Tíminn - 18.10.1966, Side 5
I
ÞREÐJUAGUR 18. október 1966
Útgefandi: FRAMSÓKNARiFLOKKURINN
Framkvœmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu-
húsinu, símar 18300—18305, Skrifstofur: Bankastræti 7. Af.
greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur,
simi 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — t
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Vegir og hafnir
ísland er stórt, vogskorið eyland, og þar á ofan strjál-
býlt og fjöllótt. Til þess að byggja landið, nýta það og
veita fólki sæmileg lífskjör er margt nauðsynlegt, en
tvennt ollu öðru nauðsynlegra — vegir og hafnir. ísland
fékk aldrei járnbrautir. Því mikilvægari eru bílvegirnir-
Hafnir eru því nauðsynlegri, sem á þeim byggist í senn
að verulegu leyti afkoma og atvinna landsmanna, sam-
göngur og flutningar. Á undanförnum áratugum, síðan
íslendingar fóru að mega sín einhvers í farmkvæmdum,
hefur mjög mátt marka stjórnarfar og vilja til framsókn
ar eftir þvi, hve myndarlega var lagt til vega og hafna
úr almannasjóði. Allt fram undir 1960 var fyrir þessu
séð með eins myndarlegum hætti og no'kkur tök voru
á og stórátök gerð, þó að auðvitað hefði þurft miklu
meira vegna þess, hve verkefnið var og er óþrjótandi.
En nú, þegar fjárlög eru að nálgast fimmta milljarð-
inn, einstakt góðæri og aflafengur hefur fallið þjóðinni
í skaut, þá bregður svo við, að framlög hins opinbera
minnka stórlega til þessara þátta, miðað við hækkanir
og þörf. Nú er hæsta fjárveiting til hafnar 700 þýs.
kr. og ríkið skuldar höfnum landsins framlög frá síðustu
árum á sjötta milljónatug og treystist ekki til að stytta
þann skuldahala nema um sjöttung..
í vegagerð landsins blasir þó enn meira hörmungar-
ástand við. Fram að 1959 lagði ríkið meira á ári til vega
en það fékk í tekjur af umferðinni- Síðan hefur snarazt
æ meira, og á þessum árum, sem síðan eru liðin, hefur
ríkið tekið af umferðinni 2500 millj. krónum meira en
það hefur lagt til vega. Engin menningarþjóð í heimm-
um notar ónýtt vegakerfi með þesum hætti sem einn
stærsta skattstofn sinn. Á sama tíma hrynur vegakerfið
sundur af alltof þungri umferð nútímans. Varanleg
vegagerð var hafin og stórvirk tæki fengin til hennar.
En það virðist eiga að vera ein af efnahagsaðgerðum
stjórnarinnar að láta þessar vélar standa og gera áætl-
un um algera stöðvun 1 varanlegri vegagerð. Þannig
blasir þetta óræka vitni um stjórnarfarið við þjóðinni.
í ræðu sinni á Alþingi á dögunum lét Eysteinn Jóns-
son m.a. svo mælt um ástand þessara mála:
„Þá blasir það alveg við, að vænlegur þjóðarbúskapur
og farsæll atvinnurekstur í landinu getur ekki til lang-
frama byggzt á því samgöngukerfi, sem nú er búið við.'
Ekkert sýnir þetta betur en útreiðin á vegunum, því
að óbreyttri stefnu verður þeim ekki einu sinni haldið
við, en afkastamestu vélarnar til vegagerðar eru látnar
liggja aðgerðalausar, að sagt er, til þess að draga úr
framkvæmdaþenslunni og vinna gegn verðbólgunni. Þá
er svo komið á sjöunda tugi tuttugustu aldar, að það er
ekki hægt að fá vörur fluttar á sjó eftir þörfum með
ströndum fram”.
Hér er ekki of sterkt að orði kveðið. Mun flestum finn-
ast skörin vera farin að færast upp í bekkinn í viðleitni
ríkisstjórnarinnar til þess að beina framkvæmdaaflinu að
þeim umsvifum, sem hún telur æskilegust, er svo
skefjalaus og blind, að hún lætur stórvirkar vegagerðar-
vélar, sem lítinn mannafla þurfa, standa og ryðga miss-
irum eða árum saman, þó að ástandið í samgöngumál-
unum á landi og sjó sé með þeim hætti, sem öllum er
kunnugt.
Er þess að vænta, að þjóðin verði langlíf i landinu. ef
hún á að búa árum saman við stjórn, sem gefizt hefur
upp við þá viðleitni að byggja hafnir og vegi í samræmi
við þarfir tímans?
