Vísir


Vísir - 19.09.1975, Qupperneq 5

Vísir - 19.09.1975, Qupperneq 5
Vlsir. Föstudagur 19. september 1975. 5 ITLÖI *í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón Guðmunduri Pétursson Langri leit lögreglunnar aö milljónaerf ingjanum, Patty Hearst, sem gerðist byltingarkona, lauk í gær, þegar hún opnaði dyrnar á íbúð sinni fyrir erindrek- um FBI og sagði: ,,O.K. — Þá hafið þið náð mér!" Slóð leitarmannanna nær yfir 19 mánaða tímabil frá San Fransisco til Los Angeles og aftur síðan til San Fransisco. sakamaður, sem biður ákæru vegna 19 tegunda lagabrota. — Það er kaldhæðnislegt, en eitt ákæruatriðið er, að hún sé með- sek i öðru mannráni. Þegar lögreglan barði dyra hjá Hearst i leyniibúð hennar i San Fransisco, bjó hjá henni 32 ára japönsk ættuð listakona, Wendy Yoshimura, sem slegizt hafði i för með Patty fyrir nokkrum mánuð- um. Hún var lika tekin föst. En skömmu áður hafði lögreglan handtekið tvo stofnaðila Symbon- esiska frelsishersins, nefnilega Harrishjónin, þau William og Emily. — Lögreglan hafði haft af þeim spurnir og gefið felustað þeirra gætur i nokkra daga, unz þau gengu i gildruna. Handtaka þeirra leiddi svo til þess, að Patty fannst. Sannaðist þá, það sem lögregluforingi sagði i fyrra: Patty Hearst sést hér á myndinni fyrir ofan, (t.v.) við hliö lögreglukonu á leið á fund dómarans, koma blaðskellandi og ekki tiltakaniega hrakin eftir 19 mánaða fangavist og útlegð. „Harrishjónin eru klaufabárðar. tuggði allan timann i ákafa tyggi- Randolph Hearst, var staddui Það getur ekki verið spurning um gúmi og brosti titt framan i þá 200 New York, þegar hann heyrði t meira en eitt ár eða svo, þar til áheyrendur, sem viðstaddir voru. indin i gær. Hann flaug þegai þau koma upp um sig sjálf.” Gegn 1/2 milljón dollara stað til San Fransisco, þar se FBI (alrikislögreglan banda- tryggingu fyrir hvert um sig geta hann sagði fréttamönnum, riska), sem stýrt hefur leitinni og þau fengið að fara úr fangelsinu, hann byggist við þvi, að dótt rannsókn málsins, telur sig geta þarsem þau verða annars að biða hans yrði naumast refsað. ,,Þe haft hendur i hári flestra þeirra, þess, að mál þeirra verið tekið ber að gæta, að hún var fórnard sem hjálpað Hafa þessu fólki á fyrir. mannræningja.” flóttanum undan vörðum laganna William Harris (þritugur), sem FBI-maðurinn, Bates, sag á undanförnum mánuðum. eitt sinn gegndi herþjónustu i fréttamönnum, að heppni Vietnam, veifaði krepptum hnefa Harrishjónin hefði leitt yfirvöld Cað fordæmi Patty og kallaði til rétta sporið. FBI hafði haft gæt harles Bates hjá FBI, sem stjórnað hefur rannsókninni, leit Patty Hearst i fyrsta skipti aug- um I gær, þegar hún kom fyrir dómara. Hún hafði látið lita hárið og klippa það stutt. Hann sagði samt: ,,Það má þekkja hana af myndum.” Patty Hearst veifaði krepptum hnefa, þegar hún gekk i réttarsal- inn, þar sem dómarinn úrskurð- aði hana i gæzluvarðhald. Hún Upphaflega hófst leitin sem björgunarleiðangur til að heimta úr klóm mannræningja unga há- skólastúlku. Nú situr Patty Hearst i fangelsi ekki sem fórnar- dýr mannræningja heldur sem Nítján mánaða leit FBI að milljónaerfíngjanum lokið. — Upphaflega var henni rœnt en nú situr hún á sakabekk, meðsek SLA. Þegar Patty hafði verið 70 daga á valdi SLA, var framið banka- rán