Tíminn - 09.11.1966, Side 9

Tíminn - 09.11.1966, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 9. nóvember 1966 TÍMIWW SARA LIDMAN I VIÐ ■ ' ■ . SARA LIDMAN Til íslands er komin frægasta núlifandi skáldkona Svía, Sara Lidman. í hjarta hennar brenn. ur glóð, þótt yfirbragðið sé stillt og kyrrt. Smágerð kona, með mjúkar hreyfingar. Vangasvipur inn minnir dálítið á æskumyndir af annarri mikilli skáldkonu, Kar en Blixen. Stuttklippt hárið er tekið að grána og fellur þétt að höfðinu. Allt svipmót er hreint eins og þar, sem málmur er skýrður í eldi, allt hjóm er brunnið burtu, eftir er aðeins hinn lýsandi kjarni. Fyrstu skáldsögur Söru Lid- man gerast í Norður-Svíþjóð, þar sem hún ólst upp og fyrsta bók hennar fékk strax svo almenna viðurkenningu gagnrýnenda, að fátítt mun um byrjandaverk. Síð an hefur hróður hennar vaxið jafnt og þétt. Sögusvið síðari bóka hennar eru fjariæg lönd, Afríka og Norður-Vietnam. Aðeins ein bók hennar hefur verið þýdd á ís- lenzku, „Sonur minn og ég“, sem út kom fyrir fjórum árum í þýð- ingu Einars Braga Sigurðssonar. Sú þýðing er eftir frumgerð sög unnar, en skáldkonan breytti hennj nokkuð fyrir aðra útgáfu. Sara Lidman fór til Akureyrar og flutti þar erindi. — Þar kom mér allt kunnug- lega fyrir sjónir, — segir hún, — því Akureyri er á sömu breiddar- gráðu og æskuheimili mitt. Ég þekkti svo vel birtuna þar og jafnvel yfirbragð fóiksins. — — Megum við fá að heyra ögn um bernsku yðar og æsku? — Æ, þegar fyrsta bókin min kom út. þá skrifuðu sænsku blöð in svo mikla mærð um fátæku sveitastúlkuna. sem kom til stór borgarinnar og gerðist rithöfund ur, að ég fæ mig varla síðan til að láta neitt eftir mér hafa um þann kafla ævi minnar. — — En íslendingum finnst ekk ert undarlegt, að sveitastúlka ger ist rithöfundur hins vegar eru þéir manná forvitnastir um persónusögu hvers listamanns. — Sara Lidman brosir sínu bjarta brosi, sem þó hrekur alvöruna ekki með öllu úr blágráum augunum. — Faðir minn var smábóndi og ég ólst upp í stórri fjölskyldu. Við vorum tíu í heimili, þar af fimm systkini. Hjá okkur bjó Iföðuramma mín, yndisleg kona, sem kunni að segja sögur og skynjaði öli fyrirbæri lífsins óvenjulega næmum skilningi. Hún hafði sjálf átt ellefu börn og hafði þvi að baki rika persónu lega reynslu. En vegna persónu- leika hennar, þá. komu allar kon urnar í byggðarlaginu til hennar með sín vandamál. Annars var iþá eklri siður, að fólk flíkaði einkamálum sínum, en við ömmu gátu þær allar talað. Það varð til þess, að ég sat oft úti í horni, fimm — sex ára stelpan, og hlustaði á margt, sem börnum var ekki ætlað að heyra. Þá1 strax kynntist ég vandamálum þeirra, sem erfitt áttu og bjuggu við hörð lífskjör og fékk samúð með þeim. Það viðhorf hefur síðan fylgt mér, þótt færst hafi yfir á víðara svið en til sveitunganna, sem komu til að tala við hana ömmu. Amma mín var ákaflega trúuð og bænheit kona og ég tók snemma þátt í fyrirbænum henn- ar. Ég fór að biðja fyrir þeim, sem tjáðu henni sorgir sínar og þessar bænir urðu að sögum. Ég var að reyna að lýsa kjörum þeirra fyrir almættinu og skýra hvers vegna þessar konur væru hjálpar þurfi. Einn sænskur rit- höfundur, sem er mjög trúaður maður, hefur lýst rithöfundar- ferii sínum sem samfelldri bæn. Það kann að eiga við fleiri. Kannski byrja allir rithöfundar á því að biðja fyrir einhverjum með verkum sínum, þó