Tíminn - 09.11.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.11.1966, Blaðsíða 8
G VETTVANGUR TÍMINN MIÐVTKUDAGUR 9. nóvember 1966 Frá 11. þingl Sambands ungra Framsóknarmanna. EFNAHAGSSTEFNA UNGRA FRAMSÓKNARMANNA 'l Til lausnar efnahagserfiðleikum þjóðarinnar S.U.F- eftirfarandi þætti mikilvægasta: Q| Gerð verði í samráði við samtök atvinnurekenda og launþega og með aðstoð sérfróðra manna heildaráætlun um framkvæmdir þjóðarinnar. Höfuðmarkmið áætlun- arinnar verði hvað mestur hagvöxtur samhliða stöð- ugu verðlagi, fullri atvinnu, jafnvægi í þjóðarbúinu og nægilega traustri gjaldeyrisstöðu. Q Mikilvægasti liður þessarar áætlunargerðar verði heild- arkönnun á hag og æs'kilegri framtíðarþróun einstakra atvinnuvega. Slíka könnun er vænlegast að gera í sér- stökum framkvæmdaráðum atvinnuveganna skipuðum fulltrúum launþega og atvinnurekenda, sérfræðingum og starfsmönnum viðkomandi ráðuneyta. Meginþáttur könnunarinnar yrði athugun á framleiðsluáformum og aðstæðum einstakra fyrirtækja og hvernig vöxtur sérhverrar greinar yrði aukinn með bættum vélakosti, breyttum starfsháttum og betra skipulagi. 61 Hagþróun landsbyggðarinnar yrði með gerð ítarlegra svæðaáætlana samhæfðum heildaráætlun efnahagslífs- ins beint að ákveðnum bygðakjörnum, sem yrðu fé- lagsheildir og miðdeplar atvinnulífs viðkomandi hér- aða- Reynt yrði með margvíslegum leiðum, eins og t. d. sérstökum bústaðastyrkjum að stuðla að flutningi fólksins til þessara kjarna í stað Suðvestur-svæðisins. Hin mikla þensla efnahagslífsins stafar m.a. að stór- um hluta af þeirri gífurlegu fjölgun fólks, sem átt hef- ur sér stað á þessu svæði. Jafnari byggð um allt land myndi því draga úr þrýstingi efnahagslífsins og um leið úr verðbólgunni og verða þannig þjóðinni allri til mikilla heilla. O Ríkisvaldið hafi forgöngu um einhuga samninga sam- taka launþega og: atvinnuveiitenda, sem leiði til raun- verulegra kjarabóta, styttri vinnutíma og séu um leið í samræmi við framleiðniaukningu einstakra atvinnu- greina. Q Kappkostað verði með nýtingu betri tækni, auknum vélakosti, breyttum starfsaðferðum og hagkvæmara skipulagi á öllum sviðum að auka framleiðni allra at- vinnugreina. Fátt er fámennri þjóð, sem á fjölda verk- efna óleystan, nauðsynlegra en að sú aukning verði sem mest. Ð Lánastefnan taki 1 senn tillit til' upphæðar umsókna, tegundar og staðsetningar framkvæmda. Ð Fjárlög og framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga verði á hverjum tíma samræmd framkvæmdaáætlun. Q Sköttum verði breytt þannig, að þeir stuðli að fram- kvæmdum í samræmi við framangreindar áætlanir; veittar verði ívilnanir vegna nauðsynlegra skipu- lagsbreytinga aukins vélakosts og fækkun starfsfólks án minnkandi framleiðslu, enda leiði slíkar aðgerðir ekki til atvinnuleysis. Q Stuðlað verði að sem víðtækastri þjálfun allra þátttak- enda atvinnulífsins, jafnt verkafólks sem stjórnenda, svo að tryggt sé, að hvert rúm skipinn valinn maður, bú inn nægilegri þekkingu, þjálfun og reynslu til að starf hans verði þjóðinni til heilla. 