Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1926, Page 15
24. des. '26. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 Til skemtunar á SKUGGAMYNDIR. Það er ekki mikill vandi að búa til skuggamyndir eins og hjer •ru sýndar, og til þess þarf ekki annan útbúnað en hvítt tjald (lín- lak) og kertaljós (lampaljós má ekki nota). Maður setur ljósið á borð svo sem 4—5 álnir frá tjaldinu, eða svo langt frá því, sem rúm leyfir. Svo sest maður á stól milli borðsins og tjaldsins og þó nær tjaldinu, þannig að skugginn af manni falli ekki á tjaldið. Svo rjettir maður fram hendurnar og lætur skuggann af þeim falla á tjaldið og getur maður þannig búið til allskonar skuggamyndir og miklu fleiri “»» hjer «ru sýndar. SPRETTFISKUR. Úr valhnotarskurni má búa til ýmsa skemtilega muni, bæði tæki- faerisgjafir og leikföng. Skurnið má bora og brenna með saumnál, sem hefir verið rauðhituð í ljósi. Hjer er t. d. sprettfiskur. Maður brennir tvö göt á skurnið, sitt hvoru megin og bindur tvöföldum þræði milli þeirra. Síðan stingur maður eldspýtu milli þráðanna og setur harðan snúð á þá. Er þá sprett- fiskurinn tilbúinn. Þetta má líka nota sem „kastagnettu1 ‘ og leika á það. jólunum. ELDSPYTNALEIKUR. 0- \ I \ Vv' “m ,u. I i \/ Tæmið einn eða fleiri eldspýtna- stokka á borðið og heitið svo verð- launum fyrir bestu myndina, sem gerð er úr eldspýtum á borðinu. Það er skemtileg dægradvöl að fást við þetta og reynir einnig á hug- vit manna og sýnir hve glöggva grein þeir hafa gert sjer fyrir „líflínum“ eða formi þeirra fyrir- mynda, er menn hugsa sjer. Það má gera óteljandi mvndir úr «ld- spýtum og eru hjer nokkur sýnis- horn. Erfiðari verður þessi þraut ef menn eiga að gera ákveðna mynd úr ákveðinni tölu eldspýtna. Iljer á neðri myndinni sjest t. d. fugl, sem gerður er úr 24 eldspýt- um, og skip, sem gert er úr 22 eldspýtum. SJÁLFHREYFIVJEL. Takið þunnan pappír ferhyrnd- an, um 5—6 cm. milli horna og brjótið hann í horn, eins og sýnt er á myndinni. Svo sker maður dálitla sneið neðan af korktappa og stingur títuprjóni í gegn og ofan á oddinn lntur maður papp-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.