Tíminn - 28.10.1966, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 28. október 1966
TfMINN
Stefán Valgeirsson:
Kiaramál bænda
Sigurgrímur Jónsson í Holti,
skrifar grein í Tímann 14. þ.m.
þar sem hann leggur til, að a'ðal-
íundi Stéttarsambands bær.da,
er fram átti að halda i növem-
bermánuði n.k- verði enn freslað
um óákveðinn tíma. Sigurgrímur
telur sig bera fram í umræddri
grein, fullgild rök fyrir írestun-
inni, og skulum við athuga þau
nánar.
Eins og fram hefur komið, voru
mjög skiptar skoðanir á aö'alfund
inum, hvernig halda ætti á málum
bænda til að ná sem beztum
árangri. Við, sem stóðum að fund
arhöldunum í sumar, töldum áríð
andi að ekki yrði blandað saman
þeim málum, sem þá steðjuðu að
bændastéttinni og samningun-
um um verðlagninguna í haust.
Við óttuðumst að ef samið yrði
um lausn þeirra mála, sem hér-
aðsnefndirnar gerðu kröfu til, að
yrðu leiðréttar, yrðu samtímis og
„sextíumannanefndin“ sæti á rök-
stólurn, þá væri hætt við, að það
gerði samningsaðstöðu bænda erf-
iðari um samningsgrundvöll-
inn, þrátt fyrir skýlaus fyrirmæli
i lögum, um verksvið sexmanna-
nefndar. Verkefni hennar er skýrt
afmarkað. Verðlagningunni skal
þannig, háttað, að heildartekjur
þeirra, sem landbúnað stunda,
verði í sem nánasta namræmi við
tekjur annarra vinnandi stétta.
En nú spyr ég: Var ótti okkar
ástæðulaus? Vora þær leiðiri sem
stjórn Stéttarsambandsins vildi
fara, og fór, raunhæfari en ieið-
in, sem við mörkuðum?
Nú lá það í loftinu, að ríkisvald
ið ætlaði að koma til móts við
þær kröfur, sem héraðsnefnd-
irnar settu fram á fundum sínum,
og í viðtölum við ráðherra, þo að
ebki sé meira sagt, um það að
sinni.
En þar sem Stéttarsamband
ið er hinn lögábyrgi samningsað-
ili fyrir bændastéttina i landinu,
var aðalfundurinn hinn rétti vett-
vangur til að marka heildarstefr.u
í þessum raálum, og erigin von
um mikinn árangur, nema alger
samstaða næðist þar um kröfugerð
og starfsaðferðir, þá gerðum við
ráðstafanir, til að fundinum yrði
flýtt, svo að hægt yrði að nota
sumarið til að semja við tíkis-
stjórnina, og því yrði lokið, áður
en að verðlagningunni kæmi.
Ein eins og fram hefur komið,
þá snerist stjórn Stéttarsam-
bandsins þannig við þessum mál
um. þegar á aðalfundinn kom, að
hún lýsti því yfir, að allar þær
tillögur, sem flestir bændur í land
inu hefðu staðið að, að með-
töldum stéttarsambandsfulitru-
unum væru óraunhæfar.
Engin tillaga, undanskilin, ekki
einu sinni þær, sem hefði tekið
undir þær kröfur, sem Fram-
leiðsluráðið og stjórn Stéttar-
sambandsins höfðu áður boriö
fram við ríkisstjórnina. Og stjórn
Stéltarsambandsins gerði meira-
Hún hafnaði öllu samstarfi og 1
raun og veru afþakkaði allan
stuðning héraðsnefndanna, sem
kosnar hefðu Verið af bændunum
sjálfum í flestum héruðum lands-
ins til að vinna að því í samvinnu
við Stéttarsambandið, að hlutur
bænda í landinu yrði ekki fyrir
borð borinn- Ég hef þá trú, að
þessi yfirlýsta afsláttarstefna
stjórnar Stéttarsambandsins, hafi
síður en svo, styrkt hana í þeim
samningum, sem hún hefur nú ný
lokið, enda bera þeir þess merki.
