Vísir - 15.10.1975, Side 2

Vísir - 15.10.1975, Side 2
VtSIR. Miðvikudagur 15. október 1975. vhasm: Hvað eyðirðu mörgum tímum sólarhringsins í svefn? Kristján Hálfdánarson, gerir ekkert. Svona 6 klukkustundum. Þær geta þó fariö upp i niu eöa tiu, og þá sérstaklega á laugar- dögum og sunnudögum. Brynjar Bragason, prentari. Ég eyöi sex timum I svefn. Stundum kemur þaö þö fyrir aö maöur sef- ur meira. Þorsteinn Björnsson, prentari. Ég sef 18 tima, já, ég næ þvi allt- af. Hvenær ég þarf aö vakna? Klukkan hálf átta. Asthildur Þorvaidsdóttir, nemi og sendiil. Svona 8 til 10 tima. Þao nægir mér vel, þvi ég þarf ekkert aö eyöa miklum tima i svefn. Einar Sveinbjörnsson, nemi. Sjö timar eru mér alveg nóg. Eyjólfur ólafsson, læknanemi. Atta timum, ekki minna. En þaö nægir mér. LESENDUR HAFA ORÐIÐ DÝRKEYPT YFIRVIGT „VESTURFARANNA"„ Jóhann Árnason skrif- ar: „Fyrir nokkrum kvöldum flutti rikisiitvarpið viðtal viö formann Þjóðræknifélagsins, séra Braga Friðriksson, voru þar til umræðu hópferðir Islend- inga til frænda og vina vestan- hafs. Ekki var annað aö heyra en allt hefði verið I himnalagi varðandi þessa för. Ýmsir þátt- takenda hafa hins vegar aöra sögu að segja og þess vegna varð þetta viðtal mér hvatning til að skrá reynslu manns, sem var einn þeirra er tók þátt f þessari ferð, en að sjálfsögöu verður aðeins hér vikið að þvi, sem flesta skiptir máli eöa kostnaðarhliðinni. A hvatninga- og kynninga- fundi upplýstu væntanlegir far- arstjórar fundarmenn um þaö, sem þeim var talið nauðsynlegt að vita varðandi fyrirhugaöa heimsókn til frænda og vina vestanhafs i tilefni af aldar bil- setu þeirra þar i landi. Var þar’ meöal annars vakin athygli á þvi, að fyrir hvert kg. af far- angri, sem reyndist umfram 20 kg., myndi krafið um kr. 360,-. Þjóðræknisfélagið opnaði siðan skrifstofu að Gimli við Lækjar- torg og seldi þar flugfarseðla og hvers konar tryggingar viðkom- andi för þessari. Flugið vestur. Varðandi flugið vestur gerðist fátt, sem ekki hefur verið sagt frá.nema það, sem liklega kom flestum þægilega á óvart, þ.e. að ekki var nokkur farþega krafinn um greiðslu fyrir yfir- vigt, en ýmsir sögðust vera meö haröfisk, hangikjöt og ýmislegt annað, eða svipaðan farangur og landnemarnir höfðu með- ferðis fyrir 100 árum, sem nii þó;tti vel til þess fallið að gleðja afkomendur þeirra með. Höfðu sumir haft af þessu áhyggjur I sambandi viðyfirvigtina, sem reyndust nú ástæðulausar. Tveir glaðir farþegar fóru að tala saman um þetta. A. ,,Þa bara sona, Guðni hefur tekið sér Ingölf til fyrirmyndar”. Hinn. Hvað áttu við? A. Veistu ekki að Ingólfur I Útsýn tekur ekki fyrir yfirvigt, eða hefurðu kannski ekki ferðast með þvi félagi? Hinn: Aldrei farið á milli landa áður. A. En innanlands? Hinn? Jahá til Vestmannaeyja eftir gosið, en þú? A, Litið innan- lands, en til flestra Evrópu- landa, Bahamaeyja, Kanari- eyja og Suður-Amerlku”. Þegar hér var komið samræðum hef ég annað hvort dottað, eða sá við- förli hefur llklega, sem vonlegt var, gefist upp á að