Tíminn - 05.11.1966, Side 5

Tíminn - 05.11.1966, Side 5
LAUGARDAGUR 5. nóvember 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Krist.ián Benediktsson Ritstjórar Pórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Heleason oe Indriói G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aup lýsingastj: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofuT fcddu | húsinu, súna/ 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti > \i i greiSslusími 12323 Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — t lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f Skýring Bjarna í umræðum, sem urðu á Alþingi síðastl. miðvikudag um lánamál iðnaðarins, var Bjarni Benediktsson knúinn til að færa rök fyrir þeirri fullyrðingu sinni, að íslenzkur iðnaður væri ekki samkeppnisfær við erlenda framleiðslu og því hlyti að leiða af viðhaldi hans, að þjóðin yrði að búa við hærra verðlag og meiri verðbólgu en ella. Helztu rök Bjarna fyrir þessari fullyrðingu hans voru, að iðnað- ur hér hefði ekki nógu stóran markað. í Þessu svari Bjarna er að finna meginskýringu á af- stöðu hans og raunar stjórnarflokkanna beggja til ís- lenzka iðnaðarins og raunar landbúnaðarins líka Bjarni Benediktsson telur stóran markað frumskilyrði þess, að iðnaður fái borið sig. Önnur atriði. eins og þekking, verkkunnátta, fjármagn og vaxtakjör eru alger auka- atriði. Þess vegna hirðir ríkisstjórnin jafn lítið um það og raun ber vitni, að lánamál iðnaðarins séu í lagi- Það er rétt, að eins og aðstaða íslenzks iðnaðar er í dag, er hann illa samkeppnishæfur. En það gildir engu síður um landbúnaðinn og mestan hluta siávarútvegs- ins. Ástæðan til þess eru þau efnahagskjör. sem stjórn- arstefnan hefur búið þessum atvinnugreinum Hin taum- lausa verðbólga hefur gert gengisskráninguna óhag- stæða, og til viðbótar hafa svo komið lánsfjárhöftin og hinar miklu vaxtabyrðar. Það er þetta fvrst og fremst. er gerir íslenzka atvinnuvegi ósamkeppnishæfa í dag. Væri hér hins vegar um eðlileg rekstrarskilvrð’ að ræða, myndi þetta taka gerbreytingu. tslenzkur iðn- aður myndi þá sýna, að hann er vel samkeppnisfær á fjölmörgum sviðum. Sú fullyrðing forsætisráðherrans. að erfiðleikar hans stafi að mestu eða öHu af því. að hann hafi ekki stóran markað, er alveg út í hött. En meðan forsætisráðherrann og félagar hans eru haldnir þessari firru, er ekki von á góðu. Á meðan er skiljanlegt, að þeir séu hirðulausir um. þótt þrengt sé að iðnaðinum með lánsfjárhöftum og vaxtaokri Þeir hafa ekki trú á samkeppnishæfni hans. bótt bessi eða önnur rekstrarskilyrði hans verði bætt.. Hann verði undir ÖH- um kringumstæðum baggi á þióðinni, alveg eins og land- búnaðurinn- Viðhald hans þýði bað að bióðin er dæmd til að búa við lakari kjör en ella. Þetta er boðskapurinn, sem forsætisráðherra færir nú þjóðinni. En þessi boðskapur er rangur Það er rangt að dæma íslenzka atvinnuvegi ósamkeppnishæfa vegna ó- hagstæðra rekstrarskilvrða, sem röng stjórnarstefna og stjórnarathafnir hafa skapað beim. Tslenzkir atvinnu- vegir hafa oft og á mörgum sviðum sannað samkeppnis hæfni sína, þegar þeir hafa notið eðlilegra rekstrarskil- yrða. Lausn vandamálanna er að vinna að bví að bæta þau- Það er hin jákvæða stefna Framsóknarflokksins Forsætisráðherra og ríkisstiórn leggia hins vegar hendur í skaut í þeirri trú, að raunar sp ekkert hægt a« ppra því að erfiðleikarnm stafi af því, að ísland sé ekki aðili að stórum markaði Eljusemi Bjarni Kenediktsson beitir því orðið oft í ræðum sín- um að líkja andstæðingunum við páfagauka Þetta er ó- heppileg samlíking fyrir hann sjálfan. Svo ákaft endur- tekur hann nú vantrú sína á land og þjóð, að það