Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1941, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1941, Blaðsíða 2
314 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Oddi um aldamótin 1800. Eftir ferðabók Maekenzi#’*. þó að málaefni væru vafasöm, enda til mikils fjár að slægjast. Henti konu Páls prests það ó- happ á sáttafundi, að hana brast stillinguna, og reyndi hún í bræði sinni að stinga auga úr Sturlu. Sá Páll prestur sinn kost vænstan að selja Sturlu sjálf- dæmi um áverkann. Sturla gerði sér til handa tvö hundruð hundraða (talið jafngilda nú 24.000 gullkrónum), og þótti sú gerð með ódæmum; neitaði Páll prestur að hlíta gerðinni og sótti Jón Loftsson í Odda að lið- veislu. Jón tók að sér að rétta hlut hans, og treystist Sturla tkki að etja kappi við Jón, en lagði málið í gerð hans; lækkaði Jón allmjög fégjald á hendur Páli. Þetta var hin mesta hneisa fyrir Sturlu, að neyðast til þess að leggja málið í gerð jíess manns, sem bafði tekið að sjer málsvörn fyrir andstæðing hans, er honum hafði áður verið selt sjálfdæmi í málinu. Sveið hon- um það sárt, jafn skapstórum manni og heiptræknum. En Jóni I oftssyni var fyrir mestu, að Sturla ryfi ekki sættina. Til þess að mýkja Sturlu og auka sæmd hans, sem beðið hafði mikinn hnekki, bauð hann Sturlu barn- fóstur og bauð heim Snorra, syni hans, og honum sjálfum. En Snorri segir svo um viðskipti Haralds konungs hárfagra og Aðalsteins Englakonungs, að ,,það er mál manna, að sá væri ótignari, er öðrum fóstraði barn“. Ef til vill hefir hann haft það í huga, er hann skráði þetta, hversu Jón Loftsson vildi mikið til vinna, að friður hjeld- ist. Með þessum atburðum kom Snorri tvævetur í fóstur í „hinn æðsta höfuðstað í Odda“, eins og tekið er til orða í sögu Þor- láks biskups, til Jóns Loftsson- ar, „er dýrstur maður er á landi þessu“, og þar ólst hann upp' til tvítugsaldurs. Þegar hér var komið, voru al- bræður hans báðir komnir í höfðingja tölu. Þórður hafði með konu sinni erft goðorð á Snæfellsnesi, það er gekk í karl- h-gg frá Þórði gelli, en Sighvat- ur hafði tekið við erfðagoðorði þeirra og mægst við Ásbirninga, Haukdæli og Svínfellinga. Ekki hafðr Hvamm-Sturla verið fje- ríkur maður; erfðahlutur Snorra var 40 hundruð, en móðir hans hafði eytt því fje. Snorri var því bæði fjelaus og staðfestulaus. En bræður hans voru í miklum upp- gangi, og þó var meira vert um frstbræður hans. Sæmundur Jónsson hafði þá tekið við n.annaforráðum eftir föður sinn andaðan og bjó í Odda; var hann á þeim árum mest virtur allra höfðingja hjer á landi. — Ormur Jónsson var goðorðs- maður og bjó á Breiðabólstað, stórauðugur maður, en Páll Jónsson hafði þá fyrir skömmu sest á biskupsstól í Skálholti. Þeir Sæmundur og Þórður Sturluson leituðu nú Snorra ráðs cg báru þar niður, sem bæði var fyrir auður og mannaforráð. Báðu þeir til handa honum Her- dísar, dóttur Bersa prests hins auðga á Borg á Mýrum, og var brúðkaup þeirra haldið í Hvammi sumarið 1199; stóð Snorri þá á tvítugu. Skyldi hann eiga bú í Hvammi við móður sína. Tveim árum síðar andaðist Bersi prestur; tók Snorri þá arf allan eftir hann, átta hundruð hundraða, settist í bú á Borg og tók við mannaforráðum Mýramanna. Skömmu síðar eignaðist hann hálft Lundar- mannagoðorð, að gjöf Þórðar í Görðum, móðurbróður síns. Snorri hafði nú komið sjer vel fvrir. Þó að hann væri yngstuv bræðra sinna og alinn upp fjarri ættstöðvum sínum, hafði hann nú eignast meira auð og manna- forráð en þeir, og hefði hann mátt vel við una. En Snorri ljet sjer ekki nægja fengið fje og rendi nú augum til Reykholts. Þar bjó þá Magnús prestur, son- ur Páls prests. Hann var þá hniginn að aldri, og eyddust honum fje. Tvo sonu átti hann, og voru báðir prestar og „þóttu eigi færir til staðarforráða. Snorri feldi mikinn hug til stað- arins“ og gerði samning við Magnús prest, með samþykki þeirra, er erfðum voru næstir, lað Magnús gæfi honum upp staðinn, en Snorri skyldi taka við „þeim hjónum og koma son- um þeirra til þroska þess, er auðið yrði“. Með þessu sýndi Snorri, að hann ljet sjer ekki nægja að vera auðugur hjeraðs- höfðingi. Hann stefndi að því, að komast í tölu þeirra höfð- ingja, er mestu rjeðu á alþingi, geta þar haldið til fulls við hvern sem var. Ekki hefir þessi ráðabreytni verið öllum að skapi. „Maður hjet Egill Halldórsson; hann var af Mýramanna langfegðum; hann var heimamaður Snorra. Egil dreymdi, að Egill Skalla-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.