Vísir - 29.12.1975, Blaðsíða 24
VÍSIR
Mánudagur 29. desember 1975.
Hafnarfjörður:
Þrír stór-
þjófnaðir
upplýstir
Rannsóknarlögreglan
i Hafnarfiröi hefur nú
upplýst þrjú stór inn-
brot. Tvö af þeim voru
framiná Þorláksmessu.
Brotist var inn i Hafnarkaffi
og Biðskýlið við Strandgötu 50.
Af báðum stöðum var stolið
öllu tóbaki sem til var og pip-
um. Þjófnaðurinn i biðskýlinu
nam 300 þúsundum króna.
Þá hefur þjófnaðurinn hjá
bæjarfógeta i Hafnarfirði
einnig verið upplýstur. Þar
var farið inn um þakglugga og
i skrifstofur og stolið um 80
þúsundum króna.
Einn af þeim sem stal
tóbakinu reyndist einnig hafa
verið með i þjófnaðinum hjá
bæjarfógeta. — EA
Reykingar
bannaðar
Flugleiðir hf. hafa nú ákveðið
að frá og með 1. janúar nk. verði
farþegarými þota skipt I tvennt
þannig að i framhluta veröi sæti
fyrir þá sem ekki rcykja en afturi
verði rými fyrir reykingafólk.
Þessi skipting hefur um nokk-
urt skeið verið i Norður-Atlants-
hafsflugi Lofleiða og verður þvi
með þessum ráðstöfunum skipt-
ing milli reykingamanna og reyk-
lausra i öllum þotum Flugleiða.
VS
Dínamiti og
hvellhett-
um stolið
Oinamiti og hvellhettum var
stoliö úr vélaverkstæði Ingólfs
Tryggvasonar er brotist var
þar inn.
Sjálfsagt vita menn hversu
hættuleg þessi efni geta verið,
en samt er full ástæða til þess
að vara fólk við.
Ekki lá alveg ljóst fyrir i
morgun um hversu mikið
magn væri að ræða, en
rannsóknarlögreglan i Kópa-
vogi vinnur að rannsókn máls-
ins. ' —EA
Jólagleði
MR.
frestað
Jólagleði MR., sem vera átti i
kvöld i Sigtúni hefur verið frestað
til þriðjudagsins 6. janúar.
Jólagleðin verður að þessu
sinni tileinkuð jólunum og verða
skreytingar i samræmi við það.
Ýmiss konar skemmtiatriði
verða á jólagleðinni og siðan stig-
inn dans. Hljómsveitin Paradis
leikur fyrir dansi en hljómsveit úr
skólanum mun einnig koma fram.
Undirbúningsframkvæmdir
standa nú yfir og vinna nemendur
að gerð skreytinga sem verða
geysistórar og miklar.
—VS
Skátar og íþróttamenn
deila um flugeldasölu
Mikill slagur stendur
nú milli skáta og
iþróttafélaga um sölu
flugelda fyrir gamlárs-
kvöld. Sakar hvor aðil-
inn hinn um óheiðar-
legar aðferðir og er hit-
inn i sumum mönnum
litlu minni en i sölu-
varningnum um ára-
mót. Þarna er enda
verið að berjast um
tugmilljón króna
markað.
Harkan hefur verið hvað mest
i viðskiptum skáta og iþróttafé-
lagsins Fylkis i Árbæjarhverfi.
Þar eru báðir aðilarnir með út-
sölustaði i 4800 manna hverfi.
Skátarnireru með „markað” og
telja Fylkismenn að þar sé selt
á undirboðsverði til þess eins að
drepa þá.
Þeir benda á að þeir hafi verið
einir um söluna þarna siðastlið-
in þrjú ár, en nú séu skátarnir
allt i einu komnir og hafi haft i
hótunum um að „drepa” þá.
Dreifibréf hafa gengið og
fundir verið haldnir með deilu-
aðilum, en ekki tekist að ná
samkomulagi.
