Tíminn - 05.11.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.11.1966, Blaðsíða 3
3 LACGAKDAGUR 5. nóvember 1966 TÍMINN Furðuleg þjónusta Borgnesingur (fyrrverandi Reyk víkingur skrifar: | „Eg má til með að 'koma á fram færi dálítilli sögu, sem í sjálfu sér kannski ekki merkileg, en þó : athugunar verð að mínu áliti.Þann | ig bar til fyrir skömmu, að ég ók frá Borgarnesi til Reykjavikur á Fordtoifreið, og er ég hafði ekið um Reykjavík dálítinn tíma, varð ég var við, að lega í framhjóli var farin að gefa sig og því nauðsyn- legt að fá skipt um legu áður en ég héldi aftur til Borgarness. Eg fór til beggja Ford-umboðanna, í trausti þess að þau gætu veitt mér aðstoð, en fékk þar þvert nei, —• Þeir hefðu engan tíma til að gera við bifreiðina, þótt bifreiðin væri af Ford-gerð og þótt í hlut ætti „sveitamaður", sem þurfti nauðsynlega að komast heim aftur á tilsettum tíma. ; Eftir þessa erindisleysu fór ég ! til kunningja míns, sem rekur bíla verkstæði og vegna kunningsskap- arins hafði hann ekki brjóst í sér að reka mig í burtu, en sagði, að ef ég vildi gera við þetta sjálfur þá mætti ég koma með bilinn inn‘ á verkstæði. Og það varð endir þesa máls, að ég gerði sjálfur við og sendi kunningja minum beztu þakkir fyrir greiðann. Nú má segja, að ég hafi sloppið vel, þar sem viðgerðin var ekki flóknari, því að þá hefði ég orðið að skilja bifreiðina eftir í trausti þess, að einhvern tíma yrði gert við hana. Eg sé ekki betur en hér sé ein mitt verkefni fyrir FÍB — að hafa einhverja þjónustu í Reykjavík fyrir sveitamenn, sem lenda í svip uðu basli og ég. Löngum hefur það verið svo úti á landi, að þeir Reykvíkingar, sem haaf verið með bilaða bíla, hafa rengið strax inni á verkstæðum, þar sem viðgerðar- mennimir hafa talið það skyldu sína að rétta þeim hjálparhönd. En í sumar gerðist það í Borgar- nesi, að Reykvíkingur kom með bilaðan „dýnamó“ og bað rafvirkja um aðstoð. Rafvirkinn sagðj við manninn eitthvað á þessa leið: „Nú skal ég veita þér sömu þjón- ustu og ég er vanur að fá í Reykja vík: Því miður, ég má ekki vera að þessu. Reyndu hjá einhverjum öðr um!“ Óheppilegur sjónvarps- tími Það voru margir, sem 'komu að máli við Landfara í gær, þegar þeir fréttu, að sjónvarpa ætti knattspyrnuleik frá heimsmeist- arakeppninni í Englandi s. 1. sum ar, og voru mjög óánægðir með tímann, sem valinn var til sýninga eða Mukkan 6.30, og það á föstu degi. Margir gátu því ekki kom ið því við að horfa á leikinn þó þeir hefðu mikinn áhuga á að sjá 'hann, vegna vinnu sinnar — og á það jafnt við um verzlunar fólk sem iðnaðarmenn og verka- menn, .en búðir eru opnar til sjö á föstudögum, og iðnaðar- og verkamenn vinna oftast til sjö þennan dag. Þessir aðilar hafa farið þess á leit við Landfara, að hann ræddi málið í dálkum sínum, þar sem jafnframt var tilkynnt, að fjórir aðrir leikir frá heimsmeist arakeppninni yrðu sýndir í sjón varpinu á næstunni, og sjónvarps menn taki þá þessar umkvartanir til greina og sýni leikina á þeim tíma, sem hentugri er almenningi .Einkum var bent á, að laugar- dagseftirmiðdagar væru heppileg ir — jafnvel sunnudagseftirmið- dagar. Ef ekki er hægt að koma því við að sýna á þessum dögum — er enn önnur ti'llaga, það er að sýna leikina í dagskrárlok. Það má ef til vill segja, að það hafi ek)ki komið1 svo mjög að sök í gær, þó sýningartími væri ó- hentugur, þar sem leikur Portú gal og Sovétríkjanna um þriðja sætið í keppninni, var að flestra áliti þrautleiðinlegur, jafnt fyrir áhorfendur sem leikmenn, og sjónvarpið því óheppið að velja þennan leik til sýningar. Povtú galar og Sovétmenn höfðu nokkr um dögum áður tapað gegn Eng- lendingum og Þjóðverjum í und anúrslitum í heimsmeistarakeppn inni — og svo virtist sem leik- menn beggja liða væru alveg á- hugalausir hvort þeir