Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Blaðsíða 19
Lesbók morgunblaðsins 407 B Skammdegi sólstöður, jól. Eftir QUÐMUNDIFRIÐJÓMSSON. Þegar jeg var ungíingur, sagði gamla fólkið sín í milli, ef minst var á dægra- farið, um eða eftir sólstöðurnar: „Nú skulum við láta liggja vel á okk- ur og þakka gjafaranum allra góðra liluta fyrir það, að nú fer sólargangur- inn að færast í aukana. Nú lengist dag- urinn um hænufet, jafnt og þjett“. Jeg lagði hlustirnar við þessu, en skildi ekki upp nje niður í orðaleikn- um — að dagurinn lengdist um eitt hænufet. Oft hefi jeg hugsað um þetta á full- orðinsaldri mínum, og reynt að gera mjer grein fyrir, hvað liggi að baki þessu orðatiltæki, eða væri undirrót þess. Þær bollaleggingar ætla jeg nú að bera á horð, þó að þær sæti litlum tíðindum. Túlkun þessa máls gæti verið á ýms- ar lundir, þannig að hver þeirra hefði til síns ágætis nokkuð, eftir því sem á væri haldið. Mín greinargerð er á þessa Jeið: Undirrót })essarar umsaguar um leng- ing dagsins er í sjálfu sjer skammdegið. Það hefir verið frá landnámstíð þungbært, eða a. m. k. hvimleitt feðrum vorum og mæðrum, öfum og ömmum og öllu voru foreldri, þó að ættbálkur vor og kynkvísl hafi borið karlmann- 3ega og hetjulega 'þann kross. Myrkrið er stórveldi, sem stjórnar þar, sem það legst á, með þögulu ofríki og miskunnarlausum kulda. Það svarar kveinstöfum með því að leggja kollhúf- ur, og það getur stungið í barm sinn heilli þjóð. Ljósmeti og ljósfæri þjóðar vorrar hafa litlu orkað móti þessu reginveldi — lýsislampi, kertisstúfur. 1 þeirra glætu vann þjóðin og las í iiartnær þúsund ár og fekk haldið sjálfri sjer furðanlega. Yinnan varð svo töm hönd og fingri, að unnið var blindandi, þegar á herti. Og lesið var meðan stafaskil greindust, við týruna. Lággengi sólar í skammdeginu, skýja- drungi loftsins og ljósmetisskorturinn innan bæjar, lögðust á eitt: að gera fólkið niðurlúttog þunglynt, en þó jafn- framt íhugult og sólgið í fróðleik. lteyndar hefir saga gerst í hverjuin bæ lands vors í 1000 ár. Þetta sannar Bessastaða-skáldið, sem segir, að „hetja sofi í hverjum bæ“. Sú saga er óskráð að mestu. En efnið er til þeim, sem vill við það fást, á boðstólum. Þegar svarf að þjóðinni, hafa skáld hennar andvarpað, bæði í kveinstöfum og bænum. Þau hafa verið fulltrúar þjóðarandans. Og frá brjóstum þeirra hefir borist bergmál, eins og niður f jar- lægs brims, í náttmyrkrinu. I myrkri skerpist heyrnin. En þó að skuggadrungi skammdegis- ins hafi lagst á þjóð vora eins og farg, licfir hún verið þrautseig og þolinmóð, tamið sjer biðlund. Þetta merkilega orð hefir mikla sögu að segja, sem hver íbygginn maður get- ur sagt sjálfum sjer. Maður og kona, sem gædd eru biðlund, hafa í langnættismánuðunum lifað í voninni um hækkandi sólargang úr eða upp úr sólstöðunum. Þjóðin hefir hngsað til þeirra með brosi. Þegar vjðraði vel í skammdeginu, sagði fólkið sín í milli: „Þessi blessuð tíð helst fram að sól- stöðum — hvað sem öðru líður“. Sama tunga