Vísir - 15.10.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 15.10.1975, Blaðsíða 8
8 VÍSIR. MiOvikudagur 15. október 1975. FÓLKSBÍÍADEKK - VÖRUBÍLADEKK — TRAKTORSDEKK Fyrirliggjandi flestar stæröir af japönskum TOYO hjólböröum. Einnig mikiö úrval af hinum vinsælu HOLLENSKU HEILSÓLUÐU HJÓLBÖRÐUM á hagstæöu veröi. Sendum í póstkröfu. HJÓLBARÐASALAN BORGARTUNI 24 Slmi 14925. Borgarbókavörður Staða borgarbókavarðar er laus til umsóknar. Launakjör fara eftir samningum við Starfsmannafélag Reykjávikurborgar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu borgarstjóra fyrir 7. nóvember n.k. 14. október 1975, Borgarstjórinn i Reykjavik. Lausar lœknastöður Staöa læknis viö heilsugæslustöö á Akranesi er laus til umsóknar. Umsóknir sendist heilbrigöis- og tryggingamálaráöuneytinu fyrir 15. nóv. 1975. Staða læknis við heilsugæslustöð á Sauðárkróki er laus til umsóknar. Umsóknir sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 15. nóvember 1975. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu 13. október 1975. íy-stur meójfréttimar vísm Notaðir varahlutir í flestar gerðir eldri bíla Yfir vetrarmánuðina er opið frá kl Upplýsingar í síma kl. 9-10 fyrir hádegi og 1-6 eftir hádegi BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, sími 11397. Opið frá kl. 9 — 7 alla virka daga og 9—5 laugardaga GLEYMDIR FANGAR Lee Ao dæmdur 110 ára fangelsi á Formósu vegna ádeiluskrifa. Nú stendur yfir á vegum Amnesty International svo- nefnd samviskuvika. 1 tilefni af þvi verða kynntir hér tveir af þeim 3.650 „gleymdu föngum” sem A.I. berst fyrir. Noweddin Ben Khader Túnisbúinn Noweddin Ben Khader var tekinn fastur 1968 — þá 29 ára — ásamt rúmlega 100 öðrum stúdentum sem sakaðir voru um neðanjarðarstarfsemi gegn stjórninni. Handtökur þessar fóru fram I tengslum við mótmæli stúdentanna gegn 20 ára fangelsisdómi yfir guðfræðistúdent. Ben Khader var haldið I ein- angrun og hann pyntaöur á Noweddin Ben Khader, situr I fanglesi i Túnis, ákærur um neöanjarðarstarfsemi gegn stjórninni. meðan á yfirheyrslum lögregl- unnar stóð auk þess sem hann fékk ónóga lögfræðilega aðstoð. Hann var dæmdur i 16 ára fangelsi og fluttur i fangelsi ná- lægt Bizerta þar sem klefar eru dimmir loftlausir, rakir og án hreinlætisaðstöðu. Meðan hann dvaldi þar yfirgaf kona hans hann. Arið 1970 var Ben ásamt fleir- um náðaður, en árið 1972 var hann handtekinn aftur ásamt seinni konu sinni. Fleiri ákærur komu fram á hendur Ben Khad- er og varð niðurstaöan sú að 1974 ákvað forsetinn að Ben skyldi afplána 16 ára fangelsis- dóminn frá 1968. Nýlega hefur Ben verið leyft að taka á móti bréfum og kennslubókum og kona hans má heimsækja hann. Heilsa hans hefur aldrei verið góð, og hefur henni hrakað mjög i fangelsinu. Hann þjáist af augnsjúkdómi og sjúkdómi i kviðarholi — e.t.v. vegna þátttöku I hungurverk- föllum I fangelsinu — auk þess sem hann er gamall berkla- sjúklingur. Honum er neitað um læknisaöstoð og pakkar með vitaminum sem sendir hafa veriö til hans hafa ekki komist til skila. Lee Ao frá Formósu. Réttarhöld yfir pólitiskum föngum á Formósu fara fram fyrir herdómstóli og eru lokuð. Erfitt eða alls ómögulegt er að hafa samband við slika fanga ef þeir hafa verið sekir fundnir. Rithöfundurinn Lee Ao er einna frægastur þessara fanga. Hann er hæfileikamikill ádeilu- höfundur og aflaöi sér mikilla vinsældavegna skrifa f blað sitt Bókmenntastjarnan. Þetta blað var bannað 1965 og bannað að gefa út bækur Lees. Lee Ao var handtekinn 1971 og dæmdur I 10 ára fangelsi. Ná- kvæm ákæra á hendur honum var ekki kunn, en rithöfunda- hæfileikar hans eru taldir lik- legasta ástæðan auk þess sem talið er að hann hafi hjálpað til við að senda lista yfir pólitiska fanga úr landi. Ekki er bú s.t við að Lee verði látinn laus fyrr en 1981. Heilsu hans hefur hrakað i fangelsinu, m.a. þjáist hann af berklum, og að öllum likindum hefur hann ekki fengið læknisaðstoð. „Sálarkvöl þeirra er samviska vor" Martin Ennals, fram- kvæmdastjóri Amnesty Inter- national, dvaldist hér á landi sl. helgi. Ræddi hann þá meðal annars viö fulltrúa utanrikis- ráöuneytisins og fulltrúa ts- lands I sendinefnd á Allsherjar- þingi Sameinuöu þjóöanna varöandi samþykktir sem gerö- ar hafa verið hjá S.Þ. Sam- þykktir þessar fjalla um pólitlsk réttindi og mannréttindi og enn- fremur um efnahagsleg — og fé- lagsleg réttindi. Þrjátlu ög þrjú lönd hafa staö- fest þessar samþykktir og nú vantar aðeins tvö til þess aö hægt sé aö setja niður ráð og hefjast handa i aðgerðum gegn pyntingum og öðrum skerðing- um á mannlegu frelsi. Ennals lagði áherslu á að þarna gæti ís- land haft forystuhlutverk, og beitt sér gegn slikum aðgerðum i heiminum með staðfestungu sinni. í frétt frá íslandsdeild A.I. segir: „Aldrei fyrr hafa kúgar- arnir átt fullkomnari pynding- artólum á að skipa, og aldrei fyrr hafa þeir náð jafnlangt i beitingu sálrænna kvalaað- ferða. Tómlæti heimsins er vatn á myllu skoðanakúgara og pyndingasérfræðinganna. Að- gerðarleysi jafngildir stuðningi við þessi myrkraverk og ó- mannúðaröfl. Þögn er sama og samþykki”. íslandsdeild A.I. gengst nú fyrir almennri fjársöfnun til styrktar hjálparstarfi samtak- anna á alþjóða vettvangi. Framlög óskast lögð inn á giró- reikning deildarinnar nr. 1-12-20 en það má gera I bönkum, spari- sjóðum og pósthúsum um allt land, einnig er tekið á móti framlögum á skrifstofu deildar- innar að Amtmannsstig 2, kl. 5—7 virka daga. Gjafirnar eru frádráttarbærar til skatts. Kjörorð söfnunarinnar er: „Minnumst þeirra sem liöa ó- frelsi og pyndingar. Sálarkvöl þeirra er samviska vor”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.