Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Blaðsíða 21
L.ESBÓK MORGUNBLAÐSIKS 409 1 sagnalandi. Þýskur söngsögufræðingur, Hans Helfritz, gerði sjer ferð inn í hin ókunnu lönd Arabíu, þar sem hvít- ir menn mega ekki koma. Honum hepnaðist að ferð- ast um ríkin Hadramaut og Jemen, en þar hafa ekki fer&ast áSur, svo kunnugt sje, nema tveir eða þrír Evrópu-menn. Þama inni í hinni svokölluðu eyði- mörk, sem hvít er og nafnlaus á hverju landabrjefi, eru stórar borgir og riki, sem enginn hvítur maður hefir þekt. í þessari grein bregður Helfritz upp dá- lítilli mynd af Arabíu. / Arabía er sjö sinnum stærri en Býskaland, og það er líklega eina landið á jörðu hjer, þar sem eru hundruð þúsunda ferkílómetra, sem enginn vísindamaður hefir rannsakað, og eru Evrópumönn- um ókunnir með öllu. Brátt fyr- ir það, að vjer þekkjum nokkuð af sögu Arabíu um 3000 ára skeið, þá er lándið enn, sjerstaklega að sunnan, alge'rlega ókunnugt vís- indamönnum hins mentaða heims, inni lokað land, þar sem Evrópu- menn mega ekki sjást. En í þessu forboðna landi lifir enn í dag mið- aldamenning, og það er óhægra að komast að henni heldur en t. d. menningunni í Tíbet. Vegna söngvarannsókna minna komst jeg í kynni við þetta merki- lega land. Af tilviljun kyntist jeg soldáninum í Makalla, greindum manni og gjörfulegum. — Hann bauð mjer að heimsækja sig í Hadramaut, sem er eitt af stærstu ríkjunum í suðurhluta Arabíu. Hadramaut nær niður að Aden- yl hafinu, og Makalla er þar hafnar-l borg, og þar eru um 30 þúsundir íbúa. Opinberlega eru soldánarík- in Makalla og Schecher undir breskri vernd. — En fyrst er nú þess að gæta, að bæði þessi ríki ná ekki nema stuttan spöl af strandlengjunni, sem nefnist Hadramjauít, og í öðru lagi er þess að gæta, að „verndin" er ekki nema nafnið tómt, því að enginn einasti Evrópumaður á heima þar. Og íbúarnir finna það með sjálfum sjer, að þeir eru frjáls- ir og öllum óháðir. Það var í lok októbermánaðar, að jeg kom til Makalla ásamt sol- dáninum. Fórum við þangað á litlu gufuskipi. Móttökurnar þar voru allt öðru vísi en jeg hafði getað hugsað mjer. Þarna blasti við mjer Austurlandaborg, sem jeg hafði ekki hugmynd um áður að til væri. Oss var fagnað með fallbyssuskotum. Prinsar og ráð- gjafar komu til þess að taka á móti soldáninum. Hann fór í sinn besta skrúða, gullfjölluð litklæði, sem fóru vel við hátíðarfánum skreytt skipið. Kominn var að borði vjelbátur, með mjúkum og skrautlegum hægindum, til þess að sækja oss. Og þegar vjer kom- um í land, voru þar fyrir þúsund- ir manna til þess að fagna oss. Öll borgin var í hátíðarskrúða. Á þökum húsanna stóðu ungar stúlk- ur og sungu hina einkennilegu arabisku söngva, sem líkastir eru þrastaklið. Borgin er hrífandi fögur. Jeg hefi aldrei á ævi minni sjeð þann stað, er hreif mig meira. — Við fagra vík stendur hann, en að baki umgirtur dásamlegum fjöll- um. Húsin eru snjóhvítog svo há, að þau minna mig á hina amer- íksku ,,skyscrapers“. Víða sá jeg hús, sem voru tíu hæðir. Höll soldánsins stendur niður við hafið, og þegar þangað er komið, er eins og maður sje í draumalandi. Stórkostleg veisla var oss búin þarna, og þar var jeg kyntur mörgum arabiskum höfð- ingjum. Og hver einasti bauð mjer að heimsækja sig. Mjer var fengin sjerstök höll til íbúðar. Fjöldi hermanna helt vörð um hana. Fyrir framan höll- ina var dýrlegur palmagarður. Fyrir framan dyrnar hjá mjer stóðu vopnaðir varðmenn, nótt og dag, og í hvert sinn er jeg gekk inn eða út, kvöddu þeir mig sem konung. Borðstofan í höllinni var stór verönd, og þaðan var yndislegt útsýni yfir pálmalundana og hið dimmbláa haf í fjarska. Um miðj- an daginn sendi soldáninn mjer ógrynni matar, hæns, fisk, brauð og f jölda margt annað, þar á með- al nýja banana, sem ræktaðir eru hjer, og alls konar ávexti aðra, sem hann hafði sjálfur keypt í Somalilandi, sem er á austur- strönd Afríku, gegnt Arabíu, hin- um megin við Rauðahaf. T>ar að auki sendi hann fjölda þjóna í viðbót við hina til þess að stjana undir mig. Enn fremur sendi hann tvo lífverði, sem áttu að Höll soldánsim í Lejurr, m°ð yfirbyggingu og tumum úr snjóhvítum marmara.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.