Vísir


Vísir - 15.10.1975, Qupperneq 24

Vísir - 15.10.1975, Qupperneq 24
vísm Miðvikudagur 15. október 1975. Friðrik sleginn 1600 smnum Einvígisborðið aðalvinningur S.í. Svæðismótiö i skák hefst á Hótel Esju á sunnudaginn. Fyrsta skákin hefst kl. 14.00 þann dag, en alla aðra daga verður teflt frá kl. 17.00 til 22.00. Kcppendur verða 16, þar af sex stórmeistarar og þrír alþjóðleg- ir meistarar. Skáksamband Islands og Taflfélag Reykjavikur hafa i til- efni af 50 og 75 ára afmælum sinum látið slá minnispening til- einkaðan Friðriki Ólafssyni. Upplagið er takmarkað við 1600 peninga úr gulli, silfri og kopar oger hver peningur númeraður. Þá hefur S.l. efnt til happ- drættis þar sem vinningar eru að verðmæti 3,2 milljónir. Er þar helst að nefna skákborð frá heimsmeistaraeinviginu i skák 1972. Forsala aðgöngumiða að svæðismótinu hefst á fimmtu- dagskvöld i' skákheimili T.R. við Grensásveg. — EB — Sendiráðin kosta skilding Til sendiráða fara um 0,5% af útgjöldum rikisins skv. fjárlagafrumvarpi þvi er nú iiggur fyrir. Ekki er mikill munur á hve stör upphæð fer til hvers sendiráðs. Mest fer þó til sendiráðs Islands i Brussel og fastanefnd Isfands hjá NATO eða 32,2 milljónir króna. Næst kemur sendiráð tslands i Kaupmannahöfn með 32,0 milljónir króna. Minnstu fé er ráðstafað til sendiráðsins i Moskvu um .26,6 milljónum króna. —EKG Kvennaár og ráðherra- bústaður Ef einhver hefur gleymt þvi má minna á að árið 1975 er kvennaár. Þess vegna starfar nú kvennaársnefnd og konur undirbúa nú kvennafri af full- um krafti. Og eitthvað hljóta þessi ósköp að kosta. 1 frum- varpi til fjárlaga er gert ráð fyrir 1,9 milljón króna fjár- veitinu. Til gamans má geta þess að rekstur ráðherrabústaöarins við Tjarnargötu mun kosta svipaöa upphæö. EKG Hvert renna útgjöld ríkisins? Tæpur þriðjungur út- gjalda samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu fer til tryggingamála. 14.8% út- gjaldanna fara til menntamála. Þessirtveir liðir eru lang stærstu út- gjaldahliðar fjárlaganna. En það er æði margt annað sem athygli vekur við lestur þeirrar gagnmerku bókar, „Frumvarp til fjárlaga fyrir ár- ið 1976.” Sjávarútvegurinn fær i sinn hlut 2,1%, iðnaður 1,3% og land- búnaður 4,6%. I þessu dæmi er yfirstjórn viðkomandi ráðu- neyta ekki tekin með. Hinar umdeildu niðurgreiðslur taka sinn skerf af útgjöldunum. 7,4% fara til greiðslna á þeim. I fyrra voru það 8,1%. Stór hluti fjárlaganna fer til samgöngumála. Tæp 7% fara til vegamála og 4,4% fara til „ann- arra samgöngumála” eins og það heitir i fjárlögunum. En til þess að standa straum af útgjöldunum þarf rikissjóður að afla alls kyns tekna. Mestar tekjur hefur sjóðurinn af óbeinum sköttum eða 81,9%. Þar af er söluskatturinn 54% teknanna, og innflutningsgjöld 22,6%. Af beinu sköttunum, sem eru 17,1% teknanna vegur tekju- skatturinn umdeildi þyngst á metunum, 11,7%. Og eitthvað kostar þessi skattheimta. 1% útgjalda i fjár- lögum er varið til toll- og skatt- heimtu. EKG VILJA LOKA REYKJA- NESBRAUT AÐ HLUTA Sveitarstjórnin i Njarðvlkur- hreppi hefur farið þess á leit við vegamálastjóra, að Reykjanes- braut verðilögð niður sem aðal- umferðaræð i gegnum Ytri Njarðvik, og að umferðinni veröi beint á Bolafót eða aðra fullnægjandi götu ofan byggöar- lagsins. Þar til þessi skipulags- breyting er komin á, vill sveitarstjórnin, að dregið verði úr aksturshraða ökutækja, áður en þau koma i mesta þéttbýlið. Einnig vill sveitarstjórnin að komið verði fyrir umferðarljós- um. Þessi ósk er borin fram vegna tiðra umferðarslysa, sem orðið hafa á þeim hluta Reykjanes- brautar, sem liggur um Njarð- vfkur. -AG. Félagsmenn i ibúasam- tökum Grjótaþorps hafa farið þess á ieit við kjörna fuiltrúa sina í borgarstjórn Reykja- vikur, að hverfinu verði iokað fyrir óviðkomandi umferð. Vilja þeir, að hverfinu verði fyrst lokað I einn mánuð til reynslu, og bjóða fram starfs- krafta sina, svo af þessu megi verða. Hvarf fyrir mánuði — fannst í gœr Ráðuneytisstjórarnir þaulsœtnir í nefndum i gær fann rannsóknarlög- reglan bil sem hafði verið týndur i u.