Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1941, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1941, Blaðsíða 1
hék 37. tölublac". JSlorðinjjfelaJ&siíus Sunnudagur 21. september 1941. XVI. árgangur. ÍMfoldarpraatsnUðJa b i. Pjetur Sigurðsson háskólaritari: Snorri Sturluson 1241 - 23. september — 1941 Nóttina milli 22. og 23. sept. 1241 gerðust þau tíð- irdi í dimmum kjallara í Reyk- holti, sem slógu óhug á lands nienn og varpa skugga í aldir i'ram: Snorri Sturluson, einn glæsilegasti höfðingi á landi hjer, kominn á sjötugsaldur, var veginn á heimili sínu td böðlum tengdasonar síns, sem t'tti engar sakir við hann, en að boði Hákonar Noregskonungs, er Snorri hafði kveðið um ódauð- legt lof. Þannig urðu ævilok þess manns, sem mestri frægð hefir varpað á menningu vora um víða veröld fyr og síðar. ; Snorri Sturluson fæddist áv- i5 1179 (fremur en 1178). Hann var yngsti sonur Sturlu Þórðarsonar í Hvammi í Dölum og Guðnýjar Böðvarsdóttur. Sturla var ættgöfugur maður, og hafði Snorrungagoðorð gengið að erfðum til hans. Ekki höfðu þó næstu forfeður hans látið mjög til sín taka; hafði aðra höfðingja borið hærra í þessum hjeruðum. En Sturla var framgjarn og fylginn sér, slægvitur og hygginn, og jók Snorri Sturluson. Eftir Chr. Krogh. mjög metorð sín og völd. Böð- var Þórðarson, móðurfaðir Snorra, var í karllegg af Agli Skallagrímssyni; sá ættleggur hafði flutst suður um Borgar- fjörð og átti þar mannaforráð (Lundarmannagoðorð) ; mun ríki þeirra hafa verið í niinna lagi, líkt og það, sem Sturla hafði tekið að erfðum, þó að til stórmenna væri að telja. Þegar Snorri var á barns- aldri, gerðust þeir atburðir, sem mjög urðu afdrifaríkir um framtíð hans og allan þroska. Böðvar, móðurfaðir hans, deildi við Pál prest Sölvason í Reyk- holti um arf einn og hafði til þess atfylgi Hvamm-Sturlu. Sóttu þeir málið af ofurkappi,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.