Tíminn - 09.11.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.11.1966, Blaðsíða 14
TIMINN MIÐVIKUDAGUR 9. nóvember 1966 .14 „LÁTTU LOGA, DRENGUR", eftir INGDLF FRÁ PRESTBAKKA FB-Reykjavík, þriðjudag. Skuggsjá sendir nú frá sér skáld sögu eftir Ingólf Jónsson, frá Prestsbakka óg nefnist hún Láttu loga, drengur. Skáldsagan greinir frá dögum fjármálamanns og mun mönnum vart dyljast, hver fyrir- mynd höfundar er að aðalpersón Jarðarmen, ný I ióða bók eftir Haffiða Jónsson SJ-Reykjavík, þriðjudag. Hafliði Jónsson, garðyrkju- stjóri Reykjavíkurborgar, hefur gefið út Ijóðabókina Jarðarmen í 250 ljósprentuðum eintökum Myndir og káputeikningu geröi höfundur, en bókin er prentuð í Letri. Verð bókarinnar er kr. 215. 00. Eins og flestum er kunnugt. er Hafliði bróðir Jóns úr Vör, Hafiiði sagði í stuttu viðtali við Timann, að hann hefði aldrei fyrr birc ijóð á prenti, en tvisvar lesið frum samdar smásögur í útvarpið. Hann skráði einnig ævisögu Knstínar Dalsteð, sem kom út fyrir ainum. 5 árurn. Flest Ijóðanna eru ort á allra síðustu árum, en önnur eru eldri að stofni til. Jarðarmen er 94 síð ur og hefur að geyma 29 ljóð og 10 teikningar. Útgefandi bókar- innar er Bókaskemman. unni í þessari sögu. Sagan segi frá ferð sögumanns um leiksvið lífsins, að því er segir á bókar- kápu. Ganga hans er hröð, hröð og miskunnarlaus, og hann ber grímu kulda og tilfinningaleysis allt sitt iíf. Þetta er örlagasaga manns, sem aldrei vildi sýnast betri en hann var og gleymdi sjálfum sér í geislafióði gullsins, eins mesta bölvalds mannanna. Gleði og sorg, ást og hatur féllu í hlut hans og hann hló stork- andi að sjálfum sér og samtíð sinni, sem vildi beygja hann og brjóta. En þrátt fyrir allt, þrátt fyrir beizkju, hörku og kulda, var hann innst inni gljúpur og viðkvæmur, og vinur vina sinna, einnig við eina óvinin, sem han óttaðist, óvininn, sem alltaf var á miðju leiksviðinu og beið færis. . . segir ennfremur á bókankápunni. Ingólfur Jónsson er fæddur árið 1918 að Kvennabrekku í Dalasýslu. Hann fluttist með foreldrum sín um að Prestsbakka í Stranda- sýslu, vorið 1928, og kennir sig síðan við þann stafí Próf frá Kenn araskólanum lauk hann árið 1940 og .hefur siðan stundað kennslu, verið verkamaður við höfnina í Reykjavík, afgreiðslumaður í forn bókaverzlun og á bifreiðastöð, póst afgreiðslumaður kaupfélagsstjcri og skrifstofumaður. Hann héfur fengizt nokkuð við ritstörf, gefiö út tvær ljóðabækur og þrjár barna bækur en þetta er fyrsta skáld- saga hans. ' Ástkær eiginmaSur minn, faSir okkar, fósturfaSlr og lengdafaSir, Ólafur Friðbjarnarson verSur jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. þ. m. kl. 10,30. Fyrir mína hönd, barna, fósturbarna og tengdabarna, Brynhildur Snædal Jósefsdóttir. EiginmaSur minn, Trygve Andreasen verSur jarSsettur frá Dómkirkjunni, föstudaginn 11. nóvember kl. 2 eftlr hádegi. Sigþrúður Guðjónsdóttir. Konan mín, Ragnhildur Hjartardóttir Wiese frá Efra-Núpi í Miðfirði, verSur jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 10. nóvember kl. 1,30 e. h. Evind Wiesel, og aðrir vandamenn. Hjartkær eiginkona mín, Auður Gréta Valdimarsdóttir Bræðratungu 9, Kópavogi. andaðist af slysförum þriðjudaginn 8. þ. m. Einar Hafsteinn Guðmundsson, og börn Guðjón Jósafatsson 'Freyjugötu 36, Sauðárkróki, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 12. nóvem- ber n. k. kl. 2 e. h. Svava Guðjónsdóttir, Erla Guðjónsdóttir. Þökkum hjartanlega auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður og tengdamóður, Vilborg Karelsdóttir Sigurður Jónsson frá Haukagili, Ásthildur Sigurðardóttir, Stefán Þengill Jónsson, Jón Sigurðsson, ína Dóra Sigurðardóttir. 