minnir ekki orðið á neitt fremur en elju páfagauksins. __ TÍIVSINN síöar var feiid með frávísun Svar við grein Hannibals Valdimarssonar, Tíminn hefur talið rétt að verða við þeim tilmælum Hanni bals Valdimarssonar að birta eftirfarandi grein nans, þótt hú*i sé ekki nein leiðrét'ing á þvi sem Tíminn hefur sagt frá iands fundi Alþýðubandalagsins að und anteknu því. að misskrifazt hef ur nafnið á einum sona ’nans Allt annað. sem Tíminn hefur sagt um landsfundinn stendur ó- haggað. og hefur raunar fengið óbeina staðfestingu með srein Hannibals. r fyrstu frásögn Tímans af landsfundinum var svo að orði komizt. að það hefði ..gleymzt'' að stofna stjórnmálaflokk ? landsfundinum Það. sem menn spurðu um að landsfundinum lokum. var fyrst og fremst bað hvort þar hefði verið stofnað'ir stiórnmálaflokkur Menn spurðv þannig vegna þess. að Hanniba Valdimarsson. Björn Jónsson • fl. hafa undanfarin ár lagt á það meginkapp að breyta Alþýðu- bandalaginu i óháðan stjórnmáia flokk, en kommúnistar einbeitt sér gegn því Hannibal mótmæl ir þvi ekki í ..leiðréttingu” sinni að ..flokksstofnunin” hafi gleymzt. enda gerði hún bað sannarlega Þegar nánari frétti* bárust a; landsfundinum kom í Ijós að f]okksstofnunin hafði ekki að eins verið „gleymd” þeim Birni og Hannibal. 'heldut höfðu þeb hjálpað til við að lella tillögu um hana. Fjórir Þjóðvarnarmenn höfðu borið fram tillögu um flokksstofnun. en henni hafði verið vísað frá. en frávísun er raunar ekkert annað en vesal mannleg aðferð til að fella vin sælt mál. enda hefur núv ríkis stjórn oft gripið til hennar á A] þingi. Þeir sem báru frávísunar tillöguna fram. voru engir aðrir en þeir Hannibal Valdimarsson og Björn lónsson enda þótt beir hafi áður beitt sér manna mest fyrir því. að Alþýðubandalagtð vrði flokkur' Hannibal ber síður en svo a móti því. að tiljögu um flokks stofnun hafi verið vísað frá á landsfundinum. eða m.ö.o., að hún hafi verið felld Hér á hann líka erfit.t um vik því að þessi frásögn Tímans hefttr verið stað fest í Frjálsri þjóð. en rjtstjóri hennar var einn fulltrúanna # landsfundimtm Ástæðan til þess að ekkert '*arð úr flokksstofnun á lands- fundinum var sú. að kommúnist ar voru á móti henni því að þeir vildu viðhalda Alþvðubandalag inu i sama formi og áður þ.e að það yrði áfram samtök sem með limir Sósíalistaflokksins gætu starfað í án þess að leggja hanr niður. og þannig ráðið bar löt "m og lofum Hannihal hnekkir ekki heldut neitt öðrum atriðum sem komið hafa fram í frásögn Tímans af landsfundinum. að undanskildu því. að það er rétt. að Arnór son ur hans var ekki á fundinum héldur var bað .Tón sonur hans sem frásögn Tímans átti við Leiðréttist þetta hér með Hannibal ber ekki neitt á móti því, að landsfundurinn hefur mjög styrkt aðstöðu Sósíalista flokksins innan Alþýðubadalags ins eins og sést vel á þvi. að af 25 miðstiórnarmönnum þess sem búsettir eru i Reykjavík. eru 18 flokksbundnir i Sósíalistaflokkn um Flokksmenn Sósíalistaflokks ins eru samt hmtfellslega fleiri í hópi þeim miðstjórnarmanna sem eru búsettir utan Reykja- víkur Áður var stjórn Alþýðu bandalagsins þannig skipuð. að Sósialistaflokkurinn átti 4 full trúa í henni af 9. Hér hefur því aðstað? kommúnista stórum batnað Tíminn hefur talið rétt að birta hinn ítarlega útdrátt Hanni bals úr skipulagslögum Alþýðu- bandalagsins. vegna þess, að Hannibal sleppir að minnast nokk uð á veigamesta atriðið og sést á því hvað það er, sem hann vjll fela.Hér er átt við 5. gr. skipulags laganna er hljóðar á þessa leið: „Hver sá íslenzkur ríkisborg- ari. sem samþykkir lög og aðhyll ist markmið Alþýðubandalags- ins. getur gerzt meðlimur þess, enda þótt hann sé jafnframt með limur annarra stjórnmálasam- taka. sem stvðia Alþýðubandalag ið‘‘. Þessu höfuðatriði f lögum Al- þýðubandalagsins sleppir Hanni- bal alveg. Það er skiljanlegt, þótt ekki sé .