Vísir - 19.09.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 19.09.1975, Blaðsíða 12
12 Visir. Föstudagur 19. september 1975. Baróttan gegn rauðum hundum y harðnar — rœtt við borgarlœkni „Ætlunin er að gera prófun á öllum þunguðum konum, sem koma á Mæðradeildina á þvi hvort þær hafa fengið rauða hunda eða ekki,” sagði Skúli Johnsen, borgarlæknir i viðtali við Visi i morgun. Skúli sagði að i þessu fælist visst öryggi og eru verðandi njjerV sem sýna neikvæða próf- un Jir hvattar til að koma hvergi nærri, þar sem grunur leikur á að rauðir hundar séu á ferðinni. Hættulegasta tímabil með- göngutimans eru fyrstu þrir mán- uðirnir. Eru likur á að fram komi á barninu meðfæddir kvillar. Al- gengast er heyrnarleysi. Eftir faraldurinn á rauðum hundum 1964 þjást um 100 börn af heyrn- arleysi. Þá er lika hætta á hjarta- göllum. Komið hefur til tals að bólu- setja konur gegn rauðum hund- um. Yrði það þá gert við konur eftir að þær hafa fætt barn. Yrði komið i veg fyrir þungun á með- an, þvi aðhættan við bólusetningu er svipuð þvi og konan fengi rauða hunda. —EVI Nei takk sko. Það þýðir ekkert að horfa á pel- ann minn. Hann er ekki falur. Mynd ÓT Júdas slœr í gegn ó Spáni Hljómsveitin Júdas sem nú dvelst á Spáni og skemmtir gestum Klúbbs 32 á hóteli unga fólksins Hotel Club 33, hefur vakið feikna at- hygli á Mallorca. Ekki voru þeir búnir að leika þar nema einu sinni þegar að til- boð streymdu til hljómsveitarinn- ar um að leika á ýmsum diskótek- um eyjunnar. Ber þar hæst tilboð diskóteksins Barbarella en það diskótek mun vera eitt hið stærsta og fullkomnasta i Evrópu og ýms- um íslendingum að góðu kunnugt. Þar mun hljómsveitin koma fram i þessari viku, auk diskótek- anna Barrabas og Sgt. Peppers. Það má teljast mikill heiður fyrir Júdas að komast á sviðið i Barbarella þvi þar ku yfirleitt vera mjög erfitt að komast að bókað langt fram I tlmann og yfirleitt um þekktar hljómsveitir að ræða. Þeir spila þrisvar I viku á Hotel Club 33 en þar dveljast ungmenni á aldrinum 18-33 frá niu löndum Evrópu, þar af 66 frá íslandi. —örp. Dansskóli Heiðars er einnig starfræktur I þvl fjölmenna hverfi Breiðholti. Dansmenntin eínhver vinsœlasta Nú eru dömurnar ekki lengur i piisum.. dœgradvölin hér ó landi — rœtt við Heiðar r Astvaldsson danskennara í tilefni af 20 ára afmœli dansskóla hans „Ég tel það vera almennan þátt i uppeldi hvers og eins, að hann læri að dansa. Dans- menntin er ein vinsælasta dægradvöl bæði hér á landi og erlendis,” sagði Heiðar Ast- valdsson, danskennari, sem nú heldur upp á 20 ára afmæli dansskóla sins. Fékk einn nemanda fyrsta inn- ri tunardaginn. ,,Nú kenni ég bæði hér á Stór- Reykjavikursvæðinu og i helztu kaupstöðum út á landi. Upphaf- lega byrjaði ég með dans- kennslu á Siglufirði. Fyrsta inn- ritunardaginn fékk ég einn nemanda, en siðan hefur nú nemendafjöldinn aukizt stöðugt og skiptir nú þúsundum á hverj- um vetri. Ég hef þrettán kenn- ara við skólann. ,,Ég er nú að láta fullgera 230 fm húsnæði upp I Breiðholti að Drafnarfelli 4. Þar mun ég kenna börnum alla daga vik- unnar, en hjónaflokkum á kvöldin. Dansskólinn mun brydda upp á þeirri nýjung i vetur að halda dansleiki á sunnudögum fyrir nemendur skólans. Hér eru nemendur með mikla danskunnáttu. „Þegar ég byrjaði að kenna dans komst maður af með litla þekkingu i þessari grein. En nú höfum við nemendur, sem hafa mikla danskunnáttu, þvi nokkr- ir nemendanna hafa verið hjá okkur i 11 ár. „Til þess að auka danskunn- áttuna förum við kennararnir til útlanda á hVerju ári oftast til Danmerkur og lærum nýja dansa eða ný dansspor i ákveðn- um dansi. Einnig höfum við fengið erlenda kennara hingað til að kenna okkur.” Litil dansgólf standa dans- menntinni fyrir þrifum „Það sem stendur dans- menntinni fyrir þrifum hér á landi er hve fáir skemmtistaðir hafa stór dansgólf. Auk þess er hér enginn aðstaða til að sýna svonefnda bolrúmdansa, sem krefjast stórs dansgólfs. Til dæmis hef ég aldrei getað sýnt uppáhalds dansinn minn, sem er foxtrott,” sagði Heiðar hálf dapurlega. Þess vegna sýnum við svo oft spánska dansa, þvi þeir krefjast minna rýmis. „Þegar ég byrjaði að kenna dans, þá komu nemendurnir oft- ast I danstimana I sinu finasta pússi., Dömurnar voru allar i pilsum en herrarnir i jakkaföt- um. Nú heyrir slikt frekar til undantekninga, þvi flestar stúlkur hvort sem þær eru eldri eða yngri mæta yfirleitt i sið- buxum, sem er eðlilegt, þvi hér getur verið svo kalt á beturna.” Er á móti þykkbotnuðu skótizk- unni. „Það má koma skýrt fram,” sagði Heiðar, „að ég er á móti þykkbotnuðu skótizkunni, þvi hún skemmir göngulagið bæði hjá karlmönnum og kvenfólki. Auk þess er illmögulegt að dansa i þessum skóm. Þó gerir minna til þegar um. unglinga- dansa er að ræða. Að lokum „Þegar ég lit yfir 20 ára starf i þessari grein, þá er mér efst i huga sú staðreynd að fólki er orðið það ljóst, að það hefur raunverulegt gagn af þvi að læra að dansa, auk þess sem hinir ýmsu aldursflokkar hafa mikla skemmtan af dansmennt- inni. HE. Börn í Reykjavík geta ekki farið til hvaða tannlœknis sem er — ókeypis Misskilnings gætti I frétt i VIsi skólum. Þar var sagt að börn úr i gær um ókeypis tannviðgerðir i þeim skólum i Reykjavik, þar sem skólatannlæknar eru ekki starfandi gætu farið til hvaða tannlæknis sem er og fengið reikninginn endurgreiddan. Þetta á ekki við börn á aldrinum 6-12 ára I Reykjavik, til dæmis þarf barn úr Fellaskóla að fara annað hvort niður á Heilsu- verndarstöð eða I Breiðholts- skóla til tannviðgerða. Börn úr Fossvogsskóla eru oftast send I Breiðagerðisskóla. Börn úti á landi, þar sem ekki er skólatannlæknir geta hins vegar farið til hvaða tannlæknis sem er og tekið nótu, sem siðan er endurgreidd af Sjúkrasam- laginu. —EVI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.