Tíminn - 09.11.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.11.1966, Blaðsíða 5
MHWIKUDAGUR 9. nóvember 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARiFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Pórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karisson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Uddu- húsinu, ■ simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr. 105.00 á mán. lnnanlands. — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. íngvar Gíslason hefur ásamt nokkrum fleiri þingmönn- um Framsóknarflokksins lagt fram tillögu í sameinuðu þingi am námslaun, greiðslu skóladvalarkostnaðar o.fl. Þessi íillaga hefur áður verið flutt á Alþingi og sá tillögu- flutningur borið þann árangur, að nýlega hefur verið lagt fram stjórnarfrumvarp, þar sem gert er ráð fyrir aukinni aðstoð við nemendur, sem verða að dvelja utan heimila sinna ,en það er annað höfuðatriði í tillögu Ingv- ars og meðflutningsmanna hans. Þegar Ingvar mælti fyrir tillögunni fórust honum m.a. þannig orð um þetta atriði tillögunnar: „Eitt þeirra nýmæla, sem hreyft er með tillögu þess- ari, er það, að settar verði reglur um greiðslu skóladval- arkostnaðar þeirra nemenda, sem óhjákvæmilega verða að vista sig til langs tíma utan heimila sinna. Án efa er það sanngjörn og raunhæf leið ásamt fleiru til þess að jafna námsaðstöðu í landinu, að hið opinbera greiði kostnað, sem leiðir af óhjákvæmilegri dvöl nemenda ut- an heimila sinna. Eg neita því ekki, að verulegur nýr útgjaldaliður yrði þarna til á fjárlögum, en ég sé ekki, að undan honum verði vikizt. Fyrr eða seinna verður þessi leið valin til þess að draga úr þeim mikla mun, sem er á menntunarskilyrðum í landinu, Það vita auðvitað allir ,að nemendur í héraðsskólum og menntaskólum, svo dæmi séu tekin, sem sækja verða skóla um langan veg, e.t.v. í aðra landsfjórðunga, verða fyrir beinum og stórfelldum fjárútlátum vegna þess, að þeir þurfa að vista sig mánuðum saman utan heimila sinna. Aðstaða slíkra nemenda er gjörólík hinna, sem dvalizt geta hjá foreldrum sínum og sótt skóla heiman frá sér . . . Eg vil ekki í þessu sambandi láta undir höfuð leggj- ast að minnast á þann kostnað, sem sveitaheimili verða fyrir af því að þurfa að vista börn og unglinga til náms í heimavistarskólum. Sá kostnaður er sannarlega ekki ó- verulegur einkum þegar barnmargar fjölskyldur eiga hlut að máli. Þar er um útgjöld að ræða, sem leggjast þyngra á sveitaheimili en önnur heimili í landinu. Eg hygg, að þessu þurfi að gefa sérstakan gaum, og tel, að hér sé um mikið hagsmunamál að ræða fyrir bændastéttina. Má vera, að því megi ráða til lykta með öðrum hætti en þeim að greiða beinan námskostnað, t.d. með sérstakri skatta- ívilnun, en augljóst er, að jafnréttisaðstaða í fræðslu- málum er enn allfjarlæg meðan þetta ástand er fyrir hendi.“ Ingvar Gíslason gat þess, að í nágrannalöndum okkar færi nú fram nýskipan þessara mála, sem gengi í þá átt að auka stórlega námsaðstöðuna. Svíar hafa nýlega komið á þeirri skipan, að allir námsmenn þar í landinu, stúdentar og aðrir, sem eru orðnir sextán ára, fái ein- hvers konar námsaðstoð í formi launa eða lána. í Nor- egi hefur stjórnskipuð nefnd lagt til, að námsaðstoðar- kerfið verði aukið stig af stigi á 10 árum og stefnt að því að létta námskostnaðarbyrði nemenda á nær öllum skólastigum, frá barnaskóla og upp úr, m.a. með greiðslu ferðakostnaðar og aukaútgjalda, sem leiða af námsdvöl utan heimilis. Það er m.