Þegar málin stóðu, eins og ég hef
nú lýst, þá kom Sigurgrimur með
sína tillögu um fundarfrestun
fram í novembermánuð. Þessi til
laga var mjög heppilega eins og
á stóð, og við komum ekki auga
á aðra lausn betri, þar sem sam-
staða um ákveðnari stefnu var
ekki fyrir hendi. Hins vegar hef
ég þá skoðun, að ef samstaða hefði
fengizt á aðalfundinum, um • að,
afla heimildar um söLustöðvun,
þá hefði aldrei þurft til hennar
að koma, og hlutur okkar annar
nú.
Sigurgrímur segir orðrétt í
grein sinni: „Svo virðist sem
bændur sætti sig við það, sem orð
ið er, eða ekki hef ég orðið ann-
ars var.“ En nú er aðalfundur-
urinn hinn rétti vettvangur til að
ræða þessa samningsgerð, meta
það og vega, hvort af þeim megi
læra. Nú hefur í fyrsta skipti reynt
á þá löggjöf, sem stjórn Stéttar
sambandsins stóð að, að sett væri.
Reyndist hún eins vel í þessum
samningum, eins og stjórnin gerði
sér vonir um á aðalfundinum?
Hvernig fór með vinnuliðin
lí grundvellinum? Voru lögin
sniðgengin, eins og Sigurgrímur,
vill vera láta, eða með öðrum orð-
um, var verzlað með vinnuliðinn?
Og hafði stjórnin þá heimild til
þess? Eða var útkoman á vinnu-
liðnum rétt mynd af þvi, sem lög-
in reyndust okkur? Hafi svo ver
ið, er þá ekki full ástæða til þess,
að halda aðalfundinn án tafar, og
freista þess, að fá lögunum breytt
á því Alþingi, sem nú situr.
Það undarlegasta við þessa
samningsgerð, er sú leynd, sem
yfir henni hvílir. Það er engu lík-
ara en forystumönnum okkar
finnist, að öll þessi mál séu okk-
ur óviðkomandi og við eigum að
taka við því, sem að okkur er
rétt, þegjandi. Hvernig var með
þá samþykkt, sem Framleiðslu
ráð mun hafa gert i september
sl. um að heimila mjólkurstöðv-
unum að endurgreiða bændum 30
aura af innvigtunargjaldinu fyr
ir alla mánuðina fjóra, sem það
var tekið, og að lækka verðmiðl-
unargjaldið fyrir þrjá mánuðina,
sem eftir voru af árinu, úr 30
aurum niður í 10 aura. Ekkert hef
ur heyrzt um þetta í blöðum eða
útvarpi. Helzt lítur út fyrir, að
þessi samþykkt sé hálfgert feimn
ismál fyrir Framleiðsluráð. En
þessu hefur þó verið hvíslað út
um sveitirnar, og mismunandi
rétt með samþykktina farið. Á
bændafundinum í Húnaveri hafði
t-d. Bjarni á Uppsölum sagt, frá
endurgreiðslunni á innvigtunar-
gjaldinu, en lét vera, að skýra frá
síðari lið samþykktarinnar um
læbkunina á verðmiðlunargjald-
inu. Ekki fylgdi það sögunni, hvort
Bjarna hefði verið skammtaður
þarna það þröngur ræðutími, að
hann hafi orðið að hætta ræðunni í
miðri setningu, eða hann hafi tal-
ið, að Húnvetningar og Skagfirð
ingar yrðu lítt hrifnir af lækk-
uninni á verðmiðlunargjaldinu og
hugsað bara sem svo, að oft má
satt kyrrt liggja, ef það kemur
manni vel. Nokkrir af Stéttar-
I sambandsfulltrúunum hafa haft
fsamband við mig nú síðustu daga,
og engum þeirra hefur verið send-
ur verðlagsgrundvöllurinn, eða
greinargerð um forsendur fyrir
þessum samningum.
En nú segir Sigurgrímur í Holti
| að tíminn hafi leitt það í ljós,
að þörfin fyrir innvigtunargjald-
ið verði lítil sem engin. Við hvað
á Sigurgrímur?