Skátarnir viðurkenna að þeir
liti það óhýru auga að önnur fé-
lög fáist við flugeldasölu. Þeir
benda á að þeir hafi fyrstir
byrjað að nota þetta sem fjar-
öflunaraðferð, fyrir einum átta
árum. Áttatiu til niutiu prósent
af veltu hjálparsveitarinnar
komi af þessari sölu.
Skátarnir telja að þegar eitt-
hvert félag hafi fundið sér sér-
staka fjáröflunarleið eigi það að
fá frið með hana. Annars endi
það með þvi að alfir sitji að kök-
unni og allir tapi. Þeir saka
iþróttafélögin um „húsasölu”
sem sé óleyfileg.
t fyrra var veltan hjá þeim
um tiu milljónir og af þvi yrðu
um tvær milljónir hreinar tekj-
ur. _ÓT
f.v.
Hjónin á Liiularbrekku i Kelduhverfi og dóttir þeirra —þau hafa staðið i ströngu undanfarna daga —
Kristveig Arnadóttir, Gunnar Indriðason og Illédis Gunnarsdóttir. Ljósm. Visis: BG
Lík konunnar
fannst í
Viðey
Lik konunnar sem livarf að
heitnan frá sér fyrir hálfum
mánuði fannst i gær. Likið
hafði rekið i Viðey, og fannst
þar skömmu fyrir hádegið i
gær.
Konan hét Ragnhildur Er-
lingsdóttir til heimilis að Há-
túni 10. Hún var 59 ára göm-
ul, einhleyp og gekk ekki heil
til skógar.
Hún hvarf að heiman frá
sér 15. desember og spurðist
ekkert til hennar eftfr það.
Það voru menn úr björgun-
arsveitum Slysavarnarfé-
lagsins úr Reykjavik og ná-
grenni sem fundu likið.
—EA
Keli M iverfi h ef . r ^ ur
siai ð ii im 30 c m
engin takmörk fyrir hvað jarðsigsd getur haldið lengi ófram o
Miðbik Kelduhverfis hefur sigið
um allt að 30 sentimetra i jarð-
hræringunum undanfarið. Á cin-
staka stað er sigið meira. Mesta
sigið i veginum i Gjástykki vcstan
við Asbyrgi er t.d. 80«entimetrar.
„Jarðhræringarnar i Keldu-
hverfi liggja á sprungubelti frá
Mývatni norður á Kópasker. Sig-
hreyfingin er þannig að miðjan á
sveimnum sfgur niður,” sagði
Páll Einarsson, jarðeðlisfræðing-
ur hjá Raunvisindastofnun Há-
skólans, er Visir ræddi við hann i
morgun.
■ Páll sagði að i rauninni væru
engin takmörk fyrir hversu mikið
sigið gæti orðið. ,'En það er út i
bláinn að spá um framhaldið.
Þetta er i fyrsta sinn sem við
erum vitni að viðburðum af þess-
ari tegund, og getum fylgst með
þeim á mælitækjum,” sagði Páll.
Páll sagði að sigið i Kelduhverfi
væru sambærilegt við jarðsig það
sem hefði orðið á Þingvöllum.
Þingvaliavatn er t.d. sigdæld.
Að sögn Páls er landrekið or-
sökin fyrir þessu. Landið klofnar,
og hreyfist bæði i austur og vest-
ur. Ekki myndast þó ein allsherj-
ar sprunga, heldur fyllist i eyð-
urnar. Island er þvi alltaf að
stækka.
Jarðskjálftum fækkar
í Kelduhverfi
1 Kelduhverfi finnst ibúunum
jarðskjálftum hafa fækkað. „Það
er aðeins að draga úr þeim,”
sagði Gunnar Indriðason, sim-
stöðvarstjóri i Lindarbrekku i
Kelduhverfi i morgun, „en þeir
eru hérna ennþá. Milli klukkan 21
og 24 i gærkvöldi kom hrina með
stöðugum skjálftum, en siðan er
litið meira en að maður finni
jarðhræringar,” sagði Gunnar.