I San Fransisco. Ein af leynimyndavélum bankans tók þá þessa mynd af einum ræn- ingjanna, og er hún talin vera af Patty, sem þá hafði brugðið sér I gervi byltingarstúlkunnar „Tanlu”, eins og Patty vildi láta kalia sig. áheyrenda: „Félagar, ekki flýja skipið. — Lengi lifi skæruliðarn- ir.” á húsi hjónanna nokkra daga, þegar þau komu skokkandi i iþróttabúningum beint i fangið á þeim. Emily reyndi að flýja, en var gripin. áðir Patty, blaðaútgefandi PATTY HEARST MORGU iga aðeins eitt ár ólifað. Hafi hann iljað njóta þessa siðasta árs. VERKFALLI KENN- ARA LOKIÐ Kennsla hefst nú aftur að nýju i illum 660 skólum Chicago, sem íafa staðið lokaðir i ellefu daga, neðan kennarar borgarinnar, !7.000að tölu, hafa verið i verkfalli. Deila stóð yfir um launamál og nnnuskilyrði. Sætzt var loks á 7,1% launahækk- m handa kennurum, en auk þess 'engu þeir fram ókeypis tann- æknisaðstoð til handa skólabörn- ím. Þeim var ennfremur lofað, að ækkaö skyldi i skólabekkjum og •áðnir aftur 1,525 kennarar, sem ;agt hafði verið upp i sparnaðar- ikyni. Þetta hækkar skólaútgjöld borgarsjóðs um 50 miiljónir doliara meira en borgarstjórnin hafði æti- aö til þeirra mála. Náði 5,4 smálestum af hassi Komiö hefur verið i veg fyrir stórfellt smygl á hassi frá Pakistan til Bandarikjanna, með þvi aö gerðar voru upptækar fjórar stórar sendingar i Bandarikjunum og fleiri löndum. Alls hefur lögreglan komið hönd- um yfir 5,4 smálestir af hassi, en hver smálest kostár i heildsölu 100,000 dollara. — I smáskammta- sölu til fikniefnaneytenda nemur þessi smyglvarningur að verðmæti fleiri miiljónum dollara. Bandariska lögreglan þakkar tollgæzlu Pakistan það, að upp komstum þessar sendingar en þær voru allar á vegum fyrirtækis i Karachi. Eigandi þess fyrirtækis hefur nú veriö handtekinn. Stærsta sendingin náðist 18 ágúsL Yfirvöld i Pakistan komust þá yfir þrjár smálestir, áður en þær fóru frá Karachi. Hassinu hafði verið komið fyrir i 95 pökkum af borðsalti, sem flytja átti fyrst til Dubai.en þaðan til Bandarikjanna. Grunur leikur á þvi, að smygli þessu sé stjórnað frá Bandarikjun- um. Hœttir við að kaupa „France" Forsætisráð- herra Quebec- fylkis hefur kunngert, að fylkisstjómin hafi gert upp hug sinn um að kaupa ekki lúxusfarþega- skipið, France. Sagði hann, að fjárhagur fylkisins kæmi i veg fyrir það. Frakkarhafa lagtþessu risaskipi i höfninni i Le Havre vegna gifur- legs halla, sem verið hefur á rekstri þess. Quebec-fylki haföi á prjónunum ráðagerðir um aö breyta skipinu i hótel og spilaviti. Ekki er enn loku fyrir það skotið, að Kanadamenn eigi eftir að eign- ast skipið, þvi aö borgarstjórn Montreal hefur lika sagzt hafa augastað á skipinu til þess að nota það fyrir hótel og spilaviti meðan á ólympiuleikunum stendur 1976. — En Montreal hefði þurft til þess efnahagsaðstoð frá Quebecfylki. Franska stjórnin, eigandi far- þegaskipsins, hefur sett 50 milljón dollara upp fyrir þaö. France var smiðað 1961 og kostaði á sinum tima 74,3 milijónir dollara. 8 gervitungl með einni flaug Sovétrikin sendu á loft i fyrradag átta gervihnetti með einni og sömu eldflauginni, en það er þriðja geim- skot þeirra á þessu ári. Það er tal- iö, að gervihnettir þessir séu til fjarskipta fyrir sovézka flotann.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.