að sú fyrir bón snúist fyrr eða síðar til með bræðra þeirrá, en ekki til guð- dómsins. — Er það misskilningur, að þér hafið haldið trúnaði við þetta viðhorf barnsins í öllum ritverk um yðar? — Alla ævina óskar maður sér að ekki hefði sljóvgast sú skarp skyggni og viðkvæmni, sem barn ið á gagnvart lífinu í öllum mynd um. Öll náttúran sýnir bami trúnað. Það skilur tjáningu dýrs- ins og trésins. Barnið heyrir and varp náttúrunnar svo að því ligg ur við að bugast. Það er víst sjálfs vörn mannsins að sljóvgast með aldrinum, annars afbæri hann ekki öll þau áhrif, sem hann hlýtur að verða fyrir. — Er ekki sambandið við nátt úruna, samruni tjáningar manns og náttúru, öllu ríkari í norræn um bókmenntum en gerist með öðrum þjóðum? — — Það kynni að byggjast á strjálbýlinu í þessum löndum. Til þess að fá nægilegt frumefni til sköpunar verða menn að gefa landi og lofti lif. í strjálbýli verð ur hver heimsókn stórviðburður. Þar verður það líka venja, að menn þegi um hina stóru atburði í lífi sínu, ef þeir gerast ekki fyr ir allra augum. Það var einmitt jþað, sem var svo sérkennilegt við ömmu mína, að henni var trúað fyrir því, sem fólk annars iþagði um. — — En nú hafa menn rofið þögn ina? — — Þegar ég byrjaði að skrifa, þá voru þegar margir rithöfundar i Sviþjóð, þeir, sem mest skrifuðu á fimmtugasta tug aldarinnar, sem gert höfðu uppreisn gegn þögn inni, þeirri þögn, sem var yfir- drepsskapur og lífslygi. Sjálfri finnst mér nú, að kannski hafi ég í fyrstu bókum mínum taíað um margt það, sem aldrei hefði átt að segja, og sem ég hefði látið liggja í þagnargildi, ef ég hefði skilið atburðina, sem ég lifði í æsku minni, réttum skilningi. — — Er það ekki eitt af hlut- verkum skáldsins að segja það sem aðrir ekki geta eða þora að segja? — — Listin er það að segja allt, lýsa öllu, án þess að svi'kja trún að neins. Hvert það umhverfi, sem skáldsaga lýsir, á það sammerkt, að þar er þagað um fleira en frá er sagt. Og þeir gömlu skáld- jöfrar kunnu einmitt þá list að skrifa svo, að hver saga þeirra er ofin úr mörgum þáttum. Þeir, sem aðeins vilja og geta skilið yfirborð hlutanna, lesa þar um ástir og munað, hinir, sem skyggn ari eru og lesa af dýpri skilningi, þeir nema hið dulda líf á milli lín anna í þeirri sömu bók. — — Voruð þér ung þegar þér fóruð fyrst að skrifa? — — Ég hef alltaf skrifað frá því að ég man eftir mér og ég er allt af að reyna að ná aftur því hug arfari, sem bamið hefur. Barnið á miklu meiri ástúð og tillitssemi og því svíður svo miklu sárar allt misrétti og mótgerðir. En svo koma æskuárin — ung stúlka verður að bjarga sér í lífsbarátt- unni. Þá gleymist það fegursta, það bezta. Maður temur sér alls- konar ósiði og yfirborðslegar um gengnisvenjur — tungutak dags ins, óþarfa, ósmekklega hluti. En það er svo óskaplega erfitt að finna aftur leiðina inn í þögnina og einlægni bernskunnar. — — Þér fenguð strax meðbyr sem rithöfundur? — — Já, kannski of mikinn, ætli að ég hafi ekki spillzt svolítið af öllu dálætinu? — — Hvernig var því tekið þegar þér tókuð að skrifa um mannleg vandamál í öðrum löndu-m, vanda mál á víðara vettvangi? — — Undirtektirnar þegar ég fór að skrifa um Afríku voru dá- lítið misjafnar. Sumir sögðu, að þetta væru góðar bækur. aðrir sögðu: Hún skrifaði betur áður, hún ætti ekki að vera að skipta sér af því, sem henni kemur ekki við. En ég er alls ekki eini