það karlmannlegt. þvi að það er þetta ákvæði. sem opnar kommúnistum leið til að ráða einu og öllu i Alþýðubanda- laginu. enda hafa þeir begar not fært sér það. Brosleg er sú bjartsýni Hanni- bals. að það muni verða til að auka veg Alþýðubandalagsins, að miklu er það ljósara eftir lands fundinn en áður að Alþýðubanda lagið heldur áfram að vera hið sama og það hefur verið, þ.e. gæra eða grima Sósíalistaflokks- ins Hefst svo grein Hannibals: Hannibal Valdimarsson: Hafa skal það, sem sannara reynist fig sé, að Tíminn lætur sér næsta brátt um að koma þvi á framfæri við lesendur sína, hvað gerzt hafi á nýafstöðnum lands- fundi Alþýðubandalagsins. og hvað Alþýðubandalagið sé í raun og veru að þeim fundi loknurn Þetta væri lofsvert, ef ástund. að væri að flytja sannar fregnir af fundinum. En það forðast blað ið í flestum tilfellum. Fyrsta frásögn blaðsins var, að flokksstofnun hefði gleymzt. Mæst segir blaðið að það hafi „ekki gleymzt" heldur var tillögn um stofnun flokksins hreinlegr vísað frá“ Og enn birtir Tím inn fjórðu útgáfu sannleikans um þetta atriði i stórletraði fyrir sögn og segir: „Flokksstofnunin var felid“. Það hryggir mig að blað sam- vinnumanna. Tíminn. skuli láta sér sæma að umganvast sannleik ann og siðareghr ic'--T»itra blaða manna á slíkan h - Á sama hátt fn Tíminn sannleikann. er hann segir „Ekk ert tillit var tekið til álits stefnu skrámefndar á fundinum“ Fyrir þessu er enginn fótur Og er þvi öll útlegging blaðsins af þessari staðhæfingu í fullu ósamræmi við sannleikann. Enn segir Tíminn að Arnói Hannibalsson hafi borið fram n arlegar tillögur um menningar mál og um það er teygður lop- inn í spennandi reyfara stíl En gallinn er bara sá, að Arn- ór Hannibalsson var alls ekki á fundinum og bar því enga tillögu fram. Allt, sem Tíminn segir um þetta er þvi tilbúningur einn. Þannig mætti margar fleiri mis sagnir nefna. En hér skal staðar numið. Á hitt skal nú reynt. hvor' Tíminn vill birta sanna frásögn um skipulag og hlutverk Alþýðu bandalagsins, eins og það var á kveðið á margnefndum lands- fundi Hlutverkið: Almenn stjórn- málastarfsemi. t nýsamþykktum lögum Alþýðu bandalagsins segir, að hlutverk sitt hyggist Alþýðubanrialasið rækja með almennri stjórnmála starfsemi, cinkum á sviði löggjai ar og landstjórnar. svo og á vett vangi sveitarstjórnarmala. Alþýðubandalagsfélögin og sveitarst j ómarmálin. Þessu næst var skipulag Al- þýðubandalagsins í lögum þess aðalatriðum ákveðið á eftirfar andi hátt: Heimilt er að stofna Alþýðu- bandalagsfélög með 12 félags- mönnum minnst. Þó mega ekki vera fleiri en eitt félag í hverju sveitarfélagi. (Alþýðubandalags félögin eru nú orðin um 40). Alþýðubandalagsfélögin standa hvert um sig að framboðum Al- þýðubandalagsins i bæjar- og sveitarstjórnarkosningum í við- komandi sveitarfélagi, og eiga um þau fullnaðarúrskurð. Ef Alþýðubandalagsfélag nær yfir fleiri en eitt sveitarfélag.skal gæta þess, að þeir einir meðlimir Alþýðubandalagsins hafi fullnað- arúrskurð um framboðið, sem búsettir eru í vjðkomandi sveit arfélagi. Kjördæmisráðin. Alþýðubandalagsfélög innan sama kjördæmis mynda kjör- dæmisráð. Kjósa þau til þess fulltrúa miðað við meðlimatölu hvers félags þannig, að þau eigJ þar sem jafnasta sðild. Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins í hverju kjördæmi ákveð ur menr á framboðslista Alþýðu bandalagsins til Alþingis. Kjör- dæmisráðin skulu hafa samráð Framhald á his 12

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.