Vísir


Vísir - 29.12.1975, Qupperneq 14

Vísir - 29.12.1975, Qupperneq 14
14 Kvikmyndin um Watergatemálið vœntanleg innan skamms! RepúbGkanar reyna að stöðva töku myndarínnar Kvikmyndin All The Presi- dents Men sem fjallar um upp- ljóstrun Watergate-málsins nýt- ur litilla vinsælda framámanna repúblikanaflokksins og gerðar hafa verið itrekaöar tilraunir til að koma i veg fyrir töku mynd- arinnar. Meðal þeirra manna sem vilja koma i veg fyrir að myndin komi fram i dagsljósið cr Ger- ald Ford forseti ásamt fleirum áhrifaaðilum. En Robert Red- ford og Dustin Hoffman láta Cari Bernstein (t.v.) og Bob Woodward, blaðamennirnir sem koinu Watergatemálinu á skrið. ekkert aftra sér, og verður myndin frumsýnd eftir nokkra mánuði i Bandarikjunum. Þegar blaðamennirnir Carl Bernstein og Bob Woodward sem komu Watergate-skriðunni afstað, gáfu bókina All The Prededents Men út, fyrir ári, var Redford ekki seinn á sér að kaupa kvikmyndaréttinn að bókinni. Hann ætlaði sjálfur að leika Bob Woodward og hafði Dustin Hoffman strax i huga i hlaut- verk Carl Bernstein. Hoffman var sjálfvalinn til að leika litla ákafa dökkhærða blaðamann- inn. Robert Redford lét sér ekki til hugar koma fyrir ári að hann yrði óvinsæll meðal heldra fólksins vegna kvikmyndarinn- ar. Allir töluðu um Watergate og sýndu blaðamönnunum tveimur mikinn áhuga. En tim- arnir breytast og mennirnir með. Þegar Ford forseti ákvað að íelldar skyldu niður allar ákær- ur á hendur Nixon, vildu republikanar þagga málið nið- ur. Það kæmi sér vel fyrir þá að enginn myndi eftir Watergate- málinu i forsetakosningunum 1976. Vegna þessa lögðu þeir fast að kvikmyndafélaginu að gleyma myndinni sem kynni að koma Watergatemálinu á forsiður blaðanna aftur. Mánudagur 29. desember 1975. VISIR Robert Redford og Dustin Hoffman leika Bob Woodward og Carl Bernstein. Fjöldi efnaðra manna drógu fjárframlög sin til myndarinnar til baka og ölium ráðum var beitt til að kippa fótunum undan þeim Redford og Hoffman. Þeir létu ekki bugast við þessa erfiðleika og hlutu stuðn- ing kollega sinna, þar á meðal þeirra Paul Newman og Steve McQueen. — Nixon iyrrum forseti er ekki heldur ýkjahrifinn af mynd þeirra félaga. Halda mætti að honum væri illa við að banda- riska þjóðin sé minnt á þennan hátt á afbrot hans, en svo er þó ekki. Orsökin er sú að hann ótt- ast að All The Presidents Men kunni að skyggja á kvikmynd byggðri á endurminningum hans. 10 sölustaðir í Reykjavík: Skátabúðin Snorrabraut - Volvosalurinn Suðurlands- Hraunbær 102E - Burstafell, Réttarholtsvegi ■ braut - Alaska Breiðholti - Við Úlfarsfell Hagamel - Bílaborg Borgartúni 29 - Við verslunina Víði Seglagerðin Ægir Grandagarði - Austurstræti 12 Starmýri. Þú færð alltfyrirgamlárskvöld hjá okkur ,opið til kl. 10 daglega sve/yi + Hjálparsveit skáta Reykjavík Ef þú Flugeldar - sólir - blys - gos - tívolíbombur - stjörnu- Ijós og margt fleira - allt traustar vörur. 3 gerðir af fjölskyldupökkum. 10% ódýrari. 1200 kr. 2000 kr. 3000 kr. m þú þarft fyrir gamlárskvöld. Reykvíkingar, Flugeldasalan er fjáröflunarleið til tækjakaupa og reksturs hjálparsveitarinnar. Hjálpið okkur til þess að við getum hjálpað ykkur sem best.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.