ræða við svona ófyrirgefanlega fáförulan mann, sem aðeins hafði ferðast til Vestmannaeyja og liklega tekið með sér til baka nokkra vikurmola til sönnunar um Bjarm alandsförina. Heimförin— Gildran Við erum nú aftur stödd á flugstööinni i Winnipeg. Það er ys og þys, faðmlög, tár og koss- ar, eins og vænta má, eftir gleðilegar samverustundir kemur þessi beiska skilnaðar- stund sérstaklega ef I hugann kemur „Þið sjáist aldrei fram- ar” sem er regluleg hrollvekja þegar sungið er, en aldrei smigur þetta aldrei gegnum merg og bein eins og á stund, sem þessari. En það hafa ekki allir lokið við að leika þennan sorgarleik þegar kallað er: Atján þúsund! I eyrum nærstaddra lét þetta eins og tregaþrungið andvarp og skyndilega myndaðist hring- ur þöguls fólks i nánd við eina farangursvogina og spurning- um tök að rigna eins og „Eru vasaþjófar hérna? Hefur ein- hver verið rændur”? og sumir fóru ósjálfrátt að þukla i barm sér til þess að ganga úr skugga um, hvort sjóðurinn væri horf- inn. Nei, sagði þá einhver, „það er verið að ákveða gjaldið fyrir yfirvigtarkilóin”. Hvað þá? Um 50 kilóa yfirvigt, er m aðurinn að koma vestan úr Klettafjöllum ? (hlátur). Einhver: Gættu tungu þinnar félagi, geymdu fyndni þína þai til þú hefur verið veg- inn! Það sem gerst hefur er það aö I staðinn fyrir 360 kr. gjaldið er nú krafið um að við skrifum undir skuldbindingu um greiöslu á kr. 800,- fyrir hvert klló eftir heimkomuna.” Og svo hófustundirskriftirnar og sumir neyddust til þess að samþykkja, aö greiða upphæðir, sem voru hærri, en flugfargjaldið heim! Undanfarið hefur Vesturförum verið stefnt i Alþýðubankann h/f, sem tekið hefur að sér inn- heimtuna og krefur um greiðslu aö viðlagðri aðför að lögum. Ódýrara meðböggla- pósti Rétt tel ég, að vekja athygli á þvi, að ýmsum þeim, sem eiga ættingja vestanhafs hefur verið það kunnugt, að með böggla- pósti má senda alit að 10 kg. pakka flugleiðis og kostar þá fyrir hvert kg. kr. 410,- til Winnipeg, en sjóleiðis er þetta gjald kr . 230,-. Tel ég liklegt, að þessi vitneskja hafi verið orsök þess, að fundarmönnum þótti ekkert varhugavert, áð leggja tnlnað á 360 kr. gjaldið. Að sjálfsögðu má gera ráð fyrir, að umbjóðendur Vestur- fara, þ.e. stjórn Þjóðræknifé- lagsins, geri grein fyrir þvi, hvers vegna fararstjórarnir létu bæöi aðvörunar- og afskipta- laust, að skjólstæðingar þeirra voru látnir sæta þessari — að þvi er ætla má fyrirfram — skipulögðu meðferð. 1 þessu sambandi sækir fast á hugann sagan um hinn miskunnsama Samverja, sem hvorki hafði skipulagt ferðina né átt nokkurn þátt i þvi, að ferðamaðurinn lá rændur og ósjálfbjarga við veginn, þó reyndist hann þessum náunga sinum sannur bjargvættur og greiðvikinn vinur. Hins vegar segir önnur saga, að þegar einn kunnasti syndari sögunnar gengur fyrir leigutaka slna, æðstuprestana, sakbitinnog iðr- andi og vill bæta fyrir brot sitt, er svar þeirra: „Hvað varðar oss um það? Þú verður að sjá fyrir því sjálfur”.”

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.