TÍMINN
HELGI BERGS:
STEFNU SK0RTSR í
SJÁ VARÚTVEGSMÁLUM
Þegar árin líða breytast þær
forsendur, sem atvinnulíf okk-
ar byggist á. Auðlindir þær,
sem við nytjum, eru ekki allt
af jafn gjöfular en aukin þekk
ing, bætt tækni og vinnubrögð
skapa sífellt nýja og betri
möguleika til bættrar hagnýt-
ingar þeirra. Ýmsar rannsókna
stofnanir, samtök atvinnuveg-
anna og cinstakir áhugamenn
fylgjast að staðaldri með þeim
breytingum, sem nýir tímar
hafa í för með sér og leita að
Ieiðum til að hagnýta þær með
sem beztum hætti.
Á þessu sviði eins og fleir-
um liefur núverandi ríkisstjórn
brugðizt. Afleiðingar þess birt-
ast hvert sem litið er. Nú á
seinustu misserum hefur greini
legar en áður komið í ljós,
hvernig skortur á leiðsögn og
forystu af hálfu ríkisvaldsins
í atvinnu- og framleiðslumál-
um hefur leitt til erfiðleika og
vandræða fyrir einstakar stétt-
ir og þjóðina í heild. I þessari
grein verður þó aðeins bent
á nokkur atriði á sviði sjávar-
útvegsmála, þar sem brýn þörf
er skýrrar stefnu og ötullar
forystu.
Um mörg undanfarin ár hef-
ur það verið skoðun margra að
fiskstofnarnir hér við land hafi
verið ofveiddir. Aðrir hafa tal-
ið ö>lu óhætt. Nú hafa verið
tekin af öll tvímæli í þessu
efni. í 4. tölublaði Ægis 1966
birti Jón Jónsson forstjóri
Hafrannsóknar stofnunarinnar
grein undir nafninu „Ástand
fiskstofnanna við ísland" þar
sem hann gerir grein fyrir nið-
urstöðum alþjóðlegrar sérfræð
inganefndar, sem gerði heildar
úttekt á ástandi þorsk-, ýsu-,
ufsa- og karfastofnanna við
ísland, Færeyjar og Grænland.
Segir þar m. a.
„Við okkur blasir nú sú kalda
staðreynd að meira er tekið
úr ísl. þorskstofninum en hann
virðist þola.“ Ennfremur segir
þar að erlend fiskiskip, aðal-
lega brezk veiði mikið af ung-
um ókynþroska þorski við ís-
Iand.
Þessi ótíðindi minna okkur á
þær skyldur, sem við höfum
tekizt á hendur. Með lögum
nr. 44 frá 1948 um vísinda-
lega vemdun fiskimiða Iand-
grunnsins er ákveðið að sjávar
útvegsmálaráðherra skuli „með
reglugerð ákvarða takmtirk
verndarsvæða við strendur
landsins innan endimarka land
grunnsins, þar sem allar veiðar
skuli háðar íslenzkum reglum
og eftirliti".
Þar með var mörkuð sú
stefna íslenzka löggjafans að
íslandi væri ekki aðeins rétt
heldur einnig skylt að setja
reglur um og hafa eftirlit með
fiskveiðum á landgrunninu til
verndar fiskstofninum gegn
rányrkju. Þessi stefna hefur
síðan oftlega verið staðfest. Að
minnsta kosti tvívegis 1952 og
1958. hafa á grundvelli þessara
laga verið gefnar út reglugerð
ir um stækkun fiskveiðiland-
helginnar og með ályktun Al-
þingis frá 5- maí 1959 og einn
ig, þótt kynlegt sé, í yfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar í sam-
Helgi Bergs
bandi við landhclgissamning-
inn við Breta 1961 var stefna
þessi ítrckuð.
Þessi mál eru einhver þau
örlagaríkustu, sem íslcnzka
þjóðin hefur við að fást. Það
gat því ekki komið á óvart, þó
að utanríkisráðherrann eyddi
meginhluta ræðu sinnar á AIls
herjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna til að ræða þéssi mál.
En ræðan var annars von-
brigði. Það var ekki að finna
skelegga lýsingu og útskýring-
ar á þeirri stefnu sem mörk-
uð var 1948 og ítrekuð oftlega
síðan. Það virðist fyllilega
tímabært að taka af öll tví
mæli og ítreka á nýjan leik
stefnu okkar í þessum málum.
Nýjar og öflugar aðgerðir til
að kynna öðrum þjóðum þessa
stefnu og vinna henni skilning
og stuðning, eru einnig fylli
lega tímabærar.
