Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1941, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25 asti maður landsins. — Hann keypti fyrst, rúmlega tvítugur, Hœstakaupstaðinn á ísafirði af Ólafi Thorlacius í Fagradal, eti honum hafi tilfallið sú góða eigu í arf eftir föður sinn. Þessari eign náði Jens með vægu verði og hóf þar verslun og græddi stórfje á fáum árum. Svo keypti hann síðar verslunarstaðina í Vest- mannaeyjum og Keflavík. Jens gerði út mörg þilskip. Þegar þau voru flest, voru þau 11, en auk þess átti hann 5 milliferðaskip og var því skipafloti hans alls' 16 skip, en þá hafði enginn maður einn átt svo mörg skip fyr hjer á landi. — Eitt skip Jens Benediktsen bar af öllum kaupförum, sem sigldu hjer til lands. Það var skonnort- an „Hekla“. Þetta skip ljet hann byggja norður í Finnmörk og kostaði það fulla 16 þúsund dali. Þegar skipið kom suður til kóngs- ins Kaupmannahafnar, ljet hann skreyta það mjög vel, svo að slíkt hafði ekki sjest þar á landi fvr. í Ivftingu ljet hann setja lág- mynd af eldfjallinu Heklu, en sitt hvorum megin við hana var ljón og bjarndýr alt logagilt, og svo var framan á stefni skipsins afarmikil vithöggvin „Gallions"- mjrnd af Þór með hamarinn Mjölni og var sú mynd í líkamsstærð, logagilt. Jens var afar hreykinn yfir þessu nýja og skrautlega skipi sínu. Veturinn, sem „Hekla“ var útreidd til fyrstu ferðar sinn- ar til íslands, var hann oft í skipinu á daginn og heimsóttu landar hans hann þar; gekk hann þá fram og aftur á þilfarinu. sýndi þeim skipið og var hinn kátasti. Eitt skina Jens Benediktsen var stórt hafskip, sem „Piscator" hjel og sendi hann það til fiskiveiða norður til Svalbarða, og þótti það mikil framtakssemi. — ★ Jens Benediktsen naut ekki lengi við. Hann dó aðeins rúmlega hálffertugur, fyrri hluta sumars 1841. — Um vorið fór hann frá Höfn á uppáhaldsskipi sínu „Heklu“ til Vestmannaeyja, en á leiðinni varð hann veikur og var fluttur á land þegar eftir komu skipsins til eyjanne og þar dó hann skömmu síðar. — Þó að Jens Benediktsen yrði ekki eldri en 36 ára, hafði honum tekist að safna sjer ótrúlega miklum auði. I Kaupmannahöfn átti hann bæði kornmyllu og brauðgerðarhús auk allra eignanna hjer á landi og skipanna. Alt var þetta virt þeg- ar hann dó á 125.3C0 dali, en skuldir hvíldu á honum 40 þús. dalir. Ólafur Thorlaeius átti skuld- lausa 125 þús. dali og var því þessu ríkari en Jens. — Jens Bene- diktsen var öllum harmdauði, því að hann var drengskaparmaður, en illa fór um hin miklu efni hans, sem munu samsvara alt að einm miljón króna miðað við nútíma verðmæti. Það fór svo um þennau mikla auð, sem hafði verið safn- að á einum 13 árum, eins og oft vill fara um fljóttekinn gróða, að hann gekk til þurðar í höndum þeirra, sem við honum tóku, á 2 eða 3 árum. Verðfall varð á af- urðum og óhöpp steðjuðu að, svo að eftir 3 ár var svo komið, að skuldir dánarbúsins voru orðnar 114 þús. dalir, m. ö. a. alt var tapað. Þá voru skipin og versl- unarstaðirnir seldir til skulda- lúkninga og hrökk andvirðið rjett fyrir skuldunúm. — Hið glæsi- lega skip „Hekla“ fórst undir Keflavíkurbjargi, aðeins 2 ára gamalt, árið eftir að Jens dó. Meira. Gamall skoskur hermaður var á leiðinni til Inverness í járnbraut- arlest. Hann var heldur óstöðug- ur á fótunum og fjekk sjer sæti hjá Hjálpræðishersforingja. Um stund horfði hann á einkennisbún- ing foringjans með athygli, en sagði svo að lokum: í hvaða her- deild eruð þjer, maður minn. Jeg kannast ekki við einkennisbúning- inn? Foringinn svaraði: Jeg er her- maður Herrans. Jeg er á leiðinni til Aberdeen til að berjast við fjandann, þar næst til Dundee til að berjast við hann, þaðan til Edinborgar og Newcastle í sömu erindum. — Það er eitthvað vit í þessu, sagði gamli hermaðurinn. Þú ert að reka þann skratta suður á bóg- inn skilst, rnjer Fjaðrafok Svertingjadrotning ein í Suður- Afríku á tuttugu „eiginkonur“. Drotning þessi heitir Modjadji og ræður ríkjum í Balobedu, sem er fjallahjerað í Transvaal. Hinar tuttugu „eiginkonur", sem hafa það hlutverk að þjóna drotn- ingunni, eru opinberlega viður- kendar, en það er eiginmaður hennar hinsvegar ekki. Hann verð- ur að fara huldu höfði samkvæmt lögum. Nafni hans og persónu er haldið svo leyndu, að það er dauðasök að komast að því hver hann er. Þar sem hann er ekki löglegur eiginmaður hennar, og kemur aldrei til að hann geti kraf- ist krúnunnar þó drotningin falli frá. Eiginmenn hinna 20 „eigin- kvenna“ drotningarinnar eru einn- ig levnilega giftir þeim. „Eiginkonurnar“ . eru opinber- leera- giftar drotninennni og ef hún deyr, án þess að hafa eignast dóttur, getur dóttir einhverrar „eiginkonu“ hennar orðið drotn- ing. Á þenna hátt verður altaf meykongur í hásætinu og karl- mennirnir fá ekki tækifæri til að koma nálægt stjórn landsins. ★ Þegar Cook landkönnuður steig fyrst á land í Ástralíu spurði hann innfæddan mann hvað þetta einkennilega dýr, með pokann á kviðnum, hjeti, sem hann sá víða. Ástralíumaðurinn svaraði: „Kan- ga-roo“, sem á hans á hans máli þýddi: „Jeg veit það ekki“. Cook hjelt að þetta væri nafn dýrsins og síðan eru pokadýrin kölluð kangaroo á enskri tungu. Þegar Spánverjar fóru fvrst norður fyrir Niagara til að leita að gulli og silfri voru þeir vanir að kalla í bræði: „Acanada", sem. þýðir á spönsku: „Það er ekkert hjer“. Indíánar lærðu þetta orð, og er Frakkar komu seinna reyndu Indíánarnir að skýra Frökkunum frá að ekkert gull væri þar að fá. „Acanada", sögðu Indíánarnir, þar til Frakkar hjeldu að þeir ættu við að landið hjeti þessn nafni og kölluðu það Canada.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.