Vísir - 29.12.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 29.12.1975, Blaðsíða 10
10 Mánudagur 29. desember 1975. VISIR Mikil tiðindi hafa gengið yfir land og þjóð undanfarnar vikur: eldsumbrot, jarðskjálft- ar og önnur ótiðindi og erlitt — jafnvel ómögu- legt, — aö sjá íyrir hvað verða muni, hvort hér sé uin að ræða upphafið að endi Kröfluvirkjunar og þeirra drauma, sem menn dreymdi um mikla og hagkvæma orkuvinnslu þar og þá jafnframt sú huggun, að allar deilur um þær framkvæmdir muni Fjárlagaeldgos eða eldgosafjárlög V niður falla — eða eitt- hvað ennþá ven a, sem best er að hætta sér ekki út i að skilgreina nánar að svo stöddu. En svo merkilega vildi til, að $ þeirris stundu, sem alþingis- mennirnir okkar sátu og greiddu atkvæði nær stanslaust i tæpar tvær klukkustundir og afgreiddu þar með fjárlagafrumvarpið okk- ar fyrir næsta ár — þá tóku mátt- arvöldin að ræskja sig fyrir norð- an — nánar tiltekið upp um Leir- hnúk. Sjálfsagt er ekkert sam- band milli þessara atburða tveggja — það er fráleitt að af- greiðsla fjárlaganna hafi á nokkurn hátt vakið upp máttar- völdin nyrðra eða skoða megi at- burðina þar sem nokkurs konar jarteikn — að þeim sömu máttar- völdum þyki nú nóg komið! Engu að siður tengjast þessir tveir atburðir á vissan hátt i' huga þessa greinarhöfundar. t fyrsta lagi minnir eldgosið nyrðra okkur ennþá einu sinni á þá staðreynd, að við búum i harðbýlu landi, þar sem ómögulegt er að sjá fyrir hvaða ósköp komi til með að hrella okkur næst og gera þar með alla útreikninga um hagvöxt, greiðslugetu rikissjóðs, nauðsyn- lega skattlagningu og svipuð hag- ræn atriði úrelt á svipstundu. Það nægir að lita fáein ár aftur i tim- ann til þess að sannfærast: Gosið i Heimaey, snjóflóðið á Norðfirði og nú seinast eldsumbrotin fyrir norðan að ógleymdri svör' skýrslunni um ástand þor stofnsins! Stóru málin á þingi En hvað sem liður óvæntum at- burðum, náttúruhamförum og verðfalli á erlendum mörkuðum, þá er eitt atriði, sem við getum verið alveg handviss um, að ekki breytist — að minnsta kosti bendir ekkert i þá átt ennþá sem komið er. Það er meðferð Alþing- is á svokölluðum „stórum mál- um”. Það lögmál virðist nú vera orðið óhagganlegt, að ' þvi „stærri” sem málin eru og af- drifarikari, þeim mun skemmri tima tekur að afgreiða þau á hinu háa Alþingi. Um þetta vitnar af- greiðsla fjárlaganna alveg af- dráttarlaust og aö þvi leyti var ekki um neina nýjung eða breyt- ingu að ræða nú rétt fyrir jólin. Páll Heiðar Jónsson skrifar . y Og þó — alltaf er nú einhver ný blæbrigði að finna ef vel er leitað eins og leiðari Alþýðublaðsins frá iaugardeginum 20. desember ber með sér: Skorpuvinna — án fyrirhyggju Þvi hefur oft verið haldið fram, að Aiþingi endurspegli þjóðarsál- ina — eða nánar tiltekið helstu yai i iiktraKVÖId hjá okkur Núeru útsölustaðirnir: Reykjavík- Kópavogur ■ Garðahreppur Suðurnes- ísafjörður- Blönduós Akureyri -Vestmannaeyjar og Hveragerði Flugeldamarkaðir 1=*= Hjálparsveita skáta Sem dæmi umvmnúbrögö dkis- ’ stjðrnarinnar má nefna það, at> eitt 1 1 af meiriháttar frumvörpum hennar < 1 — frumvarp um breytta verkaskipt- < ingu rikis og sveitarfélaga — var, keyrt gegnum þrjár umræður i efri , deild Alþingis á einum sólarhring og umsvifalaust tekið til fyrstu um- -.ræðu i neöri deild þingsins strax sömu nótt og meöferð málsins lauk i jefri deild og þeirri umræðu lokið. Þá < — og þá fyrst — uppgötvaðist það, < að rikisstjórnin hafði gleymt að < setja i frumvarpið ákvæði um 1 hvenær hin nýju lög ættu að taka i gildi. Það var fyrst i gærmorgun, 1 . sem það kom í ijós, aö rikisstjórnin ' , var á góðri leið með að knýja f , Alþmgi til þess áð samþykkjá lögj 1 , sem ekki var gert ráð fyrir að tækju < ' nokkru sinni gildi. Þá var auövitaö < * rokiö upp til handa og fóta til þess að < 1 kippa þessu i lag á þeim fáu klukku 1 stundum, sem eftir lifðu af starfs-, 1 tima Alþingis fyrir jólin. En þetta < sýnir hvilik handabakavinnubrögð ’ i eru höfð af rlkisstjórninni við mála- ’ , tilbúnað. einkenni okkar sem þjóðar, og þar af leiðir, að fulltrúar okkar á ingi séu upp og niður — svona eins og fólk er flest — þeir hafi til að bera flesta þá kosti og flesta þá galla, sem ýmist prýða okkur hin eða óprýða. Ég hallast mjög að þessari kenningu, einkum hvað það þjóðareinkenni