Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGIJNBLAÐSINS 397 Frd Möðruvöllum í Hörgdrdal. Endurminningar og sögubrot frá „brunabælinu". Kirkjubriiiiinii n® Möffruvölliiin 1 HöricArdnl þ. 5. mars 1865. Myndina ^erfti Arjjgrrímur Clíslason málari. Mun þetta vera metJ elstu hjerlendum atburöamyndum. öðruvellir eru frægir fyrir alla brunana, sem þar hafa verið. segir Þorvaldur Thoroddsen í Ferðabók sinni. Er mjer fyrir barnsminni, er jeg fyrst heyrði nefnda þessa ,,frægð“ Möðruvalla. Var það, þegar hinn þjóðkunni fræðimaður Ólafur Davíðsson sat og ritaði frásögn sína fyrir Akureyrarblaðið ,rNorðurland“, um skólabrunann á Möðruvöllum í mars 1902. Þá nefndi hann Möðruvelli „bruna- bæli“. Á þeim tíma ætlaði jeg mjer lífstíðardvöl á Möðruvöllum. Var ekki laust við að mjer rynni kalt vatn milli skinns og hörunds, er jeg heyrði um þessi álög á staðnum. Ári seinna runnu upp fyrir hug- skotssjónum mínum myndir af Möðruvallabrunum. Þá var verið að grafa hlöðutóft í hinu forna bæjarstæði. Var brátt komið nið- ur á brunarústir. Vildu vinnu- menn fá vitneskju um, hvernig væru tilkomin þau vegsummerki er þeir þar rótuðu við. Var 01- afur kallaður til. Hann kom út að greftrinum með árbækur Espó- líns, og las fyrir verkamönnum kaflann um klausturbrunann á Möðruvöllum árið 1316. jafnframt því, sem hann mælti svo um, að gæta skyldi varúðar við gröft- inn, ef eitthvað kynni að finnast þarna fornminja. Var því hlýtt, eftir því sem jeg man. En fátt fanst, sem hirðandi þótti. Man jeg sjerstaklega eftir eirketilsbrot- um, miklum, sem hrundu sundur við jarðraskið, og varð ekkert heillegt úr. En er lengra sóttist gröfturinn. og dýpra var grafið, fundust leif- ar af grófum klæðnaði, og hafði mest brunnið til ösku. Var auð- sjeð á þvi, hvernig pjötlur þess- ar lágu, að fötin, sem þarna höfðu brunnið höfðu legið samanbrotin er brunann bar að. Þá komu fram tilgátur um, að hjer væri fengin bending um, að hittst hefði á brunarúst klaust- ursins, og hjer væru leifar úr fatakistum munkanna á Möðru- völlum. Fataleifar þessar fundust í jaðri hlöðutóftarinnar, og þótti líklegt að meira hefði fundist af því tagi, ef gröfin hefði verið víðari- lausturbruninn á Möðruvöll- um árið 1316, hefir verið á vör- um manna hin síðari ár í sambandi við leikrit Davíðs Stefánssonar. Um atburðinn eru ekki til ná^ kvæmar frásagnir, það jeg til veit, nema það sem alkunnugt er. Munkarnir er komu drukknir frá Gásum, kveiktu í klaustrinu, svo það brann, ásamt kirkjunni og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.