Vísir - 29.12.1975, Side 7

Vísir - 29.12.1975, Side 7
VISIR Mánudagur 29. desember 1975. 7 ( Umsjón: Guömundur Pétursson ) Glœpoaldan vex enn í USA Edward Levi, dómsmálaráð- lierra Bandarikjanna, skýrði frá þvi i morgun, að meiriháttar glæpum i Bandarikjunum hefði fjölgaö um 11% á fyrstu 9 mánuð- um ársins 1975 miðað við sama timabil i fyrra. Hafði þó alvarlegri tegundum afbrota fjölgað um 16% á fyrstu ni'u mánuðum ársins 1974 miðað við sama timabil 1973, og þótti þá keyra úr hófi. En Levi ráðherra sagði samt, að það væri huggun harmi gegn, hve aukningin væri minni þetta árið, miðað við sihækkandi ris glæpaöldunnar á undanförnum árum. „Þó má ekki gleyma, að hér er enn um aukningu að ræða og að glæpafjöldinn er óþolandi,” bætti hann við. Þessar upplýsingar eru byggö- ar á skýrslum FBI, þar sem kem- ur ennfremur i ljós, að alvarlegustu glæpum eins og morðum, nauðgunum, ránum, likamsárásum og þjófnaði fjölg- aði um 18% allt árið 1974 miðað við árið á undan, en fjölgaði svo um 13% á fyrstu sex mánuðum 1975 miðað við fyrri helming siðasta árs. I PÁFAGARÐI A JOLADAG Páll páfi VI. flytur Rómverjum, sem safnast hafa saman á torginu fyrir framan Péturskirkjuna í Páfagarði, jólaboðskapinn á jóladag. Að venju les páf i ,, Urbi et Orbi" blessun sína yf ir borgina og allt mannkyn. UM 370 NAMAMENN DRUKKNUÐU í KOLA- NÁMU í INDLANDI Björgunarsveitir hafa gef ið upp nær alla von um að nokkur sé lífs þeirra 370 námamanna, sem lokuðust á laugardag niðri í Chasnalla-kola- námunum i Indlandi. Vatn fiæddi inn í tvö námagöng úr gömlum námum, sem ekki hafa verið í vinnslu lengi. Seig vatnið 213 metra upp fyrir þann stað í námun- um, þar sem mennirnir höfðu verið að störfum. Neyð og sorg ættingjanna, sem biðu uppi við námaopið án þess að geta veitt ástvinum sin- um niðri nokkra hjálp, var meiri en orðum taki. Margir biðu enn við námaopið i morgun, þótt flestir væru urkula vonar um að nokkur kæmist af, Nokkur óvissa var um fjölda mannanna, sem niðri voru i námunni. Yfirvöld sögðu, að 372 manna væri saknað, en stéttar- félagið á staðnum vildi halda þvi fram, að oft væru allt að 700 menn niðri i einu. Námufélags- stjórnin hélt þvi aftur á móti fram að aldrei færu fleiri niður á vaktinni en 400. Það eina, sem hægt var að hafast að,var að dæla vatni úr námagöngunum. En þótt fimm kraftmiklar dælur hafi verið settar i gang, tekur það að minnsta kosti fimmtán daga að þurrka námuna — ef það er þá hægt. Enn er ekki vitað, hvað olli vatnsflóðinu niðri i námunni. t fyrstu var haldið, að sprenging hefði orðið niðri, þvi að þaðan heyrðust tveir dynkir. En sér- fræðingar telja, að sá hávaði hafi myndast, þegar loftið þrýstist snögglega út úr göngunum. Þetta er versta námaslys sem Indverjar hafa orðið fyrir. Þó fórust 268 námamenn i spreng- ingu i Dhorinámunni 1956, en hún er ekki langt frá Chasnalla. 