Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1941, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1941, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 321 með vissu samin á þroskaárum Snorra, en það er Egils saga. Hefir sú skoðun einkum verið rökstudd af Birni M. Ólsen og Sigurði Nordal. Þetta hefir ver- ið mikið deiluefni með fræði- mönnum, en nú virðist svo, eftir röksemdir Sigurðar Nordals í formála Egils sögu (Fornritaút gáfan), að frekar sje sókn en vörn af þeirra hendi, sem eignn vilja Snorra söguna. Að minsta kosti mun mega fullyrða það, að hafi annar maður samið Egils sögu, þá sje hann um margt jafnoki Snorra. IV. Saga Snorra og rit hafa sætt undarlegum örlögum. Sturla lögmaður, bróðursonur Snorra, skrifaði sögu ættar sinnar á of- anverðri 13. öld. Sú saga fjell brátt nálega í gleymsku hjer á landi. Sturlunga saga var ná- lega óþekt hjer á landi, þangað til í upphafi 17. aldar. Þá fyrst lryntust menn æviatriðum Snorra. Líku máli gegnir um Heimskringlu. — Hún varð snemma uppistaðan í hinum lengri konungasögum, sem gefnar eru út í Formanna sög- um og Flateyjarbók, en þessar sögur voru meir að smekk m,anna á næstu öldum eftir Snorra. Heimskringla sjálf fjell í gleymsku á Islandi; öll þau forn handrit, sem nú eru til af lienni, eða eftirrit eru af, voru í Noregi á 16. öld. Þó vissu menp, að Snorri hafði ritað um Noregskonunga, því að víða er til hans vitnað í hinum lengri sögum. Frá Noregi kom svo vitneskja um Heimskringlu uin sama leyti' sem ævisaga Snorra í Sturlungu varð kunn hjer á landi. En Edda Snorra Sturlu- sonar var jafnan í miklum met- um og hjelt nafni hans á lofti meðal þeirra, sem iðkuðu Eddu- leglu eða Eddu-list. V. Snorri Sturluson var einn mesti höfðingi hjer á landi á sinni tíð. Honum auðnaðist að afla sjer meiri mannaforráða og metorða en flestum öðrum. Hann var fjegjarn og auðsæll. Sá vegur, sem honum hlotnað- ist, augur og völd, var ótrúlega auðfengið. Hann ætlaði sjer sjálfur meira hlut en öllum mönnum öðrum hjer á landi. En völd hans stóðu ekki á jafn- styrkum stoðum sem þau voru mikil að ytra áliti. Snorra brast áþreifanlega marga þá eigin- leika, sem voru ómissandi hverj- um þeim, er vildi sækja völd í greipar harðsnúnum höfðingjum 13. aldar, sem sátu á arfleifð sinni og áttu traust- an bakhjarl í rótgrónu fylgi manna sinna. Það fer ekki hjá því, að þeir, sem áttu við hann að skifta, hafi sjeð veilurnar í skapgerð hans og gengið á það lagið. Snorri var fyrstur til þess að taka að sjer að reka erindi konungs hjer á landi, Sturla Sig- hvatsson annar. Þegar Sturla Þórðarson segir í Hákonar sögu frá samningum konungs og Sturlu Sighvatssonar, kemst hann svo að orði: „Konungur spurði, hversu mikið fyrir mundi verða, að koma einvaldi yfir landið, og kvað þá mundu vera frið betra, ef einn rjeði mestu. Sturla tók þessu líklega cg kvað lítið mundu fyrir verða, ef sá væri harðvirkur og ráð- ugur er við tæki“. Það er eins cg konungi sje bent á, að Snorra, hinn fyrsta erindreka konungs, hafi einmitt skort þetta. Ætt Snorra var í miklum uppgangi. Synir hans hefðu get- að orðið honum mikill styrkur í valdastreitu hans, ef rjett hefði verið á haldið. En Snorri vildi ekki miðla þeim af auði sínum nje ríki. Hann, hinn niikla vitsmunamann og glögg- skygna sagnaritara, brast skilning á því skjóli, sem frændgaðurinn gat veitt hon- um. Jón murtur, sonur hans, vildi mægjast við Oddaverja: til þess, að þær mægðir gætu tekist, þurfti hann að fá sjer staðfestu. Hann beiddist Staf-' holts af föður sínum, en fjekk ekki. Vísaði Snorri honum á Borgarland og fje móður sinn- ar, en dró undan sitt fje. Hefir Jóni þótt Snorra farast lítil- mannlega; hann vildi ekki leita á móður sína, en lýsti utanför sinni og hjet á vini sína til far- arefna; þá ljet faðir hans und- an, en það var um seinan. Jón lór utan og varð ekki afturkomu auðið, var veginn í Noregi. Órækja fekk göfugt kvonfang, mægðist við Ásbirninga. Aftur tímdi Snorri ekki að sjá af neinu af höfuðbólum sínum, þó að hann ætti þau mörg. Órækja lenti á hrakningi, varð rauna- legur ógæfumaður, en virtist þó höfðingjaefni. — Tengdasynir hans voru ,.engin smámenni“, mestu höfðingjaefni norðan lands og sunnan, en þeir stóðu yfir höfuðsvörðum Snorra. Bræður Snorra og bróðursyn- ir voru bæði ríkir og fram- gjarnir, fóstbræður hans voru enn öflugri. I stað þess að hæna þá að sjer, leitaði hann á þá. Fyrsta árásin á ríki hans kom frá bróður hans og bróðursyni; þá hrundi ríki hans um koll. Næsta árásin frá tengdasyni hans; þá misti hann lífið. Þannig lauk baráttu Snorra fyrir auði og völdum. Síðustu æviár hans eru stórfengleg harmsaga. En sá ljómi og glæsi- leiki, sem nú leggur af snill- ingnum Snorra Sturlusyni, hef- ii stafað af manninum sjálfum í samvistum við hann. Vinum hans og frændum var hann ó- gleymanlegur. „Minstu á það, hve marga og mikla skömm þú átt Gizuri að gjalda, fyrst í drápi Snorra Sturlusonar, er vjer værim allir skyldir að hefna, ef vjer mættim“, sagði Ólafur hvítaskáld. „Man engi nú Snorra Sturluson, ef þú fær grið“, sagði Kolbeinn grön. Snorri hlaut jarls nafn í Nor- egi, en honum auðnaðist ekki að ná jarls völdum á Islandi. En honum hlotnaðist að gefa þjóð sinni þær gersimar, að aldrei mun þurfa að spyrja: Man engi i*ú Snorra Sturluson?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.