09 Stjórn- og embættiskerfi landsins verði endurskoðað og því breytt í samræmi við ný vinnubrögð í stjórn þjóðmála. Þing SU.F. áréttar ennfremur, að óhjákvæmi- legur þáttur í endursköpun íslenzks efnahagslífs og þjóðfélags sé virkari þátttaka unga fólksins í stjórn landsins og á öllum starfssviðum, einka- rekstri og opinberri þjónustu. Þingið fagnar hvatn ingarræðum forustumanna Framsóknarflokks- ins til aeskufólks íslands og er þess fullvíst. að ungt fólk til sjávar og sveita muni ganga heils hugar til samstarfs við Framsóknarflokkinn um sköpun nýrra og betra þjóðfélags á Islandi. þjóð- félags ,sem búi okkur og börnum okkar bjarta og gæfuríka framtíð. fjöldi nýrra tlllagna kom fram á ll.þingi SUF telur þing ENDURNYJUN ÍSLENZKRA STJÓRNMÁLA Undanfarin ár hefur mOrg um orðið ljóst, að tíml væri kominn til að hefja endurnýjun íslenzkra stjórnmála. Gaml;r>' að ferðir, úrelt viðhorf, þvæld oí merkingarsnauð orð, lífvana ræð ur og marguppvelgdar grelnar, allt þetta bar þess glöggt vitni, að stjórnmálaumræður væru slitnar úr tengslum við þjó'ð- félagsvandamálið. Fjöldi fólks víða um land hefur beðið og vonað, að nýju blóði yrði hleypt í stjórnmálalíf þjóðarlnn ar, ný og fersk viðhorf borin fram og vandamálin könnuð frá nýjum sjónarhól. Fyrir sjö árum héldu margir, að með viðreisnarbæklingnum hefðu íslendingar eignazt nýja Biblíu og nýja spámenn, bjarg vætti aldarinnar. Dvergarnir sjö reyndu að ieika risa í nokk ur ár og tókst því miður að blekkja ýmsa góða menn. Sum ir áttu bágt með að trúa, að þessi mikla „herferð" á hend ur verðbólgunhi væri bara sjón arspil eitt, sirkus sviðsettur til að réttlæta valdafíkn ráðherr. anna og vildarmanna þeirra, lénsherrans á Morgunblaðinu og fleiri. Á síðasta ári hafa jfylgjendur dvergstjómarinnar heldur betur vaknað upp við vondan draum. Þrátt fyrir ára- langt puð var enn verið að hjakka í sama farinu: atvinnu vegimir á hausnum uppbætnr hafnar niðurgreiðslur auknar, verðbólgan óðari en nokkm sinni fyrr. Nýjungar og hinar marglofuðu breytingar vom að engu orðnar. Leigupennum stjómarliðsins varð Ijóst, að þeir þurftu heldur betur á nýjum fötum að halda til að hyija gamla trúðsbúninginn. Þess vegna þóttust ungir jafn aðarmenn um síðustu helgi vera að ræða nýja stefnusskrá á þingi sínu og létu Alþýðublaðið básúna viðburðinn. Að þingi loknu datt svo botninn heídur betur úr tunnunni: Enginn stefnuskrá birtist, en með litlu letri langt inn í blaði, faiið milli auglýsinga, var hvíslað, að óæskilegt væri að sýna klæð in f bráð, þau þyldu ekki birtu dagsins og augnatillit almenn ings. Og Sjálfstæðisflokkurinu er litlu betur staddur. Morgun blaðið grípur fegins hendi langa ræðu meistara Nordal og segir með flennifyrirsögn, að hann boði ný hagstjómartæki, sem við nánari kynni reyndust rúmlega tuttugu ára gömul og löngu rædd bæði hér og ann- arstaðar. .Tá, þeir eru langt leiddir þessir herrar. Mikil er þeirra örvænting. Alþýðubandalagið brást með landsfundi sínum vonum margra. Það gerði gamlar lumm ur Lúðvíks Jósefssonar að sinni stefnu. Allar nýjar hug- myndir vora kæfðar í fæðinga. Skipun daSsins var: Áfram við sama heygarðshornið og tíð. indalaust á austurvígsstöðvun- um. Meðan stjórnariiðið og öld ungarnir i Alþýðubandalaginu spiluðu gömlu lögin og döns- uðu stríðsdansa til að draga athygli almennings frá hinum brýnu vandamálum samtiða:- Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.