ö-o. hvarvetna stefnt að því að auka hina opinberu aðstoð og jáfna þann 'aðstöðumun, sém felst 1 því, ef námsmenn verða að dvelja utan heimilis síns. Hér er um mikið stórmál að ræða. því að hinn nýi tími krefst þess, að allir geti notið sem beztrar mennt- unar. TÍMINN JOSEPH ALSOP: Enn er óséö, hvort rauðu varö- liðarnir bera sigur úr býtum Alveg eins líklegL að byltingartilraun þeirra renni út í sandinn Grelnin eftir Joseph Alsop, sem hér fer á eftir, birtist í amerísku blöðunum í síðastiið inni viku. Eftir að hún var skrif uð, var haldinn stór fundur í Peking á vegum rauðu varðlið anna (3. nóv.) þar sem sitt- hvað kom fram, er styrkir nið urstöður AIsops. Foringjar kommúnista komu fram á svið ið í tveim hópum, fyrst Mao, ásamt Lin Piao, Chou En-Iai, Chen Po-ta, Tao Chu og Cliiang Ching (konu Maos), en síðan Lin Shao-slii og Tang Hsiao- plng, ásamt nokkrum fleirum. Athygli vakti, að Mao lést aldrei sjá þá Iiu Shaochi og Tang Hs>ao-ping. Aðeins ein ræða var flutt, mjög stútt. Itæð una flutti Lin Piao, sem al- mennt er nú talinn krónprins Maos. Athygli vakti, að hann deildi næstum ekkert á Rússa. Ræðan þótti á þennan og ýms an annan hátt, bera merki þpss, að áliti dipiómata í Pðking að Mao og fylgismenn hans töldu sig ekki búna að vinna fullan sigur í flokknum, heldur yrðu þeir jafnvel að fara melra með löndum en áður. Hefst svo greinin eftir Alsop: HJSIIG gamallar stjörnu, — að minnsta kosti um jafn skæ'ra stjörnu er að ræða og Mao Tse-tung, — er miklu meira spennandi en ris nýrrar, — jafnvel stj'örnu á borð við Ro- bert Kennedy öldungadeildar- þingmann. Nú ættum við því fremur að beina atthyglinni að Kína en að dauflegum og ef til vill saurugum þingkosning- um, þegar ekki er. kosið um forseta. Dag frá degi fjölgar þeim táknum, sem benda til að hætta lokahrapsins kunni þá og þeg ar að vofa yfir stjórnu Mans. Samsafn nýlegra tákna sýnist fela í sér ærið myrka spá þeg ar þess er minnst, að í hlut á ríkisstjórn „heilsteyptrar eining ar“, svo að gripið sé til orð taks, sem sérfræðingum í Kína málum var lengst af tungutamt Sem dæmi má minna á mill jón manna fundinn fyrir skömmu á „torgi hins himneska friðar“ í Peking, þar sem fund armenn biðu frá því k,lukkan sjö að morgni til klukkan tvö eftir hádegi eftir hvatningu, sem aldrei var í té iátin. Eftir vænting mannfjöldans fékk þá undarlegu fullnægju eina, að öll leiðtogafylkingin ók þögul hjá í sínum opinberu vögnum. Hvernig má það vera, að he>I brigðir stjórnmálamenn láti milljón manna bíða hálft dæg ur eftir ræðu, sem er svo ekki flutt, nema djúpstæður ágrein ingur hafi staðið um, hvað segja ætti og hverjum bæri að flytja boðskapinn? EINNIG má benda á upplfmd áróðursskilti með endurteknum opinberum árásum á starfandi foringja hinar gömlu flokksvél ar, Tang Hsiao-ping, sem td skamms tíma hefir verið nöfrid" ur aðalverndari „hinnar miklu menningarbyltingar". og hinn MAO TSE-TUNG aldna Liu Shao-chi, sem áður var talinn væntanlegur arftaki Maos. Hvernig getur á því stað ið, að á þessa menn er ráðist, en þeir taki eftir sem áður þátt í hátíðahaldi eins og hinum undarlega, þögla framhjáakstri rétt eins og ekkert hafi í skor izt? Þá má og nefna enn nýrri og enn dularfyllri opinberar árás ir á leiðtoga „nátengda" Mao formanni, menn sem standi „við hlið“ hans, en sagðir hættu legir honum og beri því að fjarlægja, hvað sem það kosti. Ef til vill er þarna einnig átt við þá Liu Shao-chi og