Tíminn - 05.11.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.11.1966, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 5. nóvember 1966 TÍMINN ( > |K 7 MINNING ÞoHeifur HMórssoa fyrram bóndi í Árhrauni Þorleifur Halldórsson fyrrum bóndi í Árfhrauni andaðist á Sel- fossspítala 27. 9. s. I. eftir stutta legu. Hann hefði verið búsettur á Selfossi í síðastl. 20 ár eftir að Ihann hætti búskap í Árhr.auni á Skeiðum. Á Selfossi átti hann góða elli. Hann naut góðrar (heilsu allt til hins síðasta- Þorleifur fæddist á Efri Brúna- völlum á Skeiðum 9. agust 1883. Foreldrar hans voru Halldór bóndi á Brúnavöllum og kona lians Sólveig Þorleifsdóttir. Halldór afi Þorleifs var á Birnustöðum og dó þar 22 ára 1851. Hann var Halldórsson í Auðslholti í Biskups- tungum, Gíslasonar bónda á Álfs- stöðum 1816, Helgasonar. Kona Halldórs G-íslasonar og langamma Þorleifs var Guðrún Hafliðadóttir fra Birnustöðum Þorkelssonar, er þar bjó lengi. Sólveig móðir Þorleifs var dóttir Þorleifs bónda á Efri Brúnavöllum Jónsson ar frá Eyvík í Gnímsnesi og konu Ihans Guðrúnar Ereysteinsdóttur bónda í Brúnavallakoti, Magnúsar bonda í Ásum í Gnúpverjahrepp Freysteinssonar bónda á Sandlæk, Rögnvaldssonar bónda í Auðs- holti. Freysteinungar eru mjög fjölmennir á Suðuriandi og hafa verið margir hverjir góðir bú- menn. Þorleifur ólst upp í föðurgarði fram yfir tvítugsaldur. Var hann nokkur ár vinnumaður á ýmsum bæjum á Skeiðum. Árið 1909 hóf hann búskap i Árhrauni á Skeið- um og bjó þar allan sinn búskap eða þar til að hann flutti að Sel- fossi. Kona hans var Valgerður Gísladóttir hreppsstjóra á Stóra- Hrauni Gíslasonar bónda á Kala- stöðum og konu hans Halidóru Jónsdóttur Syðsta Kekki, Jónsson ar. Halldóra v-ar systir Páls hrepps stjóra á Syðra Seli, föður Jóns bankagjaldkera og þeirra bræðra. Þau Þorleifur og Valgerður eign- uðust 8 börn er til aldurs komust. Þau eru: Haraldur, Anna, Halldór og Halldóra öll í Reykjavík og á Selfossi eru Gísli, Sigurður og Sol veig. Þorvaldur var búsettur á Selfossi en er látinn. Ánhraun er syðzta jörðin á Skeiðum og liggur með Hvítá þar sem hún sveigir suður með Hest- fjalli. Bærinn stendur á litlum hól á árbakkanum. Beint á móti bænum í Ánhrauni eru Gíslastaðir vestan Hvítár. Árhraun var að mörgu leyti góð jörð en erfið. Þar voru mikl- ar og góðar slægjur en nokkuð langt á þær, en vetrarbeit er þar ekki mikil. Laxveiði var þar alitaf. Þorleifur hafði allan sinn búskap stórt bú og var talinn búmaður í betra lagi. Hann heyjaði alltaf vel og átti alltaf nóg fóður fyrir sínar skepnur enda hefur það ver ið undirstaða góðrar afkomu við búskap á íslandi frá upphafi vega að hafa nóg fóður fyrir búpening- inn. í Árhrauni var ferja á Hvítá og alltaf var þar nokkur umferð sérstaklega var það á fyrri búskap arárum Þorleifs áður en allir flutn ingar fóru að fara fram með bíl- um. Það hefur alltaf þótt mikið og vandasamt verk að vera ferju- maður við Hvítá, sérstaklega að vetrinum. Alltaf þurfti mikillar að gæzlu við þegar hestar voru sund- lagðir. Ferjumanns starfið leysti Þorieifur af hendi með miklum ágætum eins og öll þau störf, sem 'honum var til trúað. Hann þótti a'lla tíð með at- kvæðamestu bændum á Skeiðum, og var mikið tillit tekið til skoð- ana hans því maðurinn var bæði greindur og góðviljaður. Hann var hlédrægur maður og hógvær í framgöngu og skapstillingarmað- ur. Hann fylgdist vel með öllum almennum málum og myndaði sér um þau sjálfstæðar skoðanir- Þorleifur lét almenn mál í sveit Merkjasala Geðverndarfélagsins Um geðvemd. M'álefni öryrkja hafa ótvirætt mætt miklum skilningi þjóðarinn- ar, og tala þar bæði