Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Blaðsíða 6
394
svo í morgun. — Þú varst ekki
heima.
Þetta síðasta sagði Unnur með
grátstafinn í kverkunum. Kvíðinn
og hræðslan höfðu fengið yfir-
tökin í huga hennar.
Faðir hennar sagði ekkert. —
Hann beit á vörina, og horfði í
gegn veðrinu. Drættirnir í andlit-
inu hörðnuðu, og hann krepti
hnefana svo hnúarnir hvítnuðu.
Það var líkast og hann vildi bjóða
veðrinu byrginn.
Hann gekk inn, — þegjandi,
sagði ekkert og leit hvorki til
hægri nje vinstri. Unnur fór á
eftir honum. Það var angistar-
svipur og kvíða, sem breiddist yf-
ir andlit hennar þessa stundina.
II.
Það var liðið á kveldið.
Þorsteinn var ókominn.
Úti hamaðist vetrarbylurinn i
tröllslegu algleymi sínu. Húsin
nötruðu undan ramefldum átök-
um stormsins og snjórinn súldr-
aðist inn um hverja einustu
smugu. Gluggarúðurnar voru
loðnar af hrími og allskyns rós-
ir og dularfullir töfraknútar
birtust á þeim. Loftið í stofunni
var ískalt og fult af örsmáu ís-
dusti sem beit í kinnamar.
I stofunni í Hamradal var
alt hljótt og kyrt. Það var
verið að lesa húslesturinn. Þessi
kveldstund var helguð minn-
ingunni um horfinn atburð,
minningunni um fæðing þess
manns, sem einn hefir náð að
komast á æðsta stig siðferðis-
legrar og mannlegrar full-
komnunar, Jesú Krists.
Og hugir flestra í stofunni
voru þrungnir bljúgum hugs-
unum um það efni, sem lesið var.
Þótt úti fyrir húsinu hamaðist
tryltur heimskauts bylurinn, sá
fólkið í anda lítið gripahús í
Austurlöndum í útjaðri fátæk-
legs þorps. Og inni í húsinu sá
það unga móður, sem grúfði sig
yfir lága jötu, þar sem lítið ung-
bárn lá og svaf svefni hinna
rjettlátu. Og í kring um það
krupu nokkrir langþreyttir
ferðalangar, færðu því gjafir
SÍnar og veittu því blessun sína,
LE8BÓK MORGUNBLAÐSINS
knjekrupu því sem konungi,
knjekrupu konungi hjartnanna.
Það var þetta barn, þessi kon-
ungur, sem faðir Unnar var að
lesa um. Hún hlustaði á með ó-
skiftum huga. Einkum var það
hið fagra hlutverk hinnar ungu
móður, sem heillaði hana. Hún
gleymdi hríðinni og ástvini sín-
um, hún hugsaði aðeins um
þenna atburð, sem svo löngu,
löngu var horfinn í tímanna
djúp.
Hún sá, í sælli hrifning, hvert
einstakt atriði úr sögu þessa ein-
staka barns. Barnsins, sem síð-
ar mteir, sem fullorðinn maður,
gat breitt út faðminn móti öll-
um, vinum og fjandmönnum, og
sagt: Komið til mín — allir.
Hvað hana langaði að líkjast
honum. —
Fyr en hana varði, var lestur-
inn búinn. Pabbi hennar lagði
bókina frá sjer og tók af sjer
gleraugun. Hann skygndist út í
gluggann og sagði ekkert. En
auðsjeð var á svip hans, að ekki
var honum gleði í hug.
Alt í einu skall ofsaleg storm-
kviða á húsinu. Húsið skalf við
og brast í hverju trje. Unnur
hrökk við. Hún hafði næstum
verið búin að gleyma aðstæðun-
um, en nú var hún á þenna hvat-
lega hátt vakin til ískalds og
miskunnarlauss veruleikans.
Þannig leið kvöldið, að Þor-
steinn kom ekki.
Unnur var rænd gleðinni. —
Undanfarin jól, svo lengi sem
hún mundi, hafði hún ætíð ver-
ið kát. En nú stóð dálítið öðru-
vísi á. Hún vissi af honum, sem
henniþótti vænna um en alt ann-
að, aleinum úti í ofsaþrungnum
glórulausum norðanbyl. Honum
var engrar undankomu auðið.
Enginn mennskur maður mundi
rata af heiðinni, og því síður hitta
bæinn. Og hvað var þá framund-
an? Hamrarnir og gljúfrin í
Svörtukleif. Úh! Hryllilegt! —
Hún mátti óhikað telja hann af.
Og hvílík tilhugsun! Hann, sem
lifað hafði með henni flestar
yndisstundirnar um sumarið,
hann, sem játað hafði henni ást
sína á túninu undir aftanroðan-
um, lægi nú liðið lík einhvers-
staðar í faðmi ískaldra fanna.
Hoj! hana hrylti við slíkri til-
hugsun.
Hún mintist allra blíðuatlota
hans, allra kossanna, sem hann
hafði kyst hana um sumarið.
Hún mundi glögt hvað hún hafði
dáðst að handleggnum hans, sem
svo oft hafði haldið utan um
hana, og vanga hans, sem svo
oft hafði legið við vanga hennar.
— Henni var það óbærileg til-
hugsun, ef hann kæmist ekki af
nú. Ef allar skýjaborgirnar
þeirra hyrfu í djúp algleymisins,
yrði að engu.
Hana langaði að gráta hann,
gráta þangað til lindir táranna
væri þurausnar. Henni fanst hún
ekki geta lifað án hans. Og hví
átti hún þé ekki að gráta?
En hún gat ekki grátið. Hún
gat ekki grátið yfir óvissunni
einni. Líklega var hann dáinn,
— en ekki vissi hún það. Það
var óvissan sem hjelt tárunum
inni.
Og svo var það bylurinn. Hann
var of miskunnarlaus og hroka-
fullur til þess að hún gæti grátið.
Hann fylti huga hennar ógnum,
en megnaði ekki að gera hann
bljúgan. — Og þó — og þó lang-
aði hana mest af öllu til að gráta.
En — gráts var henni varnað.
Hún var farin að dotta þar
sem hún sat á stólnum. En þá'
fann hún, að einhver lagði hönd-
ina á öxl hennar. Hún leit upp,
og augu hennar mættu mótlít-
andi augnaráði móður hennar.
— Viltu ekki fara að hátta,
Unnur mín! sagði hún og strauk
um vanga dóttur sinnar. Við
skulum biðja guð í nótt, biðja
hann að láta Þorstein koma hing-
að heilan á húfi.
Biðja guð? Mundi það þýða
nokkuð.
— Jú, biðja guð. Hann sjer
allar okkar óskir og þrár, og
hann vill okkur öllum vel. Vi8
skulum biðja guð að leiða Þor-
stein heilan á húfi úr hríðinni.
Jæja, reyna mátti það.
— Og komdu svo að hátta,
barnið mitt. Við skulum vona og
biðja.
— Nei, m,am«na. Jeg get ekki