Vísir - 15.10.1975, Síða 6

Vísir - 15.10.1975, Síða 6
6 vísir Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjórifrétta: Arni Gunnarsson ,y Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúii G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 línur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innaniands. 1 lausasögu 40 kr. eintakiö. Blaðaprent hf. Fiskveiðilögsaga íslands 200 sjómílur Fiskveiðilandhelgi íslands er nú 200 sjómflur. Á miðnætti siðastliðnu tók gildi reglugerð sú um nýju fiskveiðitakmörkin, sem sjávarútvegsráðherra undirritaði i sumar. Lokaskrefið i nær þriggja ára- tuga baráttu þjóðarinnar fyrir yfirráðum yfir fiski- miðum landgrunnsins hefur nú verið stigið. Þessi dagur markar þvi þáttaskil i sögu landsins. Að þessu sinni eru aðstæður með allt öðrum hætti en við fyrri útfærslur fiskveiðilögsögunnar. Þróun hafréttarmála hefur verið mjög ör allra siðustu ár. Þau riki, sem barist hafa fyrir viðáttumikilli fisk- veiðilögsögu, hafa unnið á, og nú má öruggt telja að 200 milna reglan njóti stuðnings mikils meirihluta þjóða heims. Að þessu leyti er staða okkar miklu mun sterkari en áður. Aðstæður eru einnig óvenjulegar fyrir þær sakir að enn eru i gildi samningar um veiðiheimildir við nokkrar þjóðir, sem stundað hafa fiskveiðar á ís- landsmiðum. Það styrkir ótvirætt stöðu okkar að hafa fært lögsöguna út áður en þeir samningar féllu niður. Við þurfum þvi ekki að búast við átökum á miðunum fyrst i stað. Þær þjóðir, sem hér eiga hlut að máli utan vestur-þjóðverja, eru bundnar af þess- um samningum fram i miðjan nóvember. Ljóst er að hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóð- anna dregst eitthvað á langinn enn. Sá árangur sem orðið hefur á ráðstefnunni fram til þessa er þó einn sterkasti bakhjarl aðgerða okkar nú. En þar sem hafréttarsáttmálinner ekki enn orðinn að veruleika var það bæði skynsamlegt og rétt að opna mögu- leika á bráðabirgðasamkomulagi við aðrar þjóðir innan nýju fiskveiðitakmarkanna. Islenska rikisstjórnin sýndi með þeirri afstöðu ákveðinn vilja til þess að leysa þann ágreining,sem upp er risinn.á friðsamlegan og sanngjarnan hátt. Viðmælendur okkar hafa á hinn bóginn sýnt slikan þvergirðingshátt i þessum efnum að undanförnu að þess er tæpast að vænta að samningar takist á næst- unni. Þær þjóðir, sem hér eiga hlut að máli, gátu ekki vænst annars en islenska rikisstjórnin setti ströng skilyrði fyrir nýjum samningum. Bretar og fleiri þjóðir hafa þegar haft tveggja ára umþóttunartima innan 50 sjómflna markanna. Þessar þjóðir byggja kröfur sinar á úreltum hugmyndum, sem ekki eiga lengur stoð i viðurkenndum þjóðréttarreglum. Athyglisvert er, að ýmsar þær þjóðir sem áður stóðu gegn viðáttumikilli fiskveiðilögsögu eru nú komnar i hóp þeirra rikja, sem standa hvað ein- dregnast með 200 sjómflna reglunni. Þessi snöggu umskipti á alþjóðavettvangi styrkja stöðu okkar gagnvart ágengni breta og vestur-þjóðverja. Þó að við höfum opnað möguleika á skammtimasamning- um um takmarkaðar veiðar hér við land verða þessar þjóðir að átta sig á þvi að við stöndum ein- arðlega á rétti okkar. Engum blandast hugur um að við eigum erfitt verkefni fyrir höndum við að verja hina nýju fisk- veiðilögsögu. Þar mæðir mest á landhelgisgæsl- unni. Starfsmenn hennar hafa áður áunnið sér virð- ingu alþjóðar fyrir einarðlega framgöngu i þeim efnum. Á þeirra herðar er nú enn lögð mikil ábyrgð. VtSIR. Miftvikudagur 15. oktúber 1975. Umsjón: GP Diplóm umbúð iat, sem alaust lœtur s síno fl skoðun akka Eitt fyrsta embættisverk Idi Amins eftir aö hann komst f forsetastól I Uganda, var aö vlsa úr landi öllu fóiki af Asiuþjóöerni, þótt þaö fólk heföi búiö tugi ára I Uganda og veriö meöal nýtustu þegna landsins. Enda beiö efnahagsllf landsins mikiö áfall viö brottflutn- ingana. Margur Asiumaöurinn týndi þá llfi slnu og mörg Asiukonan var svlvirt af hermönnum marskálksins. — Hér á myndinni sést ein af þessum bágstöddu fjölskyldum I áningarstaö á landflóttanum. Daniel Patrick Moynihan, diplómatinn, sem skóf ekkert utan af þvf, þegar hann sagði Idi Amin forseta Einingarsamtaka Afrlku til syndanna. Bandarikjastjórn og „þriðji heimurinn”, eins og menn kalla orð- ið þróunarlöndin einu nafni, hafa ekki lynt alltof vel saman síð- ustu tvö árin. Hefur stundum neistað undan, þegar þessir tveir aðilar hafa rekist á. Þriöji heimurinn varö ekkert yfir sig hrifinn, þegar Henry Kissinger, utanrikisráöherra, sakaöi hann um meirihluta- nlöslu á vettvangi Sameinuöu þjóöanna, og ábyrgöarleysi. Eftir þvl þótti fulltrúum þriöja heimsins vera yfirlýsing Daniels Patricks Moynihan, embættismanns i Fordstjórn- inni, þegar hann sagöi, aö timi væri kominn til þess aö segja til syndanna þeim rikjum þriöja heimsins, sem sinkt og heilagt væru aö gagnrýna Bandarlkin og stefnu þeirra. Þegar svo Fordstjórnin skip- aöi Móynihan formann sendi- nefndar Bandarikjanna á þingi Sameinuöu þjóöanna, voru menn viöbúnir þvi, aö til tiöinda kynni aö draga. Ekki svo aö skilja, aö biöraöir mynduöust eins og viö miöasöl- ur fyrir kappleiki Muhammeds Idi Amin einræöisherra i Uganda er frægur oröinn af mörgum endemum, slðan hann komst tll valda. Hér upphefur hann sjálfan sig I augum þeldökkra landsmanna sinna með þvl að láta Breta bera burðar- stól sinn. Viö Bretana sagöi hann hins vegar, aö þetta gæti oröiö táknrænt um nýja ábyrgð, sem hvltir menn beri i Afrlku.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.