Vísir - 19.09.1975, Page 20

Vísir - 19.09.1975, Page 20
VISIR Föstudagur 19. september 1975. RÉÐST Á DYRAVÖRÐ Káðizt var harkalega á dyravörð í kvikmyndahúsi i Reykjavík i gærkvöld og rifin utan af honum skyrtan. Það var drukkinn maður, sem árásina framdi. Astæðan var sil, að hann leitaði eftir inngöngu á kvöldsýningu i hiísinu, en var meinaður að- gangur, þar sem hann hafði ekki aðgöngumiða undir hönd- um. Réðst maðurinn þá á dyravörðinn. Lögregla tók þann drukkna í sina vörzlu. — HV Gildir ekki það sama um peninga fró Belgíu og fró Svíþjóð eða Noregi? A, — Erlent f jármagn til kaupa á íslenzkum skipum Okkar saltfiskur fer í pappakössum — Islendingar hafa i ein fjögur ár flutt saltfiskinn út i pappaköss- um, sagði saltfiskverkandi sem hringdi til okkar i morgun. Hann hringdi vegna fréttar á Nú-sið- unni, þar sem sagt var að þetta væri nýjung hjá Norðmönnum. — Saltfiskurinn er mun fram- bærilegri vara i þcssum umbúð- um en þegar hann er sendur i strigapokum. Þetta hefur verið að ryðja sér til rúms hérna og sá saltfiskur sem við . sendum til Portúgal, Braziliu og annarra viðskiptalanda okkar, á þessu sviði, fer utan i snyrtilegum pappakössum. — ÓT. Frétt Visis um belgisk-is- lenzka samvinnu á sviði fisk- sölumála og útgerðar hefur vakið talsverða athygli. — Eins og Visir skýrði frá, hefur mál þetta verið i athugun frá þvi i sumar og að minnsta kosti þrir Belgar hafa átt viðræður við Is- lenzka útgerðarmenn og félög. Einnig hefur verið rætt við ráðherra. Talað hefur verið um, að leysa þurfi flókin lagadæmi vegna fyrirhugaðs belgisks fjármagns, sem ætlunin er að nota til kaupa á skipum hér á landi. — Þess virtist þó ekki þurfa i sumar, þegar svipað mál var afgreitt frá viðskipta- ráðuneytinu. Timinn skýrði frá þvi á for- siðu i sumar, að eigendur Faxa- borgar GK hefðu fest kaup á einu fullkomnasta fiskiskipi, sem smiðað hefði verið. Verð skipsins var talið vera einn milljarður 250 milljónir króna, og var það keypt i Noregi. Eig- endum Faxaborgar var þá heimilað að selja Faxaborgu upp i kaupverð nýja skipsins, en norskur eða sænskur banki lánaði mismuninn með fyrsta veðrétti i nýja skipinu. Þannig var þetta skip keypt á löglegan hátt til landsins fyrir erlent láns- fé, og Fiskveiðasjóður kom þar hvergi nærri né aðrar islenzkar lánastofnanir. Engar kvaðir fylgdu þessum kaupum af hálfu islenzkra yfirvalda eða lána- stofnana. — Til samanburðar má minna á, að Belgar hafa boðist til að leggja fram fé til kaupa á islenzkum skipum með fyrsta véðrétti i þeim. Afborganir lána og vaxta af nýja skipinu verða ákveðinn hundraðshluti af afla. Þegar keypt er skip erlendis frá og Fiskveiðasjóður lánar, krefst hann fyrsta veðréttar i skipun- um. Eitt milligöngu-fyrirtækið um kaup nýja skipsins, sem er svo- kallað fjölvinnsluskip, var Nippon-umboðið, en einn af for- ráðamönnum þar er Ingi R. Helgason, hrl. Það er athygli vert við bæði þessi dæmi, að það virðist lög- legt að skip séu keypt með þess- um hætti. Lita má á greiðslur af aflahluta til endurgreiðslu á lánum, sem einskonar leigu- gjald, en Islendingar nýta tækin. Yrði aflinn hins vegar ekki nægur væri þvi ekkert til fyrirstöðu að erléndu lána- stofnanirnar hirtu skipin, rétt eins og Fiskveiðasjóður gerir vegna vanskila. Svipuð vinnubrögð eru viðhöfð með flestar rækjuvinnsluvélar i