Vísir - 19.09.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 19.09.1975, Blaðsíða 13
Visir. Föstudagur 19. september 1975. 13 BÓKANIR UNDRANDI BORGARFULLTRÚA Útaf hafnbanninu sem enginn vissi um Oft heyrist það sagt manna á meðal að stjórnmálamenn séu hinir mestu trúðar og stjórnunarbrölt þeirra sé eitt stórt fjölleika- hús. Ekki viljum við nú leggja alveg svo harð- an dóm á þá en öðru hvoru eru þó deilur þeirra dálitið brosleg- ar. Á borgarráðsfundi hinn tólfta þessa mán- aðar kepptust til dæmis tveir þeirra við að bóka ,,undrun” sina. Þeim þriðja þótti þá svo gengið að virðuleika borgarráðs að hann lét bóka skammir á þá. Sigurjón Pétursson hóf leikinn með þvi að óska bókunar á fögn- uði slnum yfir þvi að þýzku „eft- irlitsskipin” skuli ekki hafa fengið neina þjónustu i Reykja- vikurhöfn frá 24. október 1972. Hann lýsti hinsvegar undrun sinni á þvi, miðað við þær upp- lýsingar að formaður borgar- ráðs sem jafnframt á sæti i hafnarstjórn, skuli hafa frestað atkvæðagreiðslu um tillögu frá sér þess efnis að skipin fengju ekki afgreiðslu. Hann lýsti einnig undrun sinni á að rikisstjórnin og einstakir ráðherrar hafi stöðugt verið að Ihuga að setja afgreiðslubann og meðal annars rætt það á rik- isstjórnarfundi. bá var Sigurjón afskaplega undrandi á þvi að starfsmenn Landhelgisgæzlunnar skuli hafa kvartað yfir veittri þjónustu, fyrst hún hafi ekki verið veitt. Loks var hann alveg undrandi á þvi hve oft þessi skip hafi átt er- indi i Reykjavikurhöfn ef þau hafi ekki fengið neina þjónustu. Undrandi á undruninni Albert Guðmundsson óskaði þá bókunar vegna bókunar „hins undrandi borgarfulltrúa”. Var Albert afskaplega undrandi á þvi að Sigurjón skuli vera svona undrandi á þessu öllu saman. Hann benti á að fundar- gerðir hafnarstjórnar séu reglu- lega sendar borgarfulltrúum og hefði þvi Sigurjón alveg eins átt að muna eftir samþykktinni um afgreiöslubannið og aðrir. Sá þriðji kom og bætt- um betur... Kristján Benediktsson, hefur liklega verið orðinn alveg stein- hissa á allri þessari undrun, og bókunum. Hann spratt úr sæti sinu og lét bóka eftirfarandi: „Mér finnst framangreindur bókanaleikur borgarráðsmann- anna Sigurjóns Péturssonar og Alberts Guðmundssonar ekki samboðinn virðulegri stofnun einsogborgarráðiber að vera.” „Tak for det.” Rúsinan i pylsuendan- um Aðalgrinið i þessu öllu saman er þó að eini maðurinn sem vissi um þetta hafnbann var einhver hafnsögumaður, sem sjálfsagt lætur allt pólitiskt þras sér i léttu rúmi liggja. Þjóðviljinn krafðist þess dag eftir dag að hafnbann yrði sett á þýzku skipin. Landhelgisgæzlan marglýsti þvi yfir að ástandið væri óþolandi. Rikisstjórnin i heild og ymsir ráðherrar hér á báti gáfu út alvöruþrungnar yfirlýsingar um hve málið væri alvarlegt. Eldheitir föðurlands- vinir skrifuðu logandi skamm- arbréf. Og svona gekk þetta dag eftir Sigurjón Pétursson, undrandi. dag eftir dag. Loksins hefur llk- lega blessaður hafnsögumaður- inn sem vissi um bannið kikt i eitthvert blaðanna. Hann hefur talið rétt að láta aðra vita af þvi og ekki stóð á árangrinum. Nú voru allir embættismenn- irnir ákaflega stoltir fyrir þvi að hafa sett bannsetta Þjóðverjana I bann strax árið 1972. Auðvitað þóttust allir hafa vitað þetta all- an timann. Þeirhafi bara viljað „kanna málið”. Það er eitthvert nytsamasta hugtak sem stjórn- málamennirnir hafa nokkru sinni fundið upp, þetta með að „kanna málið”. Nú er þetta mál úr sögunni i bili. Enifjölleikahúsinuer verið að blása i skæra lúðra. Það er verið að kynna næsta atriði. —ÓT Albert Guðmundsson, undrandi Kristján Benediktsson, hneyksl- aður. Heilsufar skólabarna aldrei betra — Skólalœknirinn með eftirlitshlutverkið — Heimilislœknirinn ber óbyrgð á meðferð „Stefnt er að þvi að hafa jafnt vakandi eftir- lit allan veturinn”, sagði Örn Bjarnason yfir- skólalæknir um tilgang skólalæknisskoðana. Hann sagði að i öllum skólum landsins væru skólalæknar, sem