Hann sagðist þó hafa frétt frá
bæjunum á Austursandi i Axar-
firði, að þar væri ástandið litlu
betra, og jarðskjálftar harðir.
Við Lindarbrekku hafa sprung-
ur myndast i jörðina, frá 3 til 6
sentimetra breiðar. Hjörtur
Tryggvason, sem sér um jarð-
skjálftamælinn á Húsavik, fór um
Kelduhverfi I gær. Hann sagði i
samtali við Visi i morgun að hann
teldi landið þarna vera að brotna.
„Frá Lindarbrekku og i austur
sigur landið. Sprungurnar við
Lindarbrekku tel ég vera brota-
liðinn,” sagði Hjörtur.
—ÓH
„Gjöfin höfðingleg"
„Gjöfin er höfðingleg, og ber að fagna henni,”
sagði Jónas Aðalsteinsson lögfræðingur eigenda
Svartsengis í samtali við Visi I morgun.
Landcigendur Svartsengis fengu óvæntan keppi-
naut á Þorláksmessu um framboð á heitu vatni til
að ylja Suöurnesjabúum. Eigendur Stóru- og Minni-
Vatnsleysu tilkynntu að þeir væru reiðubúnir að af-
henda öll hitaréttindi jarða sinna tii notkunar vegna
hitaveitu Suöurnesja.
Undanfarið hefur nokkur styr staðið um fyrirhug-
aða sölu eigenda Svartsengis á hitaréttindum til
Hitaveitu Suðurnesja. Ýmsar svimháar tölur hafa
verið nefndar. En nú gæti svo farið, ef tilboð Vatns-
leysueigenda er hagkvæmt, að Svartsengi yrði ýtt
út i „kuldann”, og eigendurnir fengju ekki krónu.
„Ég hef ekki heyrt frá landeigendum ennþá um
þessa gjöf,” sagði Jónas Aðalsteinsson.
Hann sagðist búast við að gerðardómur lyki störf-
um sinum við að ákvarða hvað Hitaveitu Suður-
nesja bæri að greiða fyrir hitann frá Svartsengi.
„Gerðardómur hefur dregist, og eru landeigend-
ur Svartsengis sakaðir um tafir. Það er ekki rétt.
Mestar tafir hafa orðið vegna seinagangs hjá Orku-
stofnun á að afhenda gögn,” sagði Jónas.
—ÓH
Bílstjóri
bróðkvadd-
ur í starfi
Leigubilstjóri varð
bráðkvaddur i Breið-
holti eftir að hafa skilað
af sér farþega.
Farþeginn var nýfarinn út úr
bilnum, þegar ibúi i næsta húsi
heyrði að leigubilnum vár gefið
mikið bensin, án þess að hann
færi.af stað.
Hann fór út tii þess að vita
hverju sætti, og kom þá að bil-
stjóranum meðvitundarlausum..
—EA/VS
Bilvelta varö á Reykjanes-
brautinni aðfaranótt sunnu-
dagsins. Stúlka slasaðist Iitil-
lega.
Billinn var að koma úr
Grindavik rétt fyrir klukkan
þrjú i fyrrinótt.
Billinn fór út af veginum og
mun hafa farið tvær veltur.
Hann er sennilega ónýtur.
Fjórir voru i bilnum. - EA
Viðrœður um sam-
starf Reykjaprents
og Alþýðublaðsins
Að undanförnu hafa farið
fram viðræður milli Reykja-
prents hf„ sem cr útgáfufélag
Visis, og Alþýðuflokksins um
aukið samstarf við rekstur Al-
þýðublaðsins, sem átt hefur
við mikla fjárhagserfiðleika
að etja að undanförnu.
1 samningaviðræðum þess-
um hefur verið gengið út frá
þvi, að Alþýðuflokkurinn haldi
áfram að gefa út Alþýðublað-
ið, en Reykjaprent hf. taki við
rekstri þess. Enn á eftir að
ganga frá nokkrum atriðum
áður en samstarf þetta getur
komið til framkvæmda.
—ÞP