Tíminn - 09.11.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.11.1966, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið 1 síma 12323. A myndinni hér að ofan sjást leikarinn Ronald Reagan, frambjóðandi til rikisstjórakosninganna í Kaliforníu (til vinstri) og fyrrverandi leik- g|*l nn nlrlnnnarloilrlai-NJnnmoXnr Gnnrnn Mnrnliv ■ Irncnlnnaharáltim ni NTB-Ncw York, þriðjudag. Kjörsókn var óvenjulega mik ii í bandarísku þing- og ríkis stjórakosningunum, sem fram fóru í dag. Samkvæmt síðustu fregnum seint í kvöld benti allt til þess, að um metkjörsókn yrði að ræða í þessum „milli- kosningum“, sem svo eru oft nefndar. Af kjörsókninni í New York-ríki og öðrum stórborg um réðu menn, að um 60 millj ónir manna myndu kjósa, en um 85 milljónir voru á kjör- skrá. Úrslit kosninganna, sem beð ið er með miklum spenningi, verða ekki kunn fyrr en í fyrra málið (miðvikudag) vegna tímamismunarins. Kosið er um alla þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, 435 að tölu, einn þriðja hluta þingmánna til öldungadeildar þingsins, eða 35 þingmenn, og 35 ríkisstjóra. Spenningurinn er ekki hvað (minnstur kringum ríkisstjóra kjörið og ber þar hæst kosning arnar í New York-ríki en þar heyja einvígi núverandi ríkis stjóri, Nelson Roukefeler og demókratinn Frank 0‘Connor. Eftir síðustu fregnum að herma í kvöld var kjörsóknin mest á austurströndinni, aðal lega frá New York og norður eftir. En einnig í suðurríkjun um og mið-vestur-rikjunum, að Illinois undanteknu, benti allt til metkjörsóknar. Þegar talað er um metkjör sókn er átt við þingkosningar einar, það er kosningar, þar sem ekki er að ræða um kjör forseta. Fyrírfram var búizt við, að kjörsókn yrði um 55 milljón ir manna. Eins og áður segir var hún mest í stórborgunum og telja menn það vita á gott fyrir demókrata og sigur þeirra í kosningunum. Fullvíst var talið, að kosningarnar röskuðu ekki meiríhluta demókrata í fulltrúadeildinni og öldunga- deildinni, en efcki var talið neitt óeðlilegt, þótt republíkanar ynnu nokkuð á, þar sem ekki er um forsetakjör að ræða. í kvöld höfðu ekki borizt fregnir af neinum árekstrum í sambandi við kosningarnar, en Ivíða hafði lögregla nokkurn viðbúnað við kjörstaði. Atkvæða greiðslu seinkaði nokkuð í New York-ríki fyrrihluta dags ins, vegna þess að 25 af taln ingavélunum, sem notaðar eru í kosningunum biluðu, og urðu af þeim sökum margháttuð vandræði. Ekki var vitað um neinar róstur í Alabama, þar sem mikil barátta hefur verið háð fyrir kosningarétti svartra manna. Lögreglumenn héldu vörð um byggingu dómsmálaráðu- neytisins, en allt fór fram eft ir settum reglum. og sama er að segja um kosningamar í Georgíu-ríki. Ekki var búizt við, að Viet nam deilan hefði mikil áhrif á kosningarnar heldur réðu innanlandsmálin þar mestu, ekki sízt deilumar um endur- skipulagningu á tryggingalög- gjöf og önnur atriði í sambandi við þjóðfélagsumbætur. Kosningunum lauk kl. 1 í nótt eftir íslenzkum tíma, í New York-ríki, en á Kyrrahafs Framhald á bls. 14 Nelson Rockefeiler ------B DR. ERHARD NEITAR AÐ FARA FRÁ! NTB-Bonn, þriðjudag. Dr. Ludwig Erhard, kansl ari Vestu r-Þýzkalands, neitaði í dag að verða við ósk meiri hluta þingmanna sambands þingsins í Bonn um að leita eftir traustsyfirlýsingu, með þeirri röksemd, að slík atkvæðagreiðsla hefði ekkert raunhæft gildi. Bar hann fyrir sig ákvæði stjórnarskrárinnar og sagðist vera vökumaður hennar og lýðræðis í landinu. Glumdu þá við mótmælahróp úr röð um stjórnarandstöðunnar í þéttsetnum þingsalnum. Jafnaðarmenn og frjálsir demókratar, sem vom í stjóm Framhald á bls. 15. 7 MILLJARÐA LISTAVERKA- TJÓN Á ÍTALÍU NTB-Róm, þriðjudag. Fremstu listaverkasérfræð ingar Ítalíu komu í dag til Flór enz til þess að aðstoða við björgun gamalla bóka og málverka undan flóðunum sem þegar hafa eyðilagt lista verk fyrír sem svarar rúmlega 7 milljörðum íslenzkra króna. Annað tjón, svo sem á brúm, vegum, byggingum, ræktuðu landi o.s.frv. er talið nema svip Framhald á bls. 15. KÝRNAR FELLDU INNANRÍKISRÁÐ- HERRA INDLANDS NTB-Nýju Dehli, þriðjudag. Innanríkisráðherra Ind lands, Gulzarilal Nanda neydd ist til að segja af sér í dag, vegna hinna blóðugu óeirða sem urðu í Nýju Delhi í dag í sambandi við mótmælaað gerðir hundruð þúsunda Hin dúa gegn leyfi stjórnar innar um að hinum heilögu kúm landsins mætti slátra- Haft er eftir áreiðanlegum heimild um, að varnamálaráðherrann, Y. B. Chavan, taki við stöðu Framihald á bls. 15. Áiyktun þings SUF um efnahagsmál Hin merka ályktun, sem nýafstaSið þing Sambands ungra Framsóknarmanna gerði um efnahagsmál, birt ist í dag á blaðsíðu 8- BARIZT UM8RIKI Á kortinu hér að ofan eru merkt með svörtu þau ríki, þar sem bar- áttan var hvað hörðust. í fréttinni hér á síðunni er sérstaklega vik- ið að þessu efni. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.