Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Page 6
6 LB8BÖK MORGTTNBLAÐRINH 24. des. ’26 vir og áður, en í skóginum var dríf- an lausari en á hálsunum. ívar var ekki vanur því að láta undan. Honum var meðfædd þessi þrjóska fjallanna að standa gnæf, hverju sem á gengur. Og í brjóst- vasanum hafði hann meðal það, sem bjarga átti nábúa hans frá dauða. Á þessari göngu var honum aldrei hatur í hug, enda þótt hann mintist endrum og eins alls hins illa er Þrándur hafði gert honum. En nú voru liðin þrjátíu ár síðan. Hver skyldi vera svo, að erfa svo lengif Er það ekki hamingja þín, Ivar, að í gegn um þykt og þunt hefir þú aldrei vitað hvað hatur erf------ Aldrei hafði hlíðin verið eins erfið og upp í móti eins og þennan morgun. Og undarlegt með þennan skjálfta og kulda í knjánum. Það kemur ekki málinu við, jeg vona að jeg komist svo snemma heim að jeg geti bjargað Þrándi. Það væri leið- inlegt ef hann dæi nii alt í einu frá öllu saman, eins og hann er búinn að búa vel um sig nú á seinni árum. ívar hugsaði upphátt. Um morgunverðarleytið kom ívar heim að Torgum og ætlaði að leysa af sjer skíðin. En hann var svo loppinn og afllaus að hann orkaði því ekki. Með miklum erfiðismun- um náði hann í tígilkníf sinn og skar á böndin. Svo gekk hann inn, tók af sjer vetlingana og ráfaði þangað er Þrándur lá. — Líður þjer illa, Þrándur minn 1 mælti hann og laut niður að hon- um. Þrándur leit upp og hvesti aug- un á ívar. — Annað hvort verður þú nú að borga skuldabrjefið, eða þá að jeg læt sýslumanninn taka þig. Nú aðvara jeg þig í allra og síðasta skifti. Og Þrándúr revndi að rísa upp í rííminu. * ívar brosti góðlátlega. — Já, þú veist það, að jeg verð að borga þjer, sagði hann og þukl- aði um brjóstvasann þar sem hita- sóttarmeðalið var. Ingiríður kom, ætlaði að hjúfra að Þrándi og koma vitinu fvrir hann: — Veistu það ekki, að ívar leit- aði læknisins fyrir þig? — Læknisins! Fari hann í gló- kolandi! hrópaði Þrándur. Borgaðu skuldabrjefið, eða þú skalt eiga mig á fæti. Ingiríði fjell allur ketill í eld. — Hann Þrándur hefir ekki hugsað um annað'en maura alt sitt líf, og nú hefir hann ekki frið fvr- ir peningum. — Þú ættir þó að vita það, Ingi- ríður, að maður verður að eiga peninga, ef nokkuð á að duga, það situr ekki á þjer að tala um það. ívar stóð þar hjá þeim og brosti, enda þótt hann væri svo þreyttur að hann byggist við því að hníga niður á hverri stundu. Klakadröngl- arnir í skeggi hans og snjórinn í fötum hans var að bráðna inni í ofnhitanum, og dropar duttu af honum hjer og hvar. — Nei, mi held jeg að jeg verði að fara heim og hafa fataskifti, sagði hann og bjóst til ferðar. — Vertu nú sæll, Þrándur minn! Annan dag í jólum hafði ívar í Hlíð fengið lungnabólgu. Hann lá í rúminu hrevfingarlaus, og hafði oftast nær lokuð augun. — Jeg er þrevttur, Elín. Gaman væri, ef maður mætti nú hvíla sig dálítið. Jeg er uppgefinn eftir alt þetta strit, eins og þú veist. Elín hallaði sjer að honum og þerði svitann af andliti hans með þurku. — Við höfum altaf verið fátæk, ívar minn, sagði hún. ívar hristi höfuðið. — Jeg hefi aldrei verið fátækur, Elín mín. Elín reis á fætur og gekk út að glugganum, svo að ívar sæi ekki, að hiín táraðist. Eftir stund kom hún aftur til hans. Með skjálfandi hönd strauk hún um kinn hans, en kom engu orði upp. Norður með brekkunum bvrjuðu þeir að hringja kirkjuklukkum. Hljómurinn barst yfir snjóinn og náði hingað heim. Mjúkir og titr- andi læddust tónarnir í gegn um rúðurnar — og þau hlýddu bæði. — Það er fagur hljómur í klukk- unni í dag, stundi ívar. Hóstinn og mæðin ætluðu að kæfa hann. Stundu seinna sagði hann: — Það var líka fagur hljómur í stóru klukkunni á jóladaginn, þeg- ar þú giftir þig, Elín. — Það var eins mikið þín vegna eins og mín vegna, að hún hljóm- aði svo vel. Elín gat varla varist grátinum. — Nei, hún hljómaði svo fagurt þín vegna-------vegna þess, að hún hefir aldrei hljómað fyrir fallegri brúði en þjer, síðan hún kom hingað. Hann brosti. Hringingarnar hjeldu áfram. — Lítill og kalinn snjótitlingur sett- ist á gluggaþrepið og hjó með nef- inu í rúðuna, lagði undir flatt og gægðist inn. Elín gekk út að glugg- anum til þess að fæla hann burtu — því að þetta var ills viti. Gamalt fólk sagði, að það boðaði feigð einhvers, ef snjótitlingur kæmi á glugga. Hringingarnar hættu og hljóm- urinn dó langt inn á milli fjall- anna. En hvítar frostrósir komu á gluggann í Hlíð. Elín stakk kvisti í ofninn, tendraði ljós og tók að athuga frostrósirnar. — — Hún fjekk svo mikinn handskjálfta, að kertið rann í straumum niður ný- fægða látúnsstikuna. Hún stóð kyr og starði á frostrósimar, en tárin blinduðu hana. Hún þurkaði sjer um augun á svuntuhorninu og starði og starði. Jtí, þetta voru feigðarrósir-----þrír krossar, hver hjá öðrum. Elín setti kertastikuna í glugga- kistuna, hallaði enni að glugga- grindinni og grjet beisklega, en lágt. t fjóra sólarhringa sat Elín á stól fyrir framan rúm fvars. Þau töluðust fátt við, en ljett og mjúkt handartak endrum og eins, er á við mörg orð. Litli, kalni, snjótitlingur- inn kom hvað eftir annað á glugg- ann, hjó í rúðuna með nefinu, hall- aði undir flatt og gægðist inn. Elín fældi hann ekki burtu oftar; nú varð það að ske, sem fram átti að koma. Fimta dag í jólum dó ívar. Hann fjekk hægt andlát. Elín sat altaf hjá honum og hjelt í hönd hans. Það var eins og það gerði hann ör- uggari og rólegri, að fá að halda í höndina á henni, jafnvel nú, er hann var að sofna svefninum langa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.