Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Blaðsíða 24
412
sólina. Það er geisilangt á milli
þeirra, en í einu þessu hnattkerfi
eigum vjer sjálfir heima.
Áðan var frá því skýrt, að
fjarstu hnattkerfin, sem stjörnu-
fræðingar vorir hafa uppgötvað,
sje í 300 miljón ljósára fjarlægð.
En heldur þetta svo áfram enda-
laust? Það veit enginn lifandi
maður.
Engin einasta stjarna í himin-
geimnum „stendur kyr“. Tunglið
fer umhverfis jörðina, jörðin
snýst umhverfis sólina, sólin elt-
ir Vetrarbrautina með 20 kíló-
metra hraða á sekúndu, og það
gera allar aðrar stjörnur og sól-
ir í þessari sólnaey. Þá væri það
einkennilegt, ef Vetrarbrautin
stæði kyr, og sama máli væri að
gilda um öll önnur kerfi „ljós-
þokanna". En sú er heldur ekki
raunin á, heldur hafa nýjar rann-
sóknir sannað, að „ljóseyjurnar“
eru á geisiferð um geiminn. 3000
km. á sekúndu þykir ekki nema
skaplegur hraði, en menn hafa
mælt 10.000 og 20.000 km. hraða
á sekúndu. Reynið að gera yður
þennan geisihraða í hugarlund:
Meðan þjer deplið augunum einu
sinni flytjist þjer 20.000 kílóm.
út í geiminn.
Annað kemur hjer líka til
greina, sem mikla þýðingu hefir
fyrir skiln’ing vorn á alheiminum:
Allar þessar óhemjustóru sólna-
eyjar þeytast eitthvað út í geim-
inn með þessum ógurlega hraða,
eins og þær sje á flótta. Með öðr-
um orðum: alheimurinn er að
stækka, hann þenst út. Hugsið
yður stóran dúfnahóp á götu, og
strákur kemur hlaupandi inn í
hópinn. Dúfurnar þeytast þá í
allar áttir. Þannig þeytast ljós-
eyjarnar í geimnum sín í hvera
áttina út í ómælisvíddina.
Hinn ágæti stærðfræðingur de
Sitter við háskólann í Leiden, sem
mikið hefir hugsað um þessi efni,
gerir ráð fyrir því, að alheims-
geimurinn, sem vjer nú þekkjum,
verði eftir 1400 miljónir ára
helmingi stærri heldur en hann
er nú. Með þessu er þá jafnframt
gert ráð fyrir því, að skemra hafi
áður verið á milli stjörnukerf-
anna. Menn vita það, að sje dropa
LESBÓK MORGTJNBLAÐSrNS
af olíu helt í vatn, breiðir hann
sig lengra og lengra út yfir vatns-
flötinn. Líkt fer um sólnakerfin.
En hvernig á því stendur, að þau
flýja hvert annað, það er mönn-
um enn fullkomin ráðgáta. Belg-
iskur vísindamaður hefir reynt
að sanna það, að óumbreytanleg-
ur algeimur geti ekki staðist;
stjörnuhvelin verði ýmist að
draga sig saman, eða fjarlægjast
hvert annað. En það er ekki fyr-
ir aðra en hálærða vísindamenn
að skilja röksemdir hans fyrir
þessu.
Eins ber enn að gæta: Vjer vit-
um nú, að sum sólnakerfin eru í
200 miljón ljósára fjarlægð frá
oss. Ljós þeirra hefir því verið
200 miljónir ára að berast hingað
til jarðarinnar. Nú hafa rann-
sóknir vísindamanna sýnt, að
þessi sólnakerfi eru breytingum
undir orpin, eins og alt annað í
heiminum. Sumar eru sólirnar
„gamlar“, aðrar „ungar“. En
hvernig eru þá þessi sólnakerfi
nú? Vjer vitum ekki annað um
þau en það, hvernig þau voru, og
hvar þau voru í geimnum (mið-
að við jörðina) fyrir 200 miljón-
um ára, og höfum sjeð, hvaða
breytingar þá voru að gerast.
Briöge.
Meðal þaulvanra spilamanna
í Bandaríkjunum var þetta spil
nýlega spilað, og sýnir það
hverja þýðingu það hefir, að
menn kunni að kasta af sjer tap-
spili á rjettri stund. Gjöfin var
þessi:
S: Á, D, 10,6, 5,4.
H: D, 4.
T: D, 6, 5.
L: 5,3.
8 |S:7-
H: K, 8,7,6,5.
C B T: Á, K, G, 9,
8,3.
8 L: 6.
S: K, G, 9,3,2.
H: ekkert.
T: 10,7, 4,2.
L: A,K, D, 2.
Eftir nokkrar sagnir komust
A. og B. upp í 6 spaða, en D.
H: Á, G, 10,9,
3,2.
T: enginn.
L: G, 10,9, 8,
Jólagæsin.
Víða um lönd er það siður,
að hafa aligæsir til matar á jól-
unum, og þykja engin jól að
öðrum kosti. Gæsirnar eru kapp-
aldar nokkurn tíma fyrir jólin,
og eftir því sem þær eru feit-
ari, eftir því þykja þær betri.
Á markaðinum eru gæsirnar svo
seldar og sjest hjer eitt mark-
aðsborð, þar sem ekki er ann-
að á boðstólum en jólagæsir.
tvöfaldaði. Spilið fór þannig:
1. H. Á. — H. 4 — H 5 — S. 2
2. S. 8 — S. Á. — S. 7 — S. 3
3. H. 2. — H. D. — H. K. — S. 9
4. L. 4 — L. 3 — L. 6 — L. Á.
5. L. 7 — L. 5 •— T. 8 — L. K.
6. L. 8 — T 5 — H 6 — L. D.
7. L. 9 — T. 6! — H. 7 — L. 2
Nú hefir C. komist að og get-
ur ekki spilað öðru en H. eða L.
Hvorugan þennan lit eiga þeir A.
og B. Það er að segja, að í fyrsta
útspili getur D. kastað seinasta
tígulspili sínu, en A. tekur slag-
inn með SG. Seinustu slagina fá
þeir A. og B. svo á tromp.
Ef B hefði í 7. slag tekið með
trompi í stað þess að fleygja af
sér tígli, þá hefði A. og B. haft
tígla á hendi og þá hefði hinir
hlotið að fá tvo slagi. En vegna
þess, að tapspilinu var kastað
í á rjettum tíma, þá unnu þeir
spilið.
Munið það, að bridge er mjög
merkilegt spil. Það er eigi aðeins
undir því komið að kunna að
segja, heldur að kunna að spila
spilum sínum rjett í hvert skifti.