landinu, en rækjuvinnslurnar hafa þær á leigu. -AG „Vil að ráðuneytið fái tillögurnar á undan fjölmiðlum" — segir sjávarútvegsráðherra Þagnarskylda Haf- rannsóknarstofnunar- innar hefur tekið tals- vert rúm á síðum Vlsis undanfarna daga. Greint hefur verið frá áliti starfsmanna stofnunarinnar óg ráðuneytisstjóra sjávarútvegsráðuneyt- isins. Visir hafði samband við Matthias Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, og spurði hvort það væri ætlun ráðuneytisins að setja þagnarskyldu á starfs- menn Hafrannsóknarstofnunar- innar. „Þvi fer fjarri,” sagði ráð- herrann. — Hvers vegna eru þá lagðar hömlur á frásagnir þeirra af málum, sem eru að gerast i stofnuninni? ,,Það hefur ekki verið gert,” sagði ráðherr- ann. „Það eina, sem ég fer fram á er að stofnanir sem heyra undir þessi ráðuneyti sendi tillögur sem ráðuneytið þarf að úr- skurða um fyrst til ráðuneytis- ins en ekki til fjölmiðla,” sagði Matthias Bjarnason. —AG ÖKURÉTTINDALAUS, ÖLVUÐ Á ILLA FENGNUM BÍL Réttindalaus og ölvuð kona var i morgun stöðvuð af lögreglunni, þar sem hún ók bifreið eftir Borgartúni i Reykjavik. Við yfir- heyrslurkom ennfremur iljós, að konan hafði tekið bifreiðina öfrjálsri hendi. Það var um klukkan fimm i morgun, að lögreglumenn á eftir- litsferð veittu athygli ljóslausri bifreið i Borgartúninu. Þótti þeim akstur bifreiðarinnar reikull og ákváðu þvi að stöðva hana. Okumaður sinnti i fyrstu ekki stöðvunarmerkjum lögreglu- mannanna. Um siðir stanzaði hann þó og reyndist þá ölvuð kona vera undir stýri. Við yfirheyrslur játaði konan að hafa tekið bifreiðina ófrjálsri hendi fyrir utan heimili kunn- ingja sins, sem er eigandi bif- reiðarinnar. Kona, sem er fædd 1946, reynd- ist vera ökuréttindalaus. — HV v'V-'ú Blaðsölu- kempurnar Hér eru tvær kempur i blaðasöl- unni. Til vinstri erAuðunn, einn af þeim söluhæstu, og hægra megin er konungur blaðasai- anna, Óli. A milli þeirra er einn ungur, sem vill aðstoða. Kannski er hann i læri hjá hin- um tveimur. Og auðvitað er það Vísir, sem þeir selja. Allt að 3000 manns frá vinnu hvern - VEGNA VEIKINDA EÐA SLYSA Meðalf jarvistir frá vinnu, vegna veikinda eða slysa, eru áætlaðar 2.5-3.5% hér á landi, í flestum atvinnugreinum. Þetta jafngildir því, að á dag hverjum degi séu um 2.850 manns frá vinnu, vegna slysa og veikinda. Ef aðrar stéttir en vinnandi stéttir eru teknar með i útreikn- inga, kemur i ljós, að um 6.000 manns halda sig i rúminu á hverjum degi. Miðað við 65.000 króna mánaðarlaun, verður útlagður kostnaður þjóðfélagsins, vegna greiðslu á veikinda og slysafrii, rúmlega 185 milljónir króna á mánuði, eða rúmlega 2.220 milljónir á ári. Um þessar mundir vinnur kjararannsóknanefnd að athug- un á þvi, hve miklar greiðslur vegna veikinda og slysafjar- vista raunverulega eru, en þeirri athugun er ekki lokið. Þær heimildir sem til eru koma frá könnun, sem Hagverk s.f. vann fyrir Vinnuveitenda- sambandið árið 1970. I skýrslu um könnunina kemur fram, að veikinda og slysafjarvistir eru ákaflega misjafnar eftir fyrir- tækjum. Fara þær allt upp i 4.5%, hjá stórum fyrirtækjum, sem jafngildir þvi að rúmlega 4.000 manns séu daglega frá vinnu. Það jafngildir svo þvi, að um 9.000 manns séu veik dag- lega, ef reiknað er hlutfall af þjóðinni sjálfri. — HV

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.