Hefur verið samið við ríkis-
stjórnina að hún tryggi bændum
grundvallarverðið, eins og lögin,
um Framleiðsluráð og fleira mæla
fyrir um, og furidirnir í sumar
gerðu kröfu til? Eða á hann að-
eins við það, að mjólkurframleiðsl
an hefur minnkað í bili, og þá er
fullyrðing hans vægast sagt hæp-
in, enda virðist manni að Fram-
leiðsluráðið muni vera á annarri
skoðun en Sigurgrímur, þar sem
öllum sláturleyfishöfum er fyrir-
skipað að tafca tvær krónur af
hverju kg. dilka og geldfjárkjöti,
en eina krónu af ær og hrúta
kjöti í innvigtunargjald, og ekki
vil ég ætla það að slíkt sé gert
að ástæðulausu, en engin skýr-
ing hefur verið gefin út á þessu
„Ó, þetta er indælt stríð" í tuttugasta sinn á laugardagskvöld I
Þjóðleikhúsinu. Þessi frægi sönglelkur er fyrsta leikstjórnarverkið
eftir Kevin Palmer í Þjóðleikhúsinu, vakti þegar aðdáun allra leik-
dómenda og almennings. Hér er mynd af einu atriði leiksins.
gjaldi, frekar en öðru. Enda get
ég ekki betur séð eins og nú horf
ir, að mikil hætta sé á að endur-
greiðslan á innvigtunargjaldinu,
| geti orðið í reyndinni víxill út á
framtíðina, hafi okkur ekki verið
tryggt grundvallarverðið, og lög-
in látin, á þann hátt, ná tilgangi
jsínum. Nú hefur hvorttveggja
skeð, verðlagið stórhækkað hér
innanlands en útflutningsvör-
jurnar lækkað. í fyrsta sinn lítur
jút fyrir, að útflutningssjóður,
þurfi að verðbæta ull og gærur,
þrátt fyrir hið lága grundvallar-
verð þeirra. Kjöt t.d. á enskum
markaði ..efur lækkað síðustu mán
uðina um 20%, og fleira mætti
telja. Hins vegar verður sauðfjár-
slátrun nú miklu meiri en á und-
anförnum árum, og því meira flutt
út af sauðfjárafurðum. Enn selj-
um við smjörið með lága verð-
inu, og ekkert nefur heyrzt um
það, að ríkissjóöur hafi tekið
þá verðlækkun á sig, þó að það
væri eðlilegast.
Ef smjörverðið verður látið
standa óbreytt til áramóta, og
innvigtunarfjaldið látið standa
undir þeirri lækkun, get ég ekki
annað séð, en bróðurparturinn
af þessum 26 - til 27 milljónum,
sem innvigtunargjaldið á mjólk,
hefur gefið, þegar upp er staðið,
fari til .þess.
Og ekki hefur smjörfjallið
minnkað við það, að yfir það sjá-
ist, að m.k. ekki norðanlands. Tím
inn hefur því ekki leitt neitt það
í ljós, sem gefur tilefni til bjart
sýni í þessum efnum, því að mis-
lynt tíðarfar, sem veldur minnk-
andi framleiðslu í bili, getur ekki
aukið bjartsýni bænda, öðru nær,
og í því felst engin varanleg
lausn á sölutregðu landbúnaðar-
vara. Enda hef ég ekki hitt eða
heyrt um neinn bónda, sem tel-
ur, að vel hafi tekizt til með þessa
samningsgerð í haust. En hvað,
menn sætta sig við, eða geta gert,
er annað mál.
Aðalröksemdin fyrir fundarfrest
uninni hjá Sigurgrími er það, að
launasamningunum hefur verið
frestað um óákveðinn ttma. Og
um það segir hann orðrétt. „Þar
sem úr þeirri átf1 má búast við
ýmsu.“ Hvað ér^maðurinn að
fara? Við hverju býst hann?
Sigurgrímur í Holti er einn
af mestu áhrifamönnum sunn-
lenzkra bænda. Fylgist hann ekki
betur með okkar málum en það,
sem út úr þessum línum má lesa?
