Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1941, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1941, Qupperneq 1
37. tölublað. Sunnudagur 21. september 1941. XVI. árgangur. ís*fold»rj>rentsml0Jft h.t. Pjetur Sigurðsson háskólaritari: Snorri Sturluson 1241 — 23. september — 1941 I. 'VT óttina milli 22. og 23. sept. ’ 1241 gerðust þau tíð- irdi í dimmum kjallara í Reyk- holti, sem slógu óhug á lands menn og varpa skugga í aldir fram: Snorri Sturluson, einn glæsilegasti höfðingi á landi hjer, kominn á sjötugsaldur, var veginn á heimili sínu af böðlum tengdasonar síns, sem í tti engar sakir við hann, en að boði Hákonar Noregskonungs, er Snorri hafði kveðið um ódauð- legt lof. Þannig urðu ævilok þess manns, sem mestri frægð hefir varpað á menningu vora um víða veröld fