Tíminn - 25.10.1966, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 25. október 1966
HŒSinBÍ TÍMINN BMT.míHl
13
Bakvörlu
mark leiksins af 35 metra færi
KR bikarmeistari í knattspyrnu 1966. Sigraði Val í úrslitaleik með einu marki gegn engu.
Alf-Reykjavík. — Hægri bak-
vörður KR, Ársæll Kjartansson,
skoraði eina markið í úrslitaleik
KR og Vals í Bikarkeppni KSÍ
á sunnudaginn og tryggði félagi
sínu þar með liinn eftirsótta „Bik
ar.“ Markið kom eins og þruma
úr heiðskíru lofti á 21. mínútu
fyrri hálfleiks. Langspyma af 35
metra færi ósköp meinleysislcg
virtist ekki getað ógnað Vals-mark
inu, sem gætt var af sterkasta
markverði landsins, Sigurði Dags-
syni. En samt fór knötturinn Inn
fyrir marklínu — af þeirri ein-
földu ástæðu, að Sigurður hreyfði
hvorki legg né lið til að hindra
það. Hvílík mistök, jafnvel mark-
vörður í 5. flokki hefði fengið
ávítur fyrir að sleppa svona
spymu inn fyrir sig. „Ég mis-
reiknaði knöttinn algerlega og
hélt að hann myndi fara fram-
hjá. Það hefði verið hreinn
barnaleikur að verja þetta, hefði
ég ekki verið svona viss í minni
sök,“ sagði SiSurður eftir leik-
inn, og að vonum gramur. En
í búningsklefa KR var hinn hcppni
bakvörður í Ijómandi skapi. „Nei,
ertu frá þér, þetta var ekki mark-
skot. Meiningin var aðeins að
„pressa,“ og ég varð ekki lítið
undrandi, þegar ég sá á eftir
knettinum í netið.“
En þótt KR-ingar hafi unnið
á heppnismarki, voru þeir greini-
lega betri aðilinn í þessari við-
ureign. Þeir höfðu allt að vinna,
og unnu. Og þeir sýndu mun
betri knattspyrnu, jafnvel svo, að
oft fannst manni sem íslands-
meistararnir væru í kennslustund.
EHert Schram var potturinn og
pannan í spili KR, baráttuglað-
ur og sívinnandi. Hann hafði öll
völd á miðjunni í fyrri hálfleik,
þegar KR lék undan vindi. Og í
síðari hálfleik dró hann sig til
baka og var aðalöryggisventillinn
í KR-vöminni. í heild barðist lið-
ið vel, og KR-ingar geta með
nokkurri ánægju litið yfir farinn
veg í Bikarkeppninni, unnið alla
sína leiki og skorað 14 mörk gegn
engui
Vetur er genginn í garð, og
vetur konungur bauð upp á norð-
an rok og nístandi kulda, þegar
knattspyrnumenn kvöddu keppn-
istímabilið á sunnudaginn. Sólin
á heiðskírum himni náði ekki að
ilja hinum mörgu áhorfendum,
sem komu til að sjá leikinn á
Melavellinum, og í stúkunni sátu
ntenn nötrandi. Egill rakari gerði
heiðarlega tilraun til að verma
Danirnir
sýna á morgun
Eins og áður hefur verið saSt
frá, er danskur fimleikaflokkur
frá lýðháskólanum í Ollerup vænt
anlegur til landsins. Koma hinir
dönsku fimleikamenn í dag, en á
morgun, miðvikudag, munu þeir
halda sýningu í LaugardalshöII-
inni og hefst hún kl. 20.15. Á
fimmtudag mun flokkurinn svo
sýna fyrir skólanemendur og
hefst sýningin ki 20.15 en ekki
kl. 1X30 eins og áður liafði verið
auglýst
Pergsveinn Alfonsson, Val og Ársæll Kiartansson, K R, berjast um knöttinn í leiknum á sunnudag. Hörður
Markan og Gunnsteinn Skúlason fylgjast með. Það var Ársæll, sem skoraði eina mark leiksins. (Tímam. GE)
mönnum, því áður en mínúta var
liðin kallaði hann: „Fimm mörk
fyrir hálfleik, KR-ingar!“ Og auð-
vitað var hlegið í stúkunni.
KR-ingar kusu að leika á syðra
markið, undan vindi, í fyrri hálf-
leik. Og nær allan hálfleikinn
sóttu þeir að Vals-markinu, þótt
þeim tækist ekki að skora nema
eitt mark. Vals-vörnin var mjög
ákveðin og Sigurður Dagsson varði
skínandi vel, t.d. sýndi hann glæsi
leg tilþrif á 15. mínútu, þegar
hann varði hörkuskot Eyleifs,
enda fékk hann klapp frá áhorf-
endum. En ekki tókst honum eins
vel upp sex mínútum síðar, þeg
ar hann horfði aðgerðalaus á
spyrnu Ársæls. Blóðugt mark fyr-
ir Sigurð eftir glæsilcgan feril á
sumrinu.
Vals-liðið var mjög dauft í fyrri
hálfleik og náði aldrci að ógna
KR-markinu, utan cinu sinni.
iRétt fyrir lokin brunaði Hermann
iGunnarsson upp vinstra megin í
iátt að KR-markinu og komst
ihættulega nálægt þvi. Hinn ungri
iKR-markvörður, Guðmundur Pét-
iursson, kom út á réttu augnabliki
log hirti knöttinn af tám Her-
imanns.
í síðari hálfleik tók KR þann
ikostinn að draga einn mann til
viðbótar aftur í vörnina, Ellert
Framhald á bls. 15.
KR-ingar taka við „Bikarnum" úr hendi Sjörgvins Scliram ,formanns KSÍ. Fremri röS frá vinstrl: Hörður
Markan, Gunnar Felixson, Óskar SigurSsson, Bjarni Feljxson, Ellert Schram og Björgvin Schram. Aftari röS:
Þórður Jónsson, Eyleifur Hafsteinsson, Ársæll Kjartansson, Guðmundur Pétursson, Jón Sigurðsson og Baldvin
Baldvinsson. (Tímamynd GE)
England
sigraði
England lék sinn fyrsta
landsleik eftir sigurinn í
HM gegn Norður-írlandi
á laugardaginn í Belfast og
sigraði með 2-0 í frekar gróf
um leik, þar sem einum írsk
um leikmanni var vísað af
leikvelli rétt fyrir leikslok.
í enska liðinu léku sömu
leikmenn og í úrslitaleikn
um gegn Þjóðverjum í HM
enda þótt margir þeirra
séu „útbrunnir" að söSn,
eftir 15 mánaða knatt-
spyrnu. Enska liðið lék
þó vel og sigraði verðskuld
að. Hunt og Peters skor-
uðu mörkin.
Sama dag léku Wales og
Skotland í Cardiff og varð
jafntefli 1-1. Skozka liðið
hafði yfirburði en tókst ekki
að nýta tækifæri, og aðeins
fjórum mínútum fyrir leiks
lok tókst Dennis Law að
bjarga jafntefli, en Ron Da
vies (sem lék með Norwich
hér í sumar) hafði skorað
fyrir Wales. Jafnframt þvi
sem þessir leikir eru um
brezka meistaratitilinn,
telja þeir í Evrópukeppni
landsjiða.
Aðeins fjórir leikir voru
háðir í 1. deild vegna lands
leikjanna og kom þar mest
á óvart stórsigur Blackpool
gegn Newcastle 6-0, þriðji
sigurleikur liðsins í röð, en
Blackpool skipar þó enn
neðsta sætið í deildinni. Úr-
slit í öðrum leikjum urðu
þessi:
Arsenal — W.B.A. 2-3
Aston Villa — Sheff U 0-0
Sheff Wed — Fulham 1-1
2. deild.
Blackburn — Norwieh 0-0
Bolton — Coventry l-i
Carlisle — Birmingham 2-0
Charlton -— Bury 4-0
C. Palace — Rotherham 1-1
Derby County—Preston 5-1
Huddersfield — Millwall 2-0
Ipswich — Hull City 5 4
Wolves — Plymouth 2-1
Ipswich hefur forystu í
deildinni með 19 stig, en
Hull, Bolton og C. Palace
hafa 18 stig.
Helztu úrslit á Skotlandi,
en þar léku efstu liðin, Celt
ic, Rangers og Kilmamock
ekki vegna landsleikjanna.
Airdrie — Aberdeen 1-2
Dundee —Motherwell 3-0
Hibernian—Dundee U. 2-2
Stirling — St. Mirren 2-0