hlytu bronz eða ekki. Þegar heimsmeistaratit illinn blasti við nokkrum dögum áður, er keppnin um þriðju verð laun lítils virði. En því má að lokum bæta við, að sjónvarpið hefur fengið beztu leiki heimsmeistarakeppninnar til sýninga- Má þar nefna úrslitaleik inn mil'li Englands og Þýzkalands — undanúrslit milli Englands og Portúgal, sem var frábær leikur, og leik Ungverjalands og Brazdiu úr riðlakeppninni, sem einnig var talinn frábær leikur. Þá verður talsvert annað að setjast fyrir framan sjónvarpsskerminn — heldur en var í gærkvöldi. Landið breytir um svip Á háskólalóðinnl 1966. Þegar landnámsmenn komu hingað, fyrir nær 11 öldum, var gróður miklu samfelldari en nú og náði lengra inn til heiða og hálendisdala. Birki- skógur og kjarr klæddi mjög víða ása holt og neðanverðar hlíðar, veitti öðrum gróðri skjól og batt jarðveginn. Þeg ar Ingólfur Arnarson tók sér bólfestu í Reykjavík, stóðu birkilundir á Öskjuhlið og öðr um hæðum á Seltjarnarnesi, það hafa rannsóknir á frjókorn um í jörð sannað. Við búsetuna eyddist skógur mjög á ís- landi, en hvað kom í staðinn? IHIálfra'kt iskóglendi blotnaði meir þegar birkið hvarf og breyttist í mýrar. Þar sem jarð vegur var góður og ekki of þurr, breiddust grastegundir út, það mynduðust grasmóar og annað vallendi gott til beit ar. Lyngtegundir færðu líka mjög út r[ki sitt út um holt og ‘hlíðar og vetrarbeit sauðfjár byggðist bæði á grasi og lyngi. Þannig varð 'breytingin þar sem bezt fór. En á stórum svæðum varð jarðvegur þurr og laus, mjög blandaðir eldfjallaösku — og þar varð annað uppi á teningunum. Landið tók að blása upp þegar birkiskógur- inn og kjariið batt ekki jarð- veginn lengur. Moldin fauk af hæðunum niður í lægðirnar — og út á haf. Kólnandi veðurfar lagðist á eitt með beitinni og skógarhögg inu um skeið. Blásin holt, mel ar og eyðisandar stóðu eftir á stórum svæðum. Uppblástur er enn víða geigvænlegur og moldrok mikið þegar hvasst er. ísland er nú mesta berangurs- land allra Norðurlanda og „ber angursmenn" vilja helzt hafa það þannig unz öll mold er blásin burt? En ræktun og allri landgræðslu vex þó fisk ur um hrygg. Hafist er handa að stöðva uppblástur og klæða landið að nýju. Litlir eru þó ræktuðu blettirnir enn, saman borið við allt víðlendið. Það sést bezt ef horft er yfir land ið úr lofti. — Víðast ber rækt aða landið útlendan gróður- svip. Grösin á nýræktartúnun um, trén og blómin í görðun um — langmest er þetta út- lent en gerir sitt gagn og á því rétt á sér. Sumir eru lengi að átta sig á þessu, geta t. d. varla litið barrtré réttu auga. Það þurfti líka langan tíma að rækta kartöflur og kál til þess að menn lærðu loks að meta þessar ágætu matjurtir. Bæði dæmin sýna sömu aðlögunar itregðuna. Landið hefur oft breytt svip. Það var ærið eyði legt eftir ísöld, en á landnáms- öld var það orðið betur gróið en nú. Síðan byrjaði uppblást- ur og gróið land dróst saman, allt fram á okkar öld. Nú vex ræktun hröðum skrefum. Tekst okkar kynslóð að stöðva upp- blásturinn og eyðinguna? Ingólfur Davíðsson. GRÓÐUR OG GARÐAR MINNING Guörún Magnúsdóttir Hinn 3. sept. s. 1. andaðist á Hrafnistu Guðrún Bjarnrún Magnúsdóttir eftir nokkura ára dvöl þar. Sjaldan fara sögur af fólki eftir að það kemur á slíka staði og þá fyrnist fljótt yfir störf þess og stríð. En við, sem nutum samfylgdar hennar viljum helzt að : Hún var fædd á Hallkelsstaða- 'hlíð í Hnappadal 2. sept. 1888. Foreldrar hennar voru Magnús i bóndi þar og kona hans Sigríður Hallsdóttir. Var Magnús góðra ætta afkomandi síra Arngrími lærða .Sigriður var Húnvetningur af kunnum ættum komin Guðrún systkina til að veita foreldrum aðstoð, eins og venja var. Lærði hún ung að þjóna og skyldi vel að þjónustan er engu síður hlut- verk en önnur verkefni manna. Hún lærði saumaskap í Stykkis- hólmi