Tíminn - 09.11.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.11.1966, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 9. nóvember 1966 2 XÍMiNN Kína kom illa sködduð T ■" ~ ........*.. . Segulbandsspóla frá Frá fundi bygginSamanna sem haldinn var um helgina. ( Sjá frétt á bls. 14.) FIMM NYJAR HELGAFELLSBÆKUR Komnar eru út 5 nýjar bækur frá Helgafellsútgáfunni. Ný Ijóða bók, Svefneyjar, eftir Baldur Ósk arsson. j bókinni eru 28 Ijóð cða myndir og er bókin alls 50 bls. í Helgafellsbroti. Dóttir höfundar, I ára, teiknaði kápumynd. Annað bindi Ijóðaþýðinga á dönsku, koma út samtímis hjá Helgafelli, sem er útgefandi ljóða þýðingamia, og Gyldendal í Kaup mannaböfn. í þessu bindi er nokk urt úrval ljóða eftir Hannes Pét- ursson, alls rúmlega sextíu kvæði, ír 3 Ijóðabókum skáldsins. Þýðand inn er Poul M. Pedersen. Fyrsta bindi í þessu safni voru Ijóðáþýðingar eftir Stein Steinarr. iókinni fylgir eftirmáli efiir þýð- andann. Þá er komið út myndarlegt saín af rímum, Rimnasafnið. í þessari bók sem er í flokki kiassískra útgáfuverka, Uelgafells, og hófst með útgáfu forlagsins á heildar- útgáfu Tómasar Guðmundssor.ar, síðar komu verk Steins Steinarrs, báðar í útgáfu Kristjáns Karlsson- ar, bókmenntafræðings. Á sl. ári kom svo út ljóðasafn Arnar Arn arsonar og nú „Rímnasafnið-‘. En útgáfan mun halda áfram á næstu árum. Það er Sveinbjörn Bein- teinsson, skáld, sem annast þessa útgáfu, velur rímurnar, ritgr for- mála, og aUítarlega grein um rím ur aimennt. Hann hefur líka kynnt í stuttu máli alla höfund- ana, samtals 70 sem verk eiga í safninu. Elzta ríman í bókinnl er frá 1360, likíéga ’elzta rímart, sem til er. Um val rimnanna segir Sveimbjörn Beinteinsson í formála sínum „Um valið sjálft er fátt að segja, þar hefur margt komið til greina, fegurð og gildi skáld- skaparins, einkenni höfunda og tímabila, breytileg yrkisefni og síð ast en ekki sízt vinsældir einstakra rímna.“ Bókin er 276 bls., Murt varla ofmælt, að í þessu rímna- safni séu flestar þær rímur, er bezt hafa verið kveðnar á íslenzku og þær, sem almennt eru lesnar enn. Fjórða bókin er ný^ skáldsaga eftir ungan höfund, Úlfar Þor- móðsson, og er þetta fyrsta bók höfundar og heitir Sódóma Góm- orra. Bókin segir frá ungum guð- fræðingi og svallara, Sigmari að nafni sem er haldinn beizkju við tilveruna og stundar skemmtana líf borgarinnar, af meiri kost- gæfni heldur en guðfræðina. Æsku vonbrigði í ástum valda. því, að hann hefur konur að leiksoppi, dýrkar gleðilausar ástir. Samt trú ir hann á ástina og verður skyr.di- lega ástfanginn af ungri og dular fullri stúlku. Loks er bók handa krökkum, Skjóni, saga með myndum eftir Nínu Tryggvadóttur, listmál ara. Hefur Nína bæði gert mynd irnar og samið textann. Framhald á bls. 15. Litli Tom og Antóníó í Klúbbnum ÞO-Reykjavík, þriðjudag. Forráðamenn Klúbbsins boð uðu blaðamenn á sinn fund nýlega. Tilefni fundarins var tvíþætt, í fyrsta lagi að kynna nýja skemmtikrafta, svo og að gefa blaðamönnum kost á að sjá ýmsar bréytingar, og endur nýjanir, sem fram hafa íarið á staðnum að undanförnu. Björgvin Fredriksen, fram kvæmdastjóri Klúbbsins, kynnti síðan hina nýju ske nmti krafta, en þeir eru Lith Tom og Antonió frá Cirkus Srhu- mann í Kaupmannahöfn. Litli Tom og Antonio eru dvergar tveir, sem sýna ýmsar bráð- smellnar kúnstir, enda eru þetta atvinnumenn í sinni grein, hafa báðir ' starfað ' 25 ár, þar af síðustu’ 12 ár hjá Cirkus Schumann. Þess má geia að Litli Tom, sem er danskur sagðist hafa verið góður vin- ur Jóhanns risa, og komið hefði til tals, að þeir sýndu lislir sínar saman. Þegar þeir heiðu gengið saman á götum uti, hefðu ætíð legið við um- ferðatruflunum. Einn blaða manna gerðist svo djarfur að spyrja litia Tom, hversu gam- all hann væri, og hann svar aði um hæl, „To ganger det halve.“ Björgvin Fredriksen sagði, að íslendingax væru öllu góðu van ir í sambandi við skemmtikrafta svo að það væri dálítið erfið leikum bundið að fá skemmti- krafta hingað til lands er full nægðu ströngustu kröfum. Væri þetta eiginlega frumtilraun hjá veitingahúsinu, og ef hún tækist vel, mætti búast við þvi, að fleiri fylgdu í kjölfarið. Sagði Bjorgvin ennfremur, að ætlun in væri að gefa fjölskyldum. tækifæri til þess að koma um helgar og horfa' á þessa skemmtikrafta yfir bolla af góðu kaffi og ýmsu meðlæti og sagðist Björgvin vona, að sú tilraun tækist vel. Baldur Oskarsson SJ—Reykjavík, þriðjudag. Fréttaþættir Stefáns Jc«»sson ar frá Kína hafa valdið talsvert mikium úlfaþyt og nokkuð bor ið á vanstillingarskrjfum í blöð um eítir að Stefán flutti þá af segulbandi í fréttaaukum út varpsins. 