rithöf undurinn í Svfþjóð, sem skrifar _______________________________9 ’um vandamál annarra landa. fá- tækra landa Þar er ég engin , brautryðjandi, því fer fjærri. — Hversvegna fóruð þér til lAfríku? — j — Fyrst og fremst vegna þess, |að mig langaði þangað, þó að ég hefði mjög óraunsæjar hugmynd ir um þá álfu og vissi alls ekkert hvaða áhrif tiúh myndi á mig hafa. í raun og veru fór ég fyrsl og fremst með það í huga, að kynn ast fortíðinni. fá eitthvað að vita um forna siði og aldagamlar venj ur fólfcsins. En þegar ég Kom þangað, þá varð það nútiðin og framtíðin, sem gagntók huga minn. Örbirgðin, sem þar blasti við varð mér ólýsanlegt áfall. Þó að ég fóstraðist upp í fátækri sveit í Svíþjóð, þá var ég á engan hátt við því búin að sjá í Afríku það skipulagða rán, sem t.ii örbirgðar iinnar leiddi. Það er erfitt að skilja og ómögulegt að lýsa þeim áhrifum. sem slíkt hefur á mann. — — Hve lengi dvölduð þér í Afrí’ku? — — Fyrst var ég hálft ár í Suð ur-Afríku og þrjá mánuði í Tang anyika og þar skrifaði ég bókina „Sonur minn og ég“. Ári síðar fór ég aftur til Kenya og var þar í hálft annað ár. — — Var ekki erfitt að kynnast Afríkubúum? — — Bæði og — ég geri ekki ráð fyrir að nokkur kynnist til hlýtar þeirra innsta persónuleika og þeim venjum, sem hann hafa mótað. ' Ég sat dögum saman í réttarsöl- j um og hlustaði á endalaus réttar I höld, bæði í Suður-Afríku og Kenya. Alls staðar í heiminum hefur kosti manna fyrr og sáð ar verið þrengt svo, að reynt hef ur verið að brjóta niður sjálfs- virðingu og virðuleika þeirra, en þó er eins og mannleg reisn verði þar mest, sem harðast er að henni þrengt. Um það á ég einmitt svo margar endurminningar úr réttar- sölunum í Afríku— Sara Lidman sprettur á fætur og Iátbragð hennar eykur mjög á- hrif þess, sem orðin tjá. — Ég man eftir gömlum manni. Hann hafði stolið hana. Hvers vegna stalstu hananum? spurði dómarinn. Ég var svang- ur, svaraði maðurinn. — Þarna sat dómarinn, feitur og strokinn, klæddur dýrindis fatnaði og hellti ókvæðisorðum yfir sak- borninginn, eins og hann væri að reyna að breyta honum í hinn auvirðilegasta jarðarmaðk — og dæmdi hann í sex mánaða fang- elsi. Frammi fyrir honum stóð þessi horaði, svarti maður virðu- legur og rólegur, eins og hanh byggi yfir einhverri óræðri vizku, sem dómarinn gæti aldrei eignast hlutdeild í, og það var eihs og hann stækkaði við þessa árós, sem fulltrúi hins siðmenntaða heims veitti honum. — Ég man eftir blökkukonu, sem átti að bera vitni í einu af þessum óendalegu þjófnaðarmálum. Hún reis á fæt ur og gefck í vitnastúfcuna, stillt og tíguleg, með barnið sitt bund ið á bakið. — Skildu barnið eftir, skipaði dómarinn, og hún rétti manni sínum barnið. En þegar hún snéri sér við, þá sá maður vætustraum niður bakið á henni, en hún hélt sinni reisn og mér fannst að hún, sem ekki mátti hafa bamið við hlýtt bak sitt, verða í læging sinni tákn þess sammannlega, en dómarinn ekk- ert vera nema valdið og heimsk- an— — Svo fóruð þér aftur heim til Svíþjóðar, hvað tók þá við? — — Kynni mín af Afriku leiddu eðlilega huga minn að kjörum þeirra landa annarra, sem verið höfðu nýlenduriki. Manni fannst að eitthvað hlyti að vera meira en lítið bogið við þá skilgrein ingu, að Suður-Afríka skyldi vera talin tilheyra hinuih frjálsa heimi. í Vietnam höfðu Frakkar Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.