Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1932, Blaðsíða 7
Lesbók morgunblaðsín's sofnað — og vita af honum ein- um úti. Ó, mjer er ómögu- legt---------! En þrátt fyrir mótmæli dótt- ur sinnar, tók móðirin hana við hönd sjer og leiddi hana til svefn herbergis síns. Og áður en hún sjálf vissi af, var hún háttuð, og hafði breitt yfir höfuð sjer. En úti fyrir, rjett við höfuð hennar, ljeku stormurinn og fönnin hrikaleik sinn — leikinn, sem þau hafa þreytt með sjer ár eitir ár, og öld eftir öld, en leið- ist þó aldrei að endurtaka. ' III. Unnur lá í rúmi sínu, í ein- hverskonar leiðsluástandi, á- standi, sem var mitt á milli svefns og vöku. Umhverfis hana grúfði nóttin, þögul og dularíull, ógnþrung.n og óttaleg. Frostrósirnar á glugg- anum hennar ukust og stækkuðu, þangað til þær urðu kafloðnar. Þær voru líkastar loðnum rán- dýrskrumlum, klóm, sem sneru í áttina til hennar og vildu taka hana til sín. Og hún forðaðist að líta á þær. Henni stóð ógn af þessum glöggu og áþreifanlegu merkjum frosts- ins; þetta voru þær sömu kruml- ur sem nístu ástvin hennar í hel. Þetta var dauðinn, dauðinn sem var að læðast að höfðalaginu hennar og vildi fara um hana höndum sínum. Uti fyrir húsinu var það dauð- inn, sem hafði völdin. Og hann neytti þeirra með sömu óbif- anlegu harðneskjunni sem hon- um var lagin, hann gekk beint að verki, án þess að skeyta hið minsta um einlægar bænir hins andvaka hjarta, án þess að hirða um hinar sáru undir, sem hann skildi eftir á leið sinni. Og hún hugsaði sjer dauðann sem einn af herkonungunum ssm hún hafði svo oft lesið um í forn- sögunum; hún hugsaði sjer, að hann sæti í hásæti sínu í re su- legri höll, og hjeldi á veldis- sprota í hægri hendi, en sigð í hinni vinstri. Veldissprotinn var tákn konungsveldis hans, en sigð- in daglega starfans. Og hún gekk inn í hallardyrnar, en þegar kon- ungurinn sá hana, reis hann upp á móti henni, og hengdi ofur- litia siliurgiitrandi hrimrós á brjóst hennar. En ískuldinn af rósinni læsti sig inn að hjarta hennar, svo að henni fanst hun ætla að hníga niður. En þá kom Þorsteinn inn í dyrnar, tók í hægri hönd henn- ar og leiddi hana út. Og hann leiddi hana inn í annað heroergi í höllinni, inn í lítið herbergi. Þar stóð rekkja með snjóhvícum sængurklæðum. Hún haíði sjald- an sjeð eins hvítt lín. Hann leidui hana að rekkjunni og sagði: — Sjá, hve jeg hefi fengið fal- leg sængurklæði í nýju viscinni. Hún þreifaði á yfirsænginni, en þá varð henni eins við og áð- ur, er rósin kom við hana. Kuld- inn úr sænginni nísti hana inn að beini. Hún riðaði á fótunum og henni lá við íalli. Þá tók hann í hönd hennar að nýju og studdi hana. Hönd Þor- steins var ísköld, og andardratt- ur hans, sem ljek um vanga hennar, eins og hrímkuldi. Og hún spurði: — Þorsteinn, hví er hönd þín svo köld, og andardráttur þinn svo svalur? En hann svaraði ekki, heldur kysti hana á kinn- ina. En hana kulaði ákaflega í staðinn, sem hafði mætt vörum hans, svo kaldar voru þær og ó- líkar því, sem þær voru um sum- arið, þegar þau sátu saman und- ir aftanroðanum. Hann kysti hana aftur á ennið með ísköldum vörum sínum, hana sveið í höfuð- beinin eftir kossinn, hún hrökk upp og sagði í hálf-ásakandi og raunalegum rómi: — ó, Þorsteinn, hvað þú ert undarlegur, svo kaldur og------ En þá varð hún alt í einu vör við það, að hún var komin hálf upp úr rúminu, og hafði lagt andlitið að hjeluðum gluggarúð- unum. Hún flýtti sjer ofan í rúm- ið aftur og breiddi ofan á sig. Svo að það hafði þá alt ver- ið draumur!------- Hún sá, að það var farið að líða að dagrenningu á jóladags- morguninn, og hugsaði því ekk- ert um að reyna að sofna aftur. Draumurinn sem hana var að 395 dreyma, stóð ljós.ifandi fyrir hugarsjónum hennar, og iylti sálu hennar kvíðvænlegum hryll- ingi. Hún þóctist viss um, að hann boðaði ekkert gott. Og hún grúfði sig niöur í kodd- ann og grjet. Nú var það eaki eins og fyrri daginn, þegar hún gat ekki grátið; nú voru lindir táranna opnar, og nú hrundu tárin af hvörmum henn- ar eins og silfurperlur, og fellu niður á koddann. En þá datt henni í hug, að það væri þýðingarlaust og heims/vu- legt að gráta. Best væri að bera sig vel. Móðir hennar mundi líka koma bráðum með morgunkaffið, og það væri skammarlegt iynr hana að láta sjá, að hún væri að skæla eins og krakki. Auk þess sem tárin færðu henni ekki Þorstein aftur.------ ---------Guði sje lof, að þið eruð komnir heilir á húfi! Þetta heyrði hún sagt úti á ganginum í feginsrómi móður sinnar, rómi, sem auðheyrt var á, að þau tíðindi, sem sögð voru, urðu henni mikil og óvænt gleði- tíðindi. Og hver gátu þau verið önnur en þau ein, sem hún þráði heitast að fá að heyra? — En hún þorði ekki að gera sjer háai* vonir. Og hún beið svolitla stund í stjórnlausri eftirvæntingu. I>á kom móðir hennar inn með morgunkaffið, og bauð henni góðan daginn. Og hún gat fært henni þær frjettir, að Þorsteinn væri kom- inn heill á húfi. Hún sagði henni, að um nótt- ina hefði birt svolítið til, og þá hefði faðir hennar ekki biðið boð- anna með að leita að ÞorstJni. Hann hafði hitt för Þorst ins nokkuð langt frá bænum, og rak- ið þau alla leið niður í Svörtu- kleif. Þar fann hann Þorstein. Hann hafði sest þar að þegar hann var orðinn úrkula vonar um að finna bæinn, og ljet þar fyrir berast. Hann var all- þjakaður, en þó ekki meira en svo, að hann komst af eigin ramleik heim að bænum, ásamt bónda. En þegar hann kom heim, varð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.