En þó svo virðist sem erlend
fiskiskip eigi höfuðsök á rán
yrkju jslenzka þorskstofns-
ins, er ekki þar með sagt að
við séum sjálfir með öllu sak-
lausir eða nýtum okkar mið á
hinn hagfelldasta hátt. Oft heyr
ist þvi haldið tram, að þessi
eða nin veiðarfæri eigi dð
banna, vegna þess, að þau séu
með einhverjum hætti skaðleg,
drepi ungviðið .spilli upp-
vaxtarskilyrðum eða grandi
miklum fiski, sem ekki næst.
og nýtist. Flestar slíkar stað-
hæfingar eiga það þó sammerkt
að um þær eru þeir fiskimcnn.
sem gerst ættu að þekkja,
ósammála. Sú þekking, sem
innlendir og erlendir fiski-
fræðingar ráða nú yfir ásamt
reynslu athugulla sjómanna,
ættu þó að nægja til þess að
skera úr, ef menn íegðu sig
fram um að rannsaka slíkar,
staðhæfingár til fullnustu.
Fiskifræðingar geta nú með
talsverðu öryggi sagt fyrir um
það, hvað stofnarnir þoli, að
af þeim sé tekið, og það er
þá fyrst og fremsi efnahags-
legt og tæknilegt viðfangs-
efni, að skera úr um það, á
hvern hátt það fiskimagn verði
haSkvæmast og ódýrast veitt.
Hleypidómalaus rannsókn á
því, er aðkallandi viðfangs-
efni og raunar grundvöllur
stefnumótunar á öðrum sviðum
sjávarútvegsmála. í samræmi
við það verður svo að velja
veiðiaðferðir og veiðarfæri,
Til þess að tryggja sem bezt
nýtingu þeirra, telja margir
nauðsynlegt að skipta miðmium
í veiðisvæði þar sem
aðeins séu heimil ákveð-
in veiðarfæri á ákveðnum
tímum, með svipuðum hætti og
Norðmenn gera. En skipulag
slíkra veiðitakmarkana er marg
víslegum erfiðleikum bundið
að ákveða og þarf að athugast
mjög gaumgæfilega.
\ i'-
Rekstur margra fiskiðnað-
arfyrirtækja gengur um þess-
ar mundir mjög illa og sum
eru að loka. Meginorsök þess,
er að sjálfsögðu sú aukning
framleiðslukostnaðarins, sem
verðbólgan hefur haft í för
með sér. Talsmenn ríkisstjórn
arinnar, sem aldrei virðast hafa
áttað sig til fulls á þeim hætt-
um, sem af verðbólgunni leiða
reyna þó að tína til ýmsar aðr
ar skýringar á þeim reksturs-
örðugleikum. í ritstjórnar-
grein í Alþýðublaðinu var því
haldið fram nýlega, að erfið-
leikar frystihúsanna stöfuðu
af mjög síæmri nýtingu þeirra.
Þau væru állt of mörg fyrir þ^u
verkefni, sem væri að viana.
Þó að þess beri að gæta, að
nýting frystihúsanna takmark
ast að sjálfsögðu af því, að
aflinn er bæði tímabundinn og
staðbundinn, verður sjaldan
of oft bent á nauðsyn þess að
framleiðslutækin nýtist eins
vel og aðstæður frekast leyfa.
En það skýtur nokkuð skökku
við þessa skoðun málgagns
sjávarútvegsmálaráðh e r r a n s,
að einmitt um þessar mundir
eru ný frystihús í byggingu
á ýmsum þeim stöðum, þar
sem stærst og bezt frystihús
eru fyrir, ófullnotuð.
Nú segja menn kannski, að
það sé verst fyrir þá sjálfa,
sem eru að setja fé sitt í óþörf
atvinnutæki. En málið er ekki
svo einfalt. Það byggir enginn
hraðfrystihús í dag eingöngu
fyrir eigið fé. Fé til slíkra fram
kvæinda kemur beint eða
óbeint úr bankakerfinu og
takmarkar þannig aðrar og
meira aðkallandi framkvæmd
ir, bindur auk þess vinnuafl og
eykur spennu á framkvæmda-
markaðinum. En í þjóðfélagi
eins og okkar er það óhjá-
kvæmilega skylda ríkisvalds-
ins að tryggja það, að fram-
kvæmdagetan og fjármunir
þjóðarheildarinnar nýtist með
sem hagkvæmustum hætti.
Hér er vissulega þörf stefnu-
mótunar og forystu.
Það vakti athygli nýlega, að
aðalfundur Sjómannasam-
bands íslands sendi frá sér
ályktun þar sem cindregið
var lagzt gegn bygginSu fleiri
síldarverksmiðja í bili og í stað
inn lögð áherzla á síldarflutn-
inga. Var talið, að mikill stofn
kostnaður nýrra verksiniðja
mundi lækka síldarverðið á
Framhald á bls. 14.
Haaii
IK