitað berst hún fyrir því að þetta „bara húsmóöir” verði aðeins stuttur kafli i llfi henn- ar.” „Vilji svo til að maöur hitti ánægða húsmóður þá biður hún afsökunar á þvi llka. Sérstak- lega ef hún vogar sér aö viður- kenna þetta fyrir konu á vinnu- markaónum. Stundum reynir hún að svara fyrir sig löngu áöur en hún hefur verið spurð. Ég hef ekki ósjaldan hitt fyrir konur sem hafa sagt eitthvað á þessa leið: „Ein af þessum einkennilegu verum........" „Hvað ég geri? Ég geri reyndar ekkert spennandi. Ég er bara húsmóðir...— Eða — Ég er ein af þessum einkenni- legu verum, sem hef gaman af þvi að vera heima: Mér finnst gaman að hugsa um börnin, laga mat og sjá um heimiliö.” „Það er kominn timi til að húsmæöurnar svari fyrir sig,” heldur Maria áfram. „Ætli þær að bjarga heiðri starfs sins, veltur það á sekúndum. Það blæs áreiðanlega ekki jafn mikið á móti nokkru starfi og þessu. Samt sem áöur starfar meiri hluti kvenna um allan heim sem húsmæður ennþá.” Skattfrjáls laun til húsmœðra með bðrn Starf húsmóöurinnar er vanmetið svo skömm er að—jafnvelaf konum sjálfum. Nútfma húsmóð- ir biður „afsökunar" á því að vera „bara heima". Það er kominn timi til að húsmæður láti frá sér heyra. Ætli þær að bjarga heiðri starfs síns veltur það á sekúndum. — Þetta segir sænski blaðamaðurinn AAaria Scherer m.a. í bók sinni. „Það er starf en ekki timaeyðsla að vera húsmóðir,” segir sænski blaðamaðurinn, Maria Scherer, sem hér sést ásamt dóttur sinni. — reynsla í húsmóður- starfi sé metin til jafns við aðra vinnu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.