178 menn létu lifið i gasspreng- ingu i Chinakurinámunni i Vestur-Bengal 1958. — Allar þessar þrjár námur eru með 80 km millibili á hinu auðuga kola- belti, sem liggur um Bihar og Vestur-Bengal. Chasnalla-náman, ein sú nýtiskulegasta i vinnubrögðum á Indlandi, var tekin aftur i gagnið fyrir 6 árum, eftir að alþjóðabankinn veitti lán til að starfrækja hana. Um 1500 manns hafi vinnu við hana neðanjarðar. KINVERJAR SLEPPTU ÞYRLUFLUGMÖNNUNUM Þriggja manna áhöfn sovéskr- ar þyrlu, sem kínverjar tóku til fanga fyrir 21 mánuði, var send heim loks i dag. Jólin í Betlehem ísraelskur hermaður stendur vörð yfir kirkju- göngu kaþólskra pílagrima í Betlehem á aðfangadag. Patríarkinn, Giacomo Bel- tritti, fer fyrir göngunni og setur jólahátíðina. Bandarískur Cl A- erindreki skotinn til bana í Aþenu Leynileg grfsk samtök sem kenna sig við 17. nóvember hafa lýst á hendur sér vígi bandaríska scndiráðsritarans, Richard Welch. — Stjórn Hvita hússins hefur gengist við þvi að Welch hafi verið erindreki CIA, leyni- þjónustunnar. Welch var skotinn til bana af þrem grimuklæddum mönnum þegar hann var að koma heim til sin i Aþenu úr jólagleði. Morð- ingjarnir sluppu i bifreið. „Samtök 17. nóvember”, sem kalla sig svo eftir uppreisn stúdenta 1973 gegn þáverandi herforingjastjórn Grikklands, gáfu eftir morðið út tveggja blaða yfirlýsingu. Sögðust þau hafa tekið Welch af lifi til að mótmæla, að griska stjórnin og herinn væru undir áhrifavaldi bandariskrar heimsvaldastefnu. — Griska þjóðin var þar og hvött til að risa gegn stjórnvöldum. Grisk blöð hafa siðan bent á fjölda sendiráðsmanna Rússa og Bandarikjamanna og sagt þá vera erindreka KGB og CIA. — Griska lögreglan gætir þessara manna dag og nótt af ótta við fleiri tilræði. Jól og áramótafagnaður renna í eitt Moskvubúar sjást hér arka i gegnum snjóinn heim á leið með jólatré (sem kostar tvær rúblur), en í Sovétríkj- unum halda menn jólin hátíðleg 7. janúar, og sameina i tvennt jóla- og áramótafagnað. Rússar fara nefnilega -ekki eftir gregoriska tímatalinu. Flugmennirnir voru gráti næst, þegar þeir föðmuðu aö sér sov- éska sendimenn og kvöddu kin- v’crska embættismenn með handabandi, áður en þeir stigu upp i flugvélina á Pekingflugvelli á leið til Moskvu. Mönnunum var sleppt úr haldi á laugardaginn, þegar kinverska stjórnin, öllum að óvörum, lýsti þá frjalsa ferða sinna. Þar með hefur Pekingstjórnin nánast viðurkennt, að þyrlan hafi lent i villu, þegar hún flaug yfir Norð- vestur-Kina á sinum tima. Til þessa hefur hún fullyrt. að mennirnir hafi verið i njósnaleið- angri, og lengst af hefur verið gefið i skyn, að þeir yrðu dregnir fyrir rétt. Sovétmenn hafa haldið sig fast við þá skýringu, að MI-4 könnun- arþyrlan hafi verið i björgunar- leiðangri, þegar hún villtist yfir landamærin, þar sem hún neydd- ist til að lenda vegna eldsneytis- skorts. Staðinn að ólöglegum veiðum út af Long Island Bandariska strandgæslan stóð pólska verksmiðjutogar- ann ..Lepus” að olöglegum veiöum innan tólf milna land- lielgi USA i gær. Þessi 2.700 smálesta togari var þá staddur ellefu milur út af Long Island, þar sem hann vartekinn og færöur til hafnar i New York. — Hugsanleg viðurlög viö slikum landhelg- isbrotum eru eignataka skips og afla. FLUGSLYS í KLETTA- FJÖLLUM Niu manns fórust með flugvv .1 leið til skiðahótels i Kolor. Vélin brotlenti i Klettafjölluia eftir að hún hafði lent i blindb- ' Flakið fannst i gær. en v innar hefur verið saknað frá þ a annan i jólum. — Björgunári tókst aö brjótast upp fjallið að flakinu. en fann engan lifs.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.