Tang Hsiao-ping. En er ekki senni- legra, að þar sé átt við Lin Piao marskálk, núverandi vænt anlegan arftaka Maos, og Chen Po-ta, uppáhaldsþjón Maos og aðalmeistara „hinnar miklu menningarbyltingair”? Standa þessir menn ekki „við hlið“ Maos fremur en flestir aðrir menn eins og nú er komið? Enn ber að nefna árásimar á Li Hsueh-feng, hinn nýja valdhafa í Peking, og æ berorð ari glósur um alvarlegt sund urþykki í hernum. Hafa ber j huga, að Li Hsueh-feng var fyrir skömmu falið að nema burtu „veilur og aðskotahluti" í flokksvélinni í Peking, en her inn á að minnsta kosti á yfir borðinu hollustu sína að þakka leiðtoganum Lin Piao, hinum nýja arftaka. Bendir þetta ekki einmitt til að í brjóstum æðstu manna hersins og flokksfor- ingja. sem fyllsta trausts njóta, hafi vaknað vissar grunsémdir við nánari íhugun? •••' "ÁS^LOKUM ‘skal' svo vik-ið að grein í nýútkomnu tlokks- blaði, þar sem opinskátt er jái að, að „hin mikla menningar- bylting" hafi mætt „þrálátum mótþróa“ og orðið fyrir „alls konar andstreymi“. Hve út- breiddur er þessi mótþrói og hve ákveðið er andstreymið? Enn getur enginn svarað þessu afdráttarlaust. Framvind an ein getur leitt í ljós, hvað ofan á verður. En á þessu stigi er vissulega nauðsynlegt að hafa hugfast, að horfurnar í Kína hafa breytzt með hverjum nýjum degi að undanförnu. Atburðarrásina í Kína má einna helzt telja hægfara stjórn arbyltingu gegn meirihluta hinnar gömlu forustu kommún ista, bæði í her og stjórnmál- um. Að þessari stjórnarbylt- ingu stendur ákveðinn hópur, en forustumenn hans Clien Po-ta og Lin Piao „hinn tilvon andi arftaki, ásamt Tao Chu, flokksfélaga hans frá Kanton, og sennilega hin lítt kunna eig inkona Mao Tse-tungs, en hún var áður leikkona. Þetta fólk hefur sýnilega hag nýtt sér hinn aldna formann, — sem greinilega er orðinn Ófær til ræðuflutnings, — til þess að lÖ.ghelga árásir þess á fyrrverandi samherja. Það hef ir síðan gripið til rauðu varð liðanna sem aðal árásartækis, þar sem ekki var á öðru betra völ, en varðliðahreyfin.gin hafði verið skipulögð í flýti. ÞEGAR ég var á ferð í Hong Kong fyrir mánuði furð aði mig einna mest a því, að hinir glöggsýnustu fróðlcilrs- menn um málefni Kína drógu mjög í efa að stjórnarbylting in heppnaðist. Eins og þá stóð, sýndist blasa beint við, að for ustumenn byltingarinnar hlytu að fara með sigur af hóimi, þar sem þeir gátu beitt Mao fyri: sig. En þá hefði byltingin að vísu staðið yfir alllanga hrið. þar sem varðliðunum var sleppt lausum um miðjan ágúst, og enn varð vart opinskárrar and stöðu, sem ekki hafði tekizt að brjóta á bak aftur. Nú er það söguleg regla, að stjórnarbylting verður að heppnast skjótt, ef hún á að heppnast á annað borð. Málum er þannig varið, að dragist stjórnarbylting á langinn án þess að úrslit fáist á annan !hvorn veginn. eykst stöðugt Ihættan á, að hún breytist ann að hvort í borgarastyrjöld eða fjari út og misheppnist með öllu. Þrátt fyrir þetta heldur þessi bylting áfram í Kína og dæm in um andspyrnu gegn henni verða æ tíðari, sérkennilegn og uggvænlegri. Til þessa hafa ekki orðið það miklar breyting ar á horfum, að enn er hvort tveggja til um endanleg úr- slit. Þó sýndust líkurnar fyrir sigri aðstandenda Mao-Lin bylt ingarjnnar 5 gegn 2 fyrir mánuði, en eru nú ekki nema einn á móti einum. Vera má þó, að styrkur andstöðunnar gégn byltingunni sé vanmetinn, þegar geri er ráð fyrir jöfn um likum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.