mælti, þegar illa fell: „Hann batnar með sólstöðunum11. i-'essi hýru augu, sem horfðu brosandi til sólhvarfa skammdegisins, sáu bak við sólstöðurnar stjörnu — jólastjörnuna, skæra og tindrandi. Og þeirri stjörnu fylgdi — í huga fólksins — sú diigun, sem gefur útsýn út að Jórsölum. Ekkert skammdegi var svo svart í landi voru, að það fengi lamað þá við- leitni mæðra vorra, að greiða veg Ijósi jólastjömunnar inn í híbýlin, svo að geisli hennar næði að skína á barns- v ögguna, þar sem vonin sat, og á hvílu- rúmið, þar sent trúin beygði sig yfir þann, sem var að fara út af leiksviðinu — eða þá harmsviðinu. „Fullvel man jeg fimtíu ára sól“, segir Matthías, og undir það geta ýmsir tekið — og bætt við 10 árum. Þegar jeg renni hugsjónum til þeirra, sem uppi voru fyrir 50—150 árum, dylst mjer eigi, að þeir — mennirnir, sem lifðu við litlu ljósin — þóttust hafa yf- irstigið mikla torfæru, þegar skamm- degið var liðið og sólstöður koinnar. Þá var vissa fengin fyrir hækkandi sólargangi. Þá var jólabirta í nánd. Þá tók dagurinn að lengjast — nm hænufet. Og þessi örlitla lenging fróaði manns- sálinni, innri manninum. Þjóðarsálin gleðst yfir þessu svo- kallaða hænufeti. Auðlegð tungu vorrar er að nokkru leyti falin í orðaleik. Þessi líking um hænufetið er sennilega spunnin af þeim toga, toga orðaleiksins. Þetta góðlátlega látleysisorð hennar á kostum, það mundi lýsa eða gefa til kynna nægjusemi horfinna kynslóða, sem tamdi sjer biðlund, lifði í voninni, að smámsaman mundi rætast úr þreng- irigum þjóðar og einstakliuga. „Kemst þó liægt fftri, húsfreyja“, sagði Njáll. Þjóð vor hefir þó aldrei sokkið evo í myrkradjúp skammdegisins, að hún hafi mist hæfileikann til að njóta orðiv- leiks. Hún hefir ef til rill skapað marg- an orðaleik í skammdegi. Þessi um hænufetið er að líkindum ævagamall. Hænsni eru fágæt í landi voru eða voru, alt til vorra daga. En til þeirra sést í fornöld, t. d. í Bjarkamál- um fornu: Dagur er kominn, dynjn hanafjaðrir. — að ógleymdri guðspjnllasiigunni. Ekki má gleyma því, né vanþakkn ]>að, að ]>essari þjóð hefir og einstak- lingum liennar, hlotnast mikil birta í skammdegiuu, þegar heiðríkjan hefiv notið sín svo að himintungl fengu »ð skína. Þessa næturjjýrð hafa skáldin túlkað, t. d. Bjöm Gunnlögsson í Njólu og Sigurður Breiðfjörð í Stökum. En tilkomumest er lýsing Einars Bene- diktssonai; í kvæðinu Norðurljós: ,,Veit duftsins son nokkra dýrðlegri sýn en drotnauna hásal í vafurloga". A slíkuin augnablikum gleymist skammdegið og allir þess fylgifiskar. — Nú þráir hver maður í landi voru að rafljós koini í hvern krók og kima, þar sem maður og kona býr. öll sjónar- svið hækka við birtu og víkkur hver sjóndeildarhringur. — En þó að raflýsing sé góð og u*ski- leg, má hún ekki komn þeirri ofbirtu í nugu mannanna, að fölva bregði á „drottnanna hásal“, þ. e. a. s. þá veröld, sem birtir oss það Jiimintunglið, sem ljómar fegurst — jólastjömuna. Guðmundur Friðjðnsaon.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.