eftirlit hefðu með andlegu og lik- amlegum þroska, skólavinnu og #fnciUTDOO Leikmenn knattspyrnuliðsins Celtic, fjölmenntu á Óðal eftir að hafa afgreitt Val á þriðjudags- kvöldið. Og þeir komu aldeilis ekki að tómum kofanum. Það var auðvitað látið spyrjast út, hvert kapparnir ætluðu og hvaða her- .veldi, sem er gæti verið hreykið af þvi „herútkvaðningarkerfi”, sem þar með fór af stað. Það var hringt, það var hvislað aðbúnaði nemenda. Það er gerð mjög rækileg skoðun á vissum árgöngum. Siðan eru sérstakar skoðanir inn á milli. Aðaláherzlan er lögð á að koma i veg fyrir smitsjúkdóma og eru berklar þar efstir á blaði. Berkla- prófun er gerð á öllum skólabörn- um á landinu á haustin og á vel- flestum barnaskólabörnum einn- ig á vorin. Berklar eru úr sögunni sem heilbrigðisvandamál einmitt af þvi hversu vel er fylgzt með og vegna Celtic i strætó og það var látið ganga á vinnustöðum. Árangurinn varð sá, að þegar hinir sigursælu leik- menn komu á staðinn, var hann fullur af fegurðardisum, sem mændu á þá aðdáunaraugum. Það var mjög glatt á hjalla um kvöldið og sigurinn yfir Val lik- lega ekki sá eini, sem Celtic menn unnu i íslandsferðinni. — ÓT. læknar finna þá strax I upphafi. Ef hryggskekkja kemur I ljós við skoðun sem ekki er mikið um eru þegar gerðar viðhlitandi ráð- stafanir til bóta. Um það fjalla sjúkraþjálfar og orkulæknar. Lús er orðin fágæt skepna. Nær hún helzt að breiðast út vegna þess að fólk þekkir hana hrein- lega ekki og áttar sig ekki á hvað veldur kláðanum. Mjög auðvelt er eyða henni með viðeigandi eitri. Héilsuvernd i skólum er i tengslum við sálfræðiþjónustu. Ef eitthvað er að er málinu visað til sérfræðinga en það er þó fyrst og fremst heimilislæknirinn sem ber ábyrgð á meðferð. Skólalæknir fer með eftirlitshlutverk. „Það sem kemur fram i læknis- skoðun I skólunum er svipað ár frá ári. En heilsufar skólabarna er margfalt betra en áður fyrr, sem vitanlega má þakka þeirri velmegun sem við búum við,” sagði örn að lokum. 1 upphafi er sendur út sérstakur seðill, sem foreldrar fylla út. Skýra þeir þá frá öllum þeim sjúkdómum sem barnið hefur fengið frá fæðingu. öllum ónæmisaðgerðum er fylgt eftir svo sem barnaveiki, stifkrampa, kighósta og lömunarveiki (mænuveiki). Endurtékin er kúa- bólusetning fyrir fermingu. „Það eru sjón- og heyrnagallar, sem oftast koma mest á óvart. Fólk áttar sig ekki á þessu en i undirbúningi er skoðun á fjögra ára börnum til þess að finna sjón- og heyrnargalla áður en börnin fara I skólann,” sagði örn. Ætlunin er að sérstakir þjálfar, sem starfa með augnlæknum, þjálfari þjálfi rangeygð börn. Sagði örn að velflestar tegundir rangeygðar væri hægt að laga áður en börnin næðu skólaaldri. —EVI Volvo árgerð '76 kominn til landsins Nú er ’76 módelið af Voivo kominn til landsins. Að sögn Jóns Palmanns sölumanns, þá hafa litlar verðhækkanir átt sér stað. Það má þakka hagstæðu gengi og lækkuðum farmgjöld- um. Ódýrasti fjögurra dyra billinn kostar nú 1.890.000.00 krónur, en dýrasti billinn, sem m.a. er sjálfskiptur með leður eða pluss áklæði og sólþaki kostar 3.180.000.00. Útlitsbreytingar hafa orðið sáralitlar á árgerð 1976. Helzt er að geta þess að nýir litir eins og milligrænt og milliblátt og drappað kemur i stað dökk- græna og appelsínugula litarins. Tæknilegar breytingar hafa orðið nokkrar. Sagði Jón Dalmann að þessi árgerð væri beint framhald af Volvo árgerð 1975 sem hefði verið bæði góður og vandaður bill. _ HE Strákarnir bföa spenntir eftir aö fá að vita hvort þeir séu nú ekki mátu- iega þungir eða sjónin sé I lagi og heyrnin góö. Það er verið að athuga krakk- ana i Austurbæjarskóla þessa dagana. Sif Eirlksdóttir er áð gera heyrnarmælingar á Björk Einarsdóttur. Ekki þarf siöur að vita hvort sjónin er í lagi. Guðrún Arna- dóttir, hjúkrunarkona, athugar hvort krakkarnir sjái stafina nógu skýrt. Ljósm: Loftur Ásgeirsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.