framkvæmdir og ýmis aðstoð og veitt þjónusta sínu máli. Af einíhverjum óskiljanlegum á- stæðum hafa þó málefni geð- og taugasjúklinga átt minna gengi að fagna hérlendis en flestir aðrir þættir heilbrigðismála, a. m. k. í blutfalli við mikilvægi þeirra, og ber þá að hafa í huga, að.fullur þriðjungur íslenzkra öryrkja er það af völdum geð- og taugasjúk- dóma. Geðheilbrigði skiptir meginmáli fyrir alla, unga sem gamla, enda virðist til lítils að sækjast eftir líkamlegri og félagslegri vellíðan, ef menn gætu ekki notfært sér hana vegna andlegra ágalla. f Ijósi nýrrar þekkingar er nú staðfest, að skapeinkenni einstakl ingsins, ýmis geðræn áhrif og meginorsök ýmissa þeirra starf- rænu sjúkdóma, sem nú hvað mest hrjá þrdhð þjóðfélag. Sívaxandi hraði og hin svo- nefnda streita, ýmiss konar jafn- vægisleysi og auknar kröfur þjóð- félagsins, óljós ótti eða kvíði, jafnvel samvizkusemin og ábyrgð- artilfinníngin — margt af þessu stefnir að þvi að gera menn sjúka, tíf ekki á i-éttan hátt verður rönd við reist. Þroskað þjóðfélag á að þekkja sinn vitiunartima. Snúum því bök um saman, og vínnum geðvernd- inni skilning og jákvæð ítök í hug hvers og eins. Geðverndin snertir okkur öll, cinstaklingin, fjölskylduna, þjóð- arheildina, og ávallt er betra að byrgja brunninn, áður en barnið er dottið ofan í hann. Það er því þegar í uppeldi og á æskuskeiði, sem stefna ber að geðvernd. Almenn heilsuvernd skipar nú enn æðri sess meðal þjóða en áður. En verum líka undir það búin, að lífið mæðir óhjákvæmi- lega einhvern tímann á okkur öll- um, og taugaveiklun í einhverri mynd er meðal algengustu kvilla nútímans og oft hinna afdrifarík- ustu. Böm á ýmsum aldri njóta nú aðstoðar vegna geðverndar, en við viljum líka hyggja að æsku þessa lands, og umfram allt vekja skiln ing hennar á því málefni, sem barizt er fyrir. Við vitum, að greint er á milli vægari, starfrænna truflana tauga- kerfisins og meiri háttar truflana, sem bá eru nefndar geðveiki. Á þessu er stigamunur, — bilið oft breitt, stundum mjórra. Framfarir á sviði geðlækninga hafa verið örar hin síðustu ár. Þó er talið, að enn vanti pm 350 sjúkrarúm hérlendis til áð full- nægja brýnustu þörf. Eru þá ó- taldir þeir fjölmörgu, sem sjúkra hússvistar þyrftu við vegna ýmissa taugatruflana. er eigi verða nán- ar skilgreindar hér. Geðvernd er okkur öllum trygg- ing og nauðsyn. Þörfin er brýn, hvar setn er. Nokkuð á fjórða hundrað geðverndarfélög eru nú starfandi innan alþjóðasamtaka geðverndarfélaga, og er Geðvernd arfélag íslands þar á meðal. Aukin geðheiLbrigði og geð- vernd er meginmarkmið geðvernd arfélagsins. Því takmarki hyggst félagið ná með því að vekja alla landsmenn til aukins skilnings á geðverndarmálum, fræða og sam- eina alla þá, sem málefninu vilja vel, í sókn að settu marki. Til þess átaks vantar miklu fleiri já- kvætt hugsandi menn, sem tala vilja máli þess þögula hóps, sem eðli málsins samkvæmt getur það ekki. Þeim ber okkur hinum að sýna þá mannúð, sem við nú á dögum teljum sjálfsagða. Vöntun er á hressingar- og end urhæfingarheimilum, en á bata- vegi þessa fólks er sú hætta oft mest, að allt það, sem áunnizt hefur, hafi verið unnið fyrir gýg. Fordómar hafa nú vikið fyrir þekkingunni, og á geðrænar trufl anir ber að líta sem hvern annan þeirra sjúkdóma, sem alla geta hent. Leggið því geðverndarmálunum lið. Mæddri sál viljum við geta hjálpað til viðunandi lifs, henni og okkur sjálfum til heilla, og geta stuðlað að því, að sem flestir sjúk ir endurhæfist til starfa sem virk- ir þjóðfélagsþegnar. Stjórn Geðverndarfélags fslands skipa nú: Kjartan J. Jóhannsson, héraðs- læknir