Veit hann ekki, í hvaða sjalf-
heldu mál okkar eru komin? Er
það skynsamlegt og réttmætt af
bændum, að koma fram með slíka
sleggjudóma og Sigurgrímur virð-
ist gera í umræddri grein um
launastéttirnar? Er slíkt 'vænlest
Framhald á bls. 12
Fréttabréf frá HJ í Kuala Lumpur:
Viðureignin í S.-Vsetnam í sumar
Fréttirnar um bardagana i
Suður-Vietnam í sumar eru
óljósar. Um gang styrjald-
arinnar verður þó eitt og ann-
að ráðið, af yfirlitsgrein frá
Saigon eftir Mark Frankland
í Straits Times 17. september
1966. Upp verða teknar, laus-
lega þýddar, nokkrar málS
greinar úr greininni.
„Styrjöldin í Vietnam er nú
komin á það stig, að komm-
únistar geta ekki lengur gert
sér von um að hrinda í fram-i
kvæmd neinum mikils háttar
hemaðarfyrirætlunum. í skjóli
ótiðarinnar, sem fylgt hefur
monsúnvindunum og orðið
hafa farartálmi bandarísk-
um vélknúnum her, hefur Viet
cong meira að segja ekki getað
unnið neina verulega sigra.
í Saigon er talið, að Viet-
cong hafi miðað að tvennu: að
ná yfirráðum yfir Miðhálend-
inu og nyrzta hluta lands-
ins, Quang Tri-héraði . ■ . Viet
cong hugðist færa sér í nyt
stjórnmálaástandið þar. Megn
ust óánægja í Suður-Vietnam,
er í Miðhéruðunum svonefndu,
sunnan markalínunnar milli
Norður- og Suður-Vietnam.
Hin forna höfuðborg Hue er
miðbik þessara fátæku, en
stoltu landshluta. Athyglis-
vert er, að þaðan hafa komið
ýmsir frægustu stjórnmála
mennirnir og byltingamenn-
irnir í sögu landsins sem
og rithöfundar og heimspek-
ingar. Ef Miðhéruðin, sem ógn
að er úr norðri, hefðu ein-
angrazt frá (stjórnarum-
dæmum) ríkisstjórnarinnar í
Saigon, hefðu þau reynzt Viet-
cong auðunnin. Bandarísku
landgöngusveitunum verður
það öðru fremur þakkað, að
hrundið var ásælm kommún-
ista í Quang Tri-héraði. Banda
ríkjamenn halda því einnig
fram, að herförin upp í Mið-
hálendin til að gera þar „usla“
hafi komið kommúnistum út
af laginu. Það vakti aðallega
fyrir kommúnistum þar að ná
tangarhaldi á rísræktarherbúð-
unum tveimur, Binh Dinh og
Fu Jen, á ströndinni , austan
Miðhálendisins. Miðhálendin
geta ekki fætt heriið kommún
ista, sem hefst þar við. Úr
þeim vanda þejrra hefði rakn
að, ef þeir hefðu náð yfir-
ráðum yfir báðum þessurn
héruðum. í Binh Dinh héraði
var þeim að vísu vel ágengt-
Þaðan fá þeir rís, fisk og sait.
Þótt áform þeirra sem heild
hafi mistekizt.
Vietcong hefur að sjálf-
sögðu sett sér það endan-
legt takmark að nertaka Sai-
gon. Þax hafa þeir einungis
verið að undirbúa jarðverginn.
Efnahagslegt kverkatak komm
únista á Saigon er öflugra en
nokkru sinni. Birgðaflutningur
til höfuðborgarinnar, eru
vaxandi erfiðleikum háðir.
Sem stendur leggja Banda
ríkin borginni til þriðjung
rísneyzlu hennar. Herlið komm
únista umhverfis útjaðra Sai
gon hefur verið aukið upp í
fimm herflokka.
Víetcong bíður einnig átekta
í frjósömum óshólmum Me-
kongfljóts, rískistu landsins.
Engar mikils háttar orrustur
hafa verið háðar þar undan-
farna þrjá mánuði. En Viet-
cong safnar liði.
Svo virðist sem herforingjar
kommúnista hyggi ekki á að
taka upp nýjar baráttuaðferð-
ir, þótt fyrirætlanir þeirra hafi
farið út um þúfur undanfarna
þrjá mánuði."
Kuala Lumpur 15. okt 1966,
Haraldur Jóhannesson.