Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Síða 3
24. des. ’26. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS «j<OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO<OOOOOOOOOOOOOO< R jólanótt. Eftir Tón Björnsson. Heilaga nótt! Guðs nálœgð fyllir heim. í nýjum fögnuð’ hjörtu manna titra. Afi eyrum ber sem engilstrengjahreim frá œðri veröld — fegri og betri geim. Með dýpri Ijóma hnettir himins glitra. Nú opnar lífið öll sín breiðu hlið, og inn þú gengur — björt af gleði og frið: Af helgri lotning fyllast kirkja og kytra. Kom, dýrðarnótt, og döggva lífs vors kal, og drjúpa lát á freðinn jarðveg þjóða þá lífsins veig, er lyfti af tímans val til Ijóss þeim gróðri, er aldrei fölna skal og ekki drekkir önnur styrjarmóða. Lát finna, skilja fylkta mannkynssveit: í frelsis-, trúar-. guðs- og sannleiksleit má enginn brandur blóði sporin rjóða. Nú brosa lítil börn og sitja hljóð. í birtu kertaljóssins augun skína. Hver sála verður ung og glöð og góð. Nú gefa hjörtun öll sín trúarljóð. Nú elskar sjerhver alla brceður sína. Því lítið barn, sem löngu fœddist heim slœr Ijóma á jörð og víðan hnattageim, og lœtur hverri veru í hjárta hlýna. Kom, sigurmild og sjálfum guði fylt með sálmahreim í kirkjur allra landa, og sefa öflin köld og vegarvilt, sem valda hruni og dauða — glœdd og hylt af tryltu starfi margra huga og handa. Lát almátt friðar opna mönnum sýn í eilíf, heilög friðardjúpin þín; lát tindra um sálir sólskin himinstranda. Kom, mikla stund, og heift úr hjörtum tak, og hatrið slökk sem dagsljós myrkri eyði. Með friðarmál þitt yfir veróld vak, og veit, að aldrei nokkurt þroskahrak l annað sinni heim á helveg leiði. Alt fálm vors lífs er leit að þtnum frið, og Ijósið þitt vort eina, þráða mið. — Þín kœrleikssólin birtu um aljörð breiði. (Orkt 1917).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.