varðar, þegar við rifum okkur upp, ákveðum að taka nú á honum stóra okkar, og viljum drifa hlutina af! Þá spýt- um við i lófana, bölvum i hljóði (sumir að visu upphátt), og siðan hefst skorpan og það er ekki hætt fyrr en verkinu er lokið. Við erum nefnilega skorpuvinnuþjóð og fyrirhyggjan eða öllu heldur fyrirhyggjuleysið, oft i samræmi við það. Á hið sama við um Alþingi? Samkvæmt þeirri kenn- ingu, sem sett var fram hérna áðan, þá tel ég að þeirri spurn- ingu megi tvimælalaust svara játandi — og vi til frekari stuðn- ings er þessi frétt úr Morgunblað- inu frá 20. desember: ILagarcgn á Alþingi: (Fjárlög í nótl eðamorgun ÉAMÉÉÉM FUNDIR vóru í báóum deildum Alþinfiis fram á rauða nótt í fyrradag. A|íur cn þingmenn < gengu íil naða og nýr dagur rann höfðu sjö ný lög orðið til: 1) Lög um Bátaábyrgðarfólag ^ tslands, 2) lög um samábyrgð (slenzkra fiskiskipa, 3) lög um < verðjöfnun á raforku (fram- . lenging). 4) lög um vörugjald 4 (framlenging að hluta), 5) « aukatekjur rfkissjóðs, 6) fjár-< öflun til vegagerðar (dísel- skattur) og 7) almannatrvgg-^ ingar (1% álag á útsvör o.fl.). I ga»r var fundum beggja^ deilda haldið áfram — og frum- vörp héldu áfram að verða aði lögum: 1) Kjarasamningar op- inberra starfsmanna (mánaðar-' frcstun á kjaradómsúrskurðiÉ til frekari samningsumleit- . ana), 2) Lántaka vegna opin- berra framkvæmda, 3) lög um( ► söluskatt (hlutdeild sveitarfé-( laga í 5 söluskattsstigum til við- f bótar), 4) lög um verkefni > sveitarfélaga (verkefnaflutn- ing frá ríki til sveitarfélaga) 6) f lög um kaupstaðaréttindi fyrir f Njarðvíkurhrepp og 7) tvö frumvörp um Húsnæðismála- * stofnun ríkisins voru sam- þvkkt- Hressist Eyjólfui? Eins og vænta mátti, voru menn ekki sammála á Alþingi um fjárlögin og kom það vistengum á óvart. Slikur ágreiningur er svo hefðbundinn. að að er beinlinis óhugsandi að stjórnarandstaðan geti fylgt nokkru þvi máli, sem rikisstjórnin ber fram — einkum og sér i iagi ef málið er „stórt”. Þá telst það einnig til nokkurra tiðinda, að þingmenn skipti um skoðun — opinberlega — og ástæðan sé sú, að rök manna i umræðum á þingi hafi orsakað þau skoðanaskipti. Hins vegar má finna dæmi þess að ráðherrar skipti að vissu leyti um skoðun eða breyti eigin frumvörpum — jafnvel eigin stefnu með stuttu millibili. Hér er fyrirsögn af for- siðu Morgunblaðsins frá 29. októ- ber: [Verulegar erlendarl llántökur útilokaðar| | — nema gmðslujöfnuflur stcfni til bvtri vfgar| Nú er bæði rétt og skylt að gæta þess, að þjóðhagsspáin fyrir næsta ár, gerir ráð fyrir bættum greiðslujöínuði við útlönd — þ.e,- a.s. að hann verði ekki óhagstæð- ur um meira en þetta 14-15 mili- jarða og i samræmi við það! er gert ráð fyrir talsverðum lántökum erlendis. En þegar leit- að var samþykkis Alþingis á þessum lántökum, tóku þær skyndilega upp á þvi að fara stig- hækkandi, eins og þessi litla frétt úr Þjóðviljanum ber með sér. Hún er einnig frá 20. desember: A þriöjudaginn hugöist fjár- k málaráöherra fá heitnild til lán- ' f töku erlendis á árinu 1976 uppá 3.6 4 ‘ niljaröa króna. A miövikudaginn hækkaöi hann upphæöina uppi 4,6 * 'miljaröa og á fimmtudaginn ( _^_ekkaöi hann sig enn uppí 6,7 miljaröa króna. Daginn áður hafði Visir komið að máli við fjármálaráðherrann okkar, og spurði hann, hvort lik- legt væri að við fengjum þau lán erlendis, sem þessar heimildir gerðu ráð fyrir. Það er ekki hægt að segja, að risið hafi verið bein- linis hátt á blessuðum ráðherran- um: ..Vonandi hofum viö láns- > traust og vonandi bera aðgeröir rikisstjórnarinnar og þróun ) undanfarinna mánaöa vott um * aö viö steínum i rétta átt i efna-. f hagsmálum — og aö þaö veröi k‘^1 þess aÖ halda viö þvi láns-< trausti sem islendingar hafa. * haft" ^ En hvað sem þvf líður, þá hljót- um við öll að taka undir þessi orð ráðherrans — „hver veita nema Eyjólfur hressist?” eins og þar sténdur — það er vist ekki seinna vænna! Reykjavik: Auglýsingadeild Visis, Hverfisgötu 44 og Siðumúla 14 S: 11660-86611. Akureyri: Gisli Eyland Viðimýri 8, S.: 23628. Akranes: Stella Bergsdóttir, Höfðabraut 16. S: 1683 Selfoss: Kaupfélagið Höfn. S: 1501. Keflavik: Ágústa Randrup, Hafnargötu 265:3466 Hafnarfjörður: Nýform Strandgötu 4. S: 51818 VÍSIR Simi 86611 Hverfisgötu 44.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.