þ.b. mánuð. Aðfararnótt 16. september sl. var bii stolið. Eigandi bilsins tii- kynnti þjófnaðinn til iög- reglunnar en láðist að láta rann- sóknarlögregluna vita. Það var fyrst í gær sem rannsóknarlög- reglan fékk vitneskju um málið og auglýsti eftir bilnum i fjölmiðlum. Fljótlega bárust svo upplýsingar um þennan bil til rannsóknarlögrcglunnar og kom þá I Ijós að hann hafði staðið drjúgan tíma upp við Miklubraut. EKG Það er vinsæll leikur hjá stjórnvöldum að skipa ráðu- neytisstjóra I nefndir. Enda eru þeir stjérar oft á tiðum mjög vel inni I öllum málefnum viðkom- andi ráðuneytis, oghandhægt að nota þá til að stýra nefndum sem fjalla um málefni ráðu- neytanna. En sjálfsagt má of mikið af öllu gera. Ráðuneytisstjóramir eiga annrikt við sin daglegu störf. Sumir þeirra sitja þó i fjölmörgum af nefndum rikisins. Samkvæmt lauslegri talningu sem Visir gerði I skýrslu um nefndir rikisins, á Birgir Thor- lacius, ráðuneytisstjóri i menntamálaráðuneytinu, nefndametið. Hann á sæti I a.m.k. tiu nefndum. Flestar eru á vegum ráðuneytis hans. Ami Snævarr lendir I öðru sæti. Hann situr i sjö nefndum. Baldur Möller og Páll Sig- urtsson sitja i sex nefndum. Höskuldur Jónsson er i fimm. Þórhallur Asgeirsson, Pétur Thorsteinsson, Hallgrimur Dal- berg, Brynjólfur Ignólfsson og Jón L. Arnalds eru hver fyrir sig I þremur nefndum. Þeir ráðuneytisstjórar sem „sleppa” eru Guðmundur Bene- dikts^on I forsætisráðuneytinu, og Sveinbjörn Dagvinnsson i landbúnaðarráðuneytinu. Að sjálfsögðu sitja fleiri en ráðuneytisstjórar i nefndum rlkisins. Samtals eru það 2292 Islendingar sem hafa með nefhdastörf á vegum ríkisins að gera. Ekki eru allar þessar nefndir launaðar. Mikið er um að opinberir starfsmenn og alþingismenn sitji i nefndum. —öH Ósköp venjulegt eftirlitsflug Voru 6 lofti í rúmo níu tíma við erfið skilyrði Flugliðar gæslunnar við komuna til Reykjavikur I gær- kvöldi. Innskotsmyndin er af Sigurjóni Hannessyni, skip- herra. Mynd Loftur Asgeirsson. Floti Landhelgis- gæslunnar var á miðunum i gær og flug- liðar hennar höfðu ekki minna að gera. TF- SÝR lagði upp klukkan átta i gærmorgun og var á ferðinni i rúma niu tima samtals, lenti einu sinni á Egils- stöðum til að taka elds- neyti. Þeir töldu 73 skip að veiðum. Þar af voru 50 breskir togarar og voru 47 þeirra innan fimmtlu milnanna. Þeir höfðu vel að merkja leyfi til þess ennþá, þegar SÝR flaug yfir. Sautján þjóðverjar voru að veiðum en varðskip héldu þeim utan fimmtiu mólnanna. Þá sáu þeir þrjá Belga og þrjá Færeyinga en þeir voru á stöðum sem þeir höfðu heimild til að fiska á. Skipherra á SÝR var Sigurjón Hannesson og Visir hitti hann að máli þegar vélin kom til Reykjavikur i gærkvöldi: — Við fórum út á hrygginn og svo austurum og alveg að Hom- bjargi en þá var farið að dimma svo mikið að það var þýðingarlaust að halda áfram. Það voru fremur erfið skilyrði, skyggnið var um og undir þrem mllum. Þaðerí rauninni ekkert óvenjulegt, og það er heldur ekkert óvenjulegt að við séum I svona löngu flugi. Þetta var eiginlega bara ósköp venjulegt eftirlitsflug. Flugstjóri á SÝR var Páll Halldórsson. —ól

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.