Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Blaðsíða 4
392 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um hvei) öðrum í jólagjöf „til minningar um sameiginlega vet- ursetu á miðdepli Grænlands“. í seinustu sleðaferðinni, sem þeir voru í dr. Wegener, Loewe og Grænlendingurinn Rasmus, bárust okkur brjef, sælgæti og sitt hvað annað. Þetta voru jóla- brjefin okkar, brjef frá ættingj- um og vinum, og nú opnum við þau fyrst og lesum og lesum, og getum ekki hugsað um neitt ann- að á meðan. Maður getur orðið soltinn uppi á Grænlandsjökli eins og hvar sem er annars staðar. Við vorum orðn- ir svangir, og til þess að bæta úr því, hituðum við okkur kaffi, drukkum það og borðuðum kex og kökur með því. Um kvöldið fengum við okkur brauð með smjöri og osti, og á eftir kom það allra besta. Inni í búrinu áttum við þrjár appelsínur og þrjú epli, og nú var það sótt. I búrinu var 30 stiga frost og því voru þessir ávextir auðvitað gaddfreðnir og harðir sem steinn eða knattborðs- kúlur. í potti á olíuvjelinni höfum við brætt ís, og nú eru eplin og appelsínurnar látin niður í heitt vatnið, til þess að þau þiðni. Og þegar því er lokið, eru ávextirnir skornir í sundur og við snæðum þá með sjerstakri lyst og nautn. — Ekkert kemst í samjöfnuð við ferská ávexti, hugsuðum við með sjálfum okkur. Þeir hressa betur en nokkuð annað. Við komumst í gott skap, reglu- lega samhrifningu. Sólstöðurnar eru nú liðnar, nóttin er að stytt- ast, bráðum kemur blessað sum- arið með yl og ljós, og þá megum við fara heim . .. Þessa tilhlökk- un og allar aðrar seiðir ímyndun- araflið fram í huga okkar. Georgi dregur upp biblíu sína, og það er byrjað að lesa. Hvergi í heimi held jeg að maður sjeeins næmur fyrir áhrifum „orðsins“ eins og þegar maður er jafn ein- angraður frá umheiminum eins og við vorum þarna. Lesið var: Orðskviðir Salomons, Prjedikar- inn og Lofkvæðin.-------- Við Georgi höfum verið alt of lengi á fótum. Okkur er orðið kalt. Við förum því í svefnpoka okkar og setjumst í þeim að borðinu. Sorge og Loewe við „jólaborðið“ í ískofanum. Það er nú svona sitt hvað að geta lesið við borðið. Þó reynum við það. í einni bókinni eru myndir cg spakmæli eftir Leonardo de Vinci. Jeg skoða myndirnar og les spakmælin hvað eftir annað. Til dæmis þetta: „Lífið er svo fagurt, að ekki á skilið að njóta þess sá, er ekki kann að meta það“. Önnur bók er hjer um suður- pólför Scotts kapteins, og dauða hans þar á ísauðninni, þegar þeir fjelagar voru á heimleið. Jeg fer að lesa í henni, og eftir því sem jeg les meira, því meira verður okkur hugsað um Wegener, sem fór frá okkur 1. nóvember, og ekk ert hefir heyrst um síðan. Lík- lega hefir okkur fundist, að margt væri líkt með för hans og Scotts. Og eftir því sem lengur var les- ið, varð þessi samanburður skýr- ari, svo að hætt var við að lesa. Eismitte, 25. desember. Þótt helgidagur sje, má ekki vanrækja vísinda-athuganirnar. Georgi hefir þrisvar sinnum í dag, eins og alla aðra daga, gert veð- urathuganir sínar, og jeg hefi gáð að hitamælunum, sem eru hingað og þangað í gröfinni, sem við höf- um grafið niður í jökulinn, og er nú orðin 8 metra djúp. Meðan við erum að þessu, sýð- ur í pottinum. Þar er hvalrengi og kartöflur og 1 bolla bráðið smjör. í öðrum potti hitna græn- ar baunir. Já, í dag lifum við sannarlega í vellystingum! Við tölum margt saman, segj- um hver öðrum hvað á dagana hefir drifið, segjum hver öðrum frá börnum okkar og konum! Það eru hjartans málin, þau, sem á- hugi okkar er mestur fyrjr, að vísindunum sleptum — eða máske er það umtalsefni okkur hjart- fólgnast? En svo tölum við líka um margt annað, Schopenhauer, bjartsýni og svartsýni, trúar- brögð, hina einkennilegu undir- meðvitund mannsips, um stríð og frið milli þjóða og landa. — Og Loewe heldur langa ræðu um þær > # byltingar, sem muni verða í heim- inum meðan við hýrumst hjer al- einir á hájökli Grænlands. Okk- ur finst hann hafa mikið til síns máls. En með sjálfum okkur erum við altaf að hugsa um það, hvers við förum á mis á þessum stað. Um kvöldið festi jeg upp dálít- inn miða á ísvegginn, fyrir ofan bókakistuna. Þenna miða hafði góður vinur sent mjer hingað út í ísauðnina. Á honum stendur: „Vont er lífið og vond er nátt- úran. En þau hafa vakið kjark og gleði til þess að vega upp á móti sjer. Annars mundi enginn þola tilveruna. Kjarkur og gleði! Eru það ekki dásamlegustu gæði lífsins?“ (Selina Lagerlöf). Þetta var það seinasta, sem við horfðum á um kvöldið, áður en við sofnuðum, og hið fyrsta, sem við litum á næsta morgun. Þessi orð gefa manni hugrekki. Gleðileg jól!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.