5. þessa mánaðar barst enn.ein segulbandsspólan frá Stefáni, en ekki er víst, hvort hlustendur fá nokkum tíma að heyra þann fréttaþátt þar sem segulbandsspólan kom mj.ög illa sködduð hingað til lands frá Kaupmannahöfa. — Raddir eru á lofti um það, að einhver hafi vjsvitandi uniúð spjöll á segulbandsspólunni, sem var pökkuð inn í brúnan pappír, en Jón Magnússon, fréttastjóri útvarpsis, sagði i viðtali við Tímann að sennileg asta skýringin á þessum spjöll um værj sú, að eitthvað hefði dottið ofan á spóluna óviljandi. Póst- og símamálastjórnin héf ur fengið þetta mál tii athug unar og hefur sent fyrirspurh ir til næstu Póststöðva. Segulbandspólan var póstlögð í Shanghai 20. f. m. og hefúr líklega farið gegnum Rússlahd til Kaupmannahafnar, 7. ÞING LANDSSAMBANDS VÖRUBIFREIÐASTJÓRA 7. þing Landssambands vöru bifréiðastjóra var haldið í Reykja vík 5. og 6. þe.m. Þingíð sóttu 24 fulltrúar víðs végar að af land- inu. Formaður sambandsins Ein- ar Ögmundssson, settir þingið með ræðu. Forseti Alþýðusam- bands íslands, Harinibal Vaidi- marsson, ávarpaði þingið. Forsetar þingsins voru kjórn ir Guðmundur Kristmundsson, Reykjavík og ’Guðmundur Snorra1 son, Akureyri. Ritarar voru Andrés Ágústsson, Hvolsvelli og Þórar- inn Þórarinsson, Axarfirði Þinginu lauk á sunnudagskvöicl með kjöri sambandsstjórnar og annarra trúnaðarmanna. Á mánudag hafðj samgöngu- málaráðherra, Ingólfur Jónsson, boð inni fyrir fulltrúa þingsins í Ráðherrabústaðnum. í stjórn Landssambands jöru- bifreiðastjóra fyrir næstu tvö ár, voru kjörnir eftirtaldir menn- Formaður Einar Ögmundsson Reykjavík, Meðstjórnendur- Pétur Guðfinnsson, Reykjavík, Sigurður Ingvarsson, Eyrarbakka, Þor- steinn Kristinsson, Hötrium, Gunnar Ásgeirsson, Akranesi. Vara stjórn: Kristján Steingrímsson Hafnarfirði, Guðmundur Krist- insson, Reykjavík, Andrés Ágústs son, Hvolsvelli, Róbert Róberts- son, Árnessýslu, Gísli Þorsteins- son, Mýrarsýslu, Trúnaðarmanna- ráð: Jón H. Jóhannesson, Sauðár króki, Ásgrimur Gíslason, Reykja vík, Guðmundur Snorrason, Akur eyri, Lárus Hagalínsson, Vestur- ísafjarðarsýslu, Hrafn Sveinbjarn arson, Hallormsstað, Jón Árni Sig fússon, Suður-Þing. Varamenn; Sturia Þórðarson, Dalasýslu. Eg- ill Guðjónsson, Árnessýslu, Guð- mundur Jósepsson, Reykjavík, Lúð vík Jónsson, Keflavík, Vilhjálm- ur Sigurðsson, Hólmavík, Höskuld ur Helgason, Hvammstanga, Stef- án Hannesson, Reykjavík, Haf- steinn Steindórsson, Seyðisfirði, Endurskoðendur: Stefán Hannes- son, Reykjavík, Lúðvík Jónsson. Keflavík, til vara: Ásgrímur Gísla son Reykjavík Þingið samþykkti einróma ?ð Landssamband vörubifreiða- stjóra gerðist aðili að samtökun- um „Varúð á vegum". Þá ‘gsrði þingið ýmsar ályktanir, m-a. um vegamál, o.fl. og munu samþykkt- ir þingsins biriar síðar Bænabók Bænabók, nefnist bók eftir John W. Doberstein, sem komin er’ út í íslenzkri þýðingu Jóns Bjarm ans. Útgefandi er Æskulýðsnefnd kirkjunnar. í formála segir‘,: að þessari bænabók sé ætlað að veia til nota bæði í einrúmi og við sam- eiginlega bænagerð á heimili. Fyrst eru bænir til að styðjast við að morgni og kvöldi alla daga vikunnar. Hinar ýmsu bænir síðar í bókinni má nota í sambandi við hina daglegu bænagerð eða sér, eftir því sem þörf segir til. Meðal höfunda bænanna eru Lúther, Mel ankton, Veit Dietrich, J. Mathesius og Hanns Lilje. „Flestar þessara bæna hafa verið um hönd hafðar öldum saman og þær helztu eiga langlífi sitt því að þakka, að þær samsvara svo vel guðs orði og dýpstu þörfum mannshjart- ans- „Bænabókin er 168 síður i fremur litlu broti. Byggt yfir embættismenn BB-Grafarnesi, mánudag. Hafin err smíði á prestsbústað og íbúð fyrir skólastjóra, en hingað fluttist nýr skólastjóri 1. október sl. og heitir hann örn Faarberg. Einnig er í smíðum hér 4ra íbúða hús, og veitir ekki af því að hér er alltaf mikill hús- næðisskortur. Frá fundi vörubifreiðastióra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.