hjá Gróu saumakonu þar, sem var alþekkt í héraðinu fyrir snilli í handverki sínu. Eftir að heimilið mátti missa störf Guðrúnar stundaði hún saumaskap víða. Þá var enginn .uppmælingataxti" þekktur og var handverk þá fremur stundað til að veita þeim þjónustu, sem á því þurfti að halda. en ti! að afla mik- ils fjár. Hún var að eðlisfari hjaio söm, prýðilega greind, glaðlynd og vandalausir. Stórmannlegast var þó þegar hún tók að sér heimili bróður síns sem missti konuna frá 7 börnum í ómegð og stóð fyrir því þangað til börnin voru öll úr ómegð og dætur hans gátu tekið við heimilisstörfum. Eftir það fluttist hún til Reykjavíkur og stundaði saumaskap þar. Árið 1944 giftist hún Mattíasi Eyjólfs- syni, sem þá var ekkjumaður og átti 6 börn- Lifðu þau 22 ár í far- sælu hjónabandi og reyndist hún þar sem fyrr hin færasta húsmóðir og bezti lífsförunautur. Síðustu árin bjuggu' þau hjón að Hrafnistu og áttu þar góða elli. Síðasta árið bilaði þó heilsa þeirra einhver megi vita að líf hennar heitin var elzt níu barna for- frábærlega trygglynd Enginn og mann sinn missti hún nokkrum var merkilegt þó að aldrei væri eldra sinna. Það kom þvi í veit tölu allra þeirra sem hún dögum áður en hún dó. hátt um hana haft ‘ hennar hlut að verða fyrst sinna hjálpaði en þess nutu skyldir og I Framhald á bls. 12 Á VÍÐAVANGI Orður. Skúli Guðmundsson flvtur 1 sameinuðu þingi tillögu um að athugað sé, hvort ekki sé ííma bært að leggja fálkaorðunu nið ur. TiIIögunni fylgir stutt grein argerð, sem birtist í gær í blöðunum, en fæstir munu þó hafa áttað sig á þ'i. að bezt fer að lesa liana svona: Hér er farið fram á það að fella niður orðuveitingar og spara útgiöldin, sem til Þess fara. Orðan barst frá okkar grönnum eins og fleira þarflaust tildur. Þeir eru vanir þessu, til að mynda Dariir. Og sagt er að Rússar sæmiýmsa svona skrauti. Það er hengt á vildarvini valdhafana í heiðursskyni. Þó að sumir þrái krossa þá munu fleiri mæla, að enginn fslendingur ætti að dýrka þannig glingur. «1 Það hefur enn einu sinni sann azt, að það er hægt að hafa yfir heilar bögur, o. s. frv. Allt í hendi- Frjáls þjóð skýrir frá því, að hin nýkjörna miðstjórn 41- þýðubandalagsins, sem í eru sjötíu og tveir menn,' liafi kom ið saman og kjörið sér fram- kvæmdastjórn. I henni cru 15 menn, og eru að minnsta kosti 8—9 þeirra alveg harðsnðuir kommúnistar og flokksbundnir í Sósíalistafiokknum. Komrnún istar hafa sem sagt allt í hendi á bænum þeim. Ekki á sama máli. Eins og sagt var frá hér i dálknum í gær, umhverfðist Þjóðviljinn alveg og hamaðist gegn þeirri ályktun þings ungra Framsóknarmanna að lcggja til að gerð yrði fjöSurra ára áætlun um brottför hins er- lcnda hers, en íslendingar tækju að sér gæzlu varnarmann virkja á friðartímum hér á landi. Frjáls þjóð tekur aðra og skynsamlegri afstöðu til málsins og tclur, að fagna beri ályktunninni. Blaðið segir m. a. „En er flokksþing Framsókn arflokksins gerir þessa sam- þykkt SUF að stefnu flokksins ber vissulega að fagna þvi, því að á ■ grundvelli hennar aætu menn þá vaenzt þess, að svn kynni afstaða þeirra, sem stutt hafa hersetuna að breytast iyr ir 1969 ,að menn gætu gert sér vonir um viðunandi lausn á hcrnámsmálunum." Tillagan, sem var felld Frjáls þjóð birtir ræðu. scm Haraldur Henrysson flutti á þingi Alþýðubandalagsins til stuðnings þeirri tillijgu all- margra manna, að Alþýðubanda lagið skuli vera flokkur en ekki „stiórnmálasamtök" Til lagan var sú, að 1. gr. Hokks laganna orðaðist sva: „Alþýðubandalagið er stjórn málaflokkur, sjálfstaiður og ó- háður öllum nema meðlimum sínum.“ Frjáls þjóð segir að bessari breytingartillögu hafi ve'ið vísað frá ásamt öðrum breyt ingartillögum „að undirlagi Ilannibals Valdimarssonar, en Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.