1 flfórptting I grein Páls Þorsteinssonar, al- þingismanns, Samgöngur hér í blaðinu í gær brengluðust í prent un tvær málsgreinar svo, að þær urðu lítt skiljanlegar. Málsgrein arnar áttu að hljóða svo, og er feitletrað það, sem niður féll í prentuninni: „Skipakostur þess fyrirtækis (þ. e. Skipaútgerðar ríkisins) var endurnýjaður og aukinn að surnu leyti fyrir síðustu heimsstyrjöid og að öðru leyti skömmu eftir stríðslok“, o. s. frv. „Það hefur áhrif til lækkunar á flutningskostnaði og til jöfnun ar á vöruverði gagnvart þeim, er flutninganna njóta, en það er ekki sízt fólkið, er ber uppi þá fram- leiðslu, sem er undirstaða þjóðar búsins,“ o. s. frv. KOSNINGAR Framhald af bls. 1. ströndinni átti þeim ekki að ljúka fyrr en kl. 4 í nótt að íslenzkum tíma. Liggja því eng ar úrslitatölur fyrir fyrr en í fyrramálið. Eins og venja er var mikið bollalagt fyrirfram um úrslit kosninganna. Var sérstaklega talað um 8 ríki, þar sem bar áttan yrði hörð og verður hér lítillega minnst á nokkur atriði í því sambandi: Úrslita í ríkisstjórakosningum um í Nevv York-ríki ei beðið með mestum spenningi. Þar eigast við Nelson Rorkefeller, republikani og núverandi ríkis stjóri og Frank O’Connor, sem ekki hefur látið mikið á sér bera og er tiltölulega lítt kunn ur. Veðjað var á nauman sigur Rockefellers þrátt fyrir þann mikla kostnað og áróður, sem demókratar hafa lagt í kosning amar. f Kaliforníu bítast Ronald Reagan, fyrrverandi kvikmynda stjarna, og núverandi ríkis- stjóri, Brown. Sigri Reagan, telja margir það þýða framboð hans af hálfu republikana í næstu forsetakosningum. í Massachusetts hefur repu blikaninn Edward Brooke góða möguleika á að verða fyrsti þeldökki öldungadieiildanþing- maðurinn j 90 ár. Andstæðing ur hans er Endicott Peabody, fyrrverandi ríkisstjóri. f Illinois stendur baráttan milli Paul Douglas, sem er 75 ára gamall öldungadeildarþing maður og hins auðuga iðnfram leiðanda, Charles Percy, sem er republikani 47 ára að aldri. Segja fréttamenn, að hér geti aldurinn ráðið úrslitum, a.m.k. haft mikil áhrif. Ekki vilja menn neinu spá um, hver áhrif morðið á hinni 19 ára gömlu dóttur Perry, í miðri kosninga baráttunni, kunni að hafa á atkvæðagreiðslur kjósenda. Svo mikið er víst að vinni Percy kemst hann framarlega á lista Iforsetaframbjóðenda republik lana. í Ohio er hætt við að róður inn verði þungur fyrir hinn unga og myndarlega þingmann, IJohn Gilligan í baráttunni við |þá rótgrónu republikana, sem !að baki andstæðing hans, Ro- (bert Taft, standa- í Oregon er búizt við, að Irikisstjórinn Mark Hatfield, sem er republikani, þurfi að heyja harða baráttu við Robert Duncan, sem er einn af trú ustu fylgjendum Johnsons, for seta, en Hatfield hefur deilt hart á stefnu bandarísku stjórn arinnar í Vietnam-deilunni. f Maryland berjast demókrat inn George Mahoney og Spiro Agnew um ríkisstjóraembættið en í Michigan er búizt við mikl- um sigri ríkisstjórans George Romney, sem er republikani. 30 FULLTRÚAR SÁTU Á ÞINGI SAMBANDS BYGGINGAMANNA EJ-Reykjavík, mánudag. • Þing sambands byggingarmanna var haldið nú um helgina, og sóttu það um 30 kjörnir fulltrúar Meðal gesta á þinginu voru Hanni bal Valdimarsson, forseti ASÍ, og Eggert G. Þorsteinsson, félagsmálaráðherra, og fluttu þeir báðir ávörp. Þingið var sett á laugardaginn kl. 14, gerði það formaður sam- bandsins, Bolli Ólafsson, hus- gagnasmiður. Á þinginu var aðallega fjallað um kjaramál, iðnfræðslu og iðn réttindi, skipulagsmál, húsnæðis mál, býggingarstarfsemi og inn- flutning á tilbúnum byggingar- hlutum. Voru um öll þeesi mál gerðar ályktanir, og verður þeirra getið síðar. Þingfundur stóð til kvöldverðar á laugardag, og hófst að nýju fyr ir hádegi á sunnudag og lauk síð- ar þann dag með stjórnarkjöri. Fráfarandi formaður, Bolli Ó1 afsson, gaf ekki kost á sér til end urkjörs sem formaðpr og var Bene dikt Davíðsson, trésmiður kjör- inn formaður. Aðrir í framkv. stjórn voru kjörnir: Varaform.: Kristján Guðlaugsson, máiari, rit ari BoUi A. Ólafsson, vararitari Jón Snorri Þorleifsson, gjaldkeri Þorsteinn Þórðarson. Auk framkv.stjórnarmanna voru kosnir í sambandsstjórn: Ó.afur E. Guðmundsson, Magnús Steph- ensen, Sigurjón Pétursson, Leifur Jónsson, Sigurður Ingimundarson, og Snær Karlsson. Varamenn; Páll R. Magnússon, Símon Konráðsson, Ottó Malberg, Erlendur Guðmundssson, Hall- dór Ólafsson, Kristján B. Jónas- son. Endurskoðendur: Ásbjörn Páls son, og Haukur Sigurjónsson, en til vara: Kristján Guðmundsson, Gestur Kr. Árnason. Varamenn í framkvæmda- stjóm: Guðmundur Helgason, Lár us Bjarnfreðsson, Rúnar Ágústs- son, Eyjólfur Axelsson og Jóhann Elíasson. Á þinginu gekk eitt nýtt félag inn í sambandið, Byggingar- mannafélagið Árvakur á Húsa- vík, og eru nú aðildarfélögin sex talsins. PERCIVAL KEENE KOM- INN ÚT í 4. ÚTGÁFU GB-Reykjavík, fimmtudag. Percival Keene, sú fádæma vin sæla skáldsaga eftir Marryat kap tein, er nú komin út í fjórðu útgáfu á íslenzku, og útgefandinn er Bókfellsútgáfan. Faðir Marryats var brezkur þing maður, snemma á öldinni, sem leið. En drengurinn undi ekki hag sínum lengi í föðurhúsum, strauk heiman og gekk í sjóher- inn. Þá stóðu Napóleonsstyrjald- irnar enn yfir, og herskipið, sem Háskólafyrirlestur Valeríj Pavlovitsj Bérkov, dó- sent í Noðurlandamálum við Len- ingradháskóla, aðalhöfundur fs- lenzk-rússnesku orðabókarinnar, dvelst nú hér un stundarsakir. Hann mun flytja fyririestur í boði Háskóla íslands, miðvikudag 9. nóv. kl. 5.30 í I. kcnnslustofu Háskólans Efni fyrirlestrarins verður: Yfirlit um rannsóknir á Norðuriandamálum í Sovétríkjun- um Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum, sem verður fluttur á íslenzku. IÞRÓTTIR Framhald af bls. 13. það að vissu marki, en það nægði ekki, því Fram bjó yfir fleiri. Leiknum lauk 19:9 fyrir Frim. f fyrri hálfleik var vörnin ekki nógu góð hjá Fram og markvarzl an sömuleiðis ekki. Þorsteinn lék ekki með og hafði það sín áhrif. Sigurður Einarsson, Ingólfur, Gunnlaugur og Guðjón voru beztu menn liðsins. Mörkin: Sigurður E., Guðjón og Gunnlaugur 3 hver Ingólfur 2, Tómas, Sigurbergur, Gylfi og Pétur 1 hver. Víkings-bðið var yfirleitt jafnt nema hvað Jón Magnússon skar sig úr. Mörkin skoruðu: Jón 5, Rósmundur 3 og Ólafur 1. Leikinn dæmdi Magnús Péturs son og var langt frá því að vera samkvæmur sjálfum sér í ýmsum tilvikum. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það, að Alagn ús er mjög snjall handknattleiks- dómari, þegar hann nennir. Marryat ungi var á, var lengi á verði í Miðjarðarhafi, við strend ur Frakklands og Spánar, og lenti þar í orrustum. Að stríði loknu hélt Marryat áfram að sigla um heimsins höf, hækkaði í tign, varð sjóliðsforingi. Árið 1830 lét hann af störfum í sjóhernum til að helga sig ritstörfum, en árið áður kom út fyrsta bók hans. Sjóferðar- reynsla hans varð honum efnið í sögur hans, og sögur hans þóttu mjög lifandi og skemmtilegar. sen sjá má af því, að þær eru enn þann dag í dag endurprentaðar víða um lönd. Aðrar af sögum hans, er komið hafa úr á íslenzku, eru Jakob Ærlegur, Jafet í föðu leit, og Pétur Simple. Banaslys í Kópavogi GÞE—Reykjavík, þriðjudag. S. 1. laugardagskvöld varð hörmulegt banaslys í Kópavogi. í Kópavogi. Bifreið kom akandi vestur eftir Hlíðarvegi, og er hún var á móts við hús nr. 23 féll kona út, skall á götuna og hlaut mikið höfuðhögg. Var hún þegar í stað flutt á Slysavarðstofuna o g þaðan í Landakotsspítala, þar sem hún lézt ki. 7 í morgun. Lögreglan í Kópavogi getur ekki gefið frekari upplýsingar um þetta hörmulega slys að svo stöddu, en biður þá, sem kynnu að hafa orðið vitni að þessu hryggilega atviki að gefa sig fram. Nafn hinnar látnu konu mun ekki unnt að biria þar sem ekki hefur náðst í alla aðstand endur. BÆNDUR gefiíi búfé yðar EWOMIN F. vítamín og steinefrta- blöndu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.