Kópav., formaður, Benedikt Tómasson, skólayfirlæknir, vara- formaður, Tómas Helgason pró- fessor, ritari, Áslaug Sívertsen, frú, gjaldkeri, Grímur Magnússon læknir frú Jóhanna Baldvinsdótt- ir og Jón H. Bergs, forstjóri, með- stjórnendur. Framkvæmdastjóri félagsins er Ásgeir Bjarnason. Frá Geðverndarfélagi fslands. inni alltaf mikið til sín taka. Um skeið var hann í hreppsnefnd, og endurskoðandi hreppsreikninga var hann lengi og endurskoðandi Sparisjóðs Skeiðahrepps var hann meðan að hann starfaði. Formað- ur sóknamefndar Ólafsvallakirkju var hann lengi og einnig safn- aðarfulltrúi. Fyrr á tíð mátti segja að Ár- hraun væri í þjóðbraut en með breyttum samgöngum þá breyttist það mjög. Þegar að börn Þorleifs voru öll uppkomin þá tók hann þá ákvörðun að flytja í kaupstað því ekki voru líkur til þess að þau mundu festa rætur í Árrhrauni enda eignaðist hann aldrei jörð- ina. Vorið 1946 hætti hann svo búskap og flutti að Selfossi þar sem hann byggði hús í félagi við Gísla son sinn. Valgerður kona hans andaðist sumarið 1946 skömmu eftir að hún var komin að Selfossi, hafði hún kennt van- heilsu nokkur undanfarin ár. Þor- leifur hélt til æviloka heimili með börnum sínum Sigurði og Sol- veigu. Hjá þeim ólst upp dóttur sonur hans, Ólafur. Ingibjörg móðir mín og Val- gerður voru æskuvinkonur og var alla tíð mjög kært með þeim með- an báðar lifðu. Var mikill kunn- ingsskapur á milli heimila þeirra. Er ég var unglingur kom ég oft að Árhrauni enda var ég á sama aldri og synir hans og varð með okkur góður kunningsskapur. Á seinni búskaparárum Þorieifs í Árhrauni var að alast upp stór systkinahöpur á GíslastÖðum, sem stendur á vestri bakka árinnar, svo það var aðeins áin á milli. Var mikill samgangur á milli heim ilanna enda systkinin á báðum bæjunum á sama aldri. Nú ersi báðar þessar iarðir í eyði. TT.ck lagði Þorleifur stein í götu þttss að unglingarnir héldu uppi glöð- um félagsskap slíkt kunni hann vel að meta þó hann hefði það ei mjög við orð. Vorið 1939 hafði Umf. Skeiðamanna uppi ráðagerð ir um að byggja sundlaug í Braut- arholti en þau vandkvæði voru á því að félagið átti enga peninga til þess að leggja fram í slíka stór- framkvæmd og lánsfé þá ekki á lausu. Þá gerðist það að Þorieifur bauð að lána félaginu stóra fjár- hæð til laugarbyggingarinnar. Við þetta höfðinglega boð óx forráða- mönnum félagsins svo hugur að laugin var byggð um haustið. Fyr- ir þetta einstaka drengskapar bragð átti Þorieifur miklar þakk- ir skildar og þá sérstaklega frá unglingum sveitarinnar. Hann var alla tíð mjög hjálpsamur og hjálp- fús. Þegar Selfosskirkja var byggð þá gaf hann til hennar mikið fé og hann mun hafa styrkt hana með fjárframlögum á hverju ári. Á Selfossi var hann mikils met- inn eins og þegar hann bjó búi sínu á Skeiðum enda var fram- koma hans þannig að hann hlaut að vekja traust og virðingu. Blessuð veri minning hans. Jón Guðmundsson. Rafgeymarnir tiafa verið i notk un hér á landi i fjögur ár. — Reynslan tieíur sannað, að þeir eru jafn góðir beztu er- lendu rafgeymuirí. enda viður- kenndir af Volkswagenwerk A.G. til notkunar I nýjum V.W. bifreiðum innfluttum til íslands íjdtinaÉ Viðgerðaþjónusta í Reykjavík: simi 33155- TÆKNIVER, HELLU, RANG. Dugguvogi 21, EKGO r LJÓSAPERUR 32 volt E 27. Fyrirliggjandi f staerSum: 15 25 40 - 60 75 - 100 - 150 wött. Ennfremur venjulegar ljósaperur, Fluorskinspíp- ur og ræsar. Heildsöluirgðir: Raftækjaverzlun Islands h. f. Skólavörðustíg 3 — Sími 17975 76. VERZIUNARSIARF Viljum ráða mann, helzt vanan, til afgreiðslustarfa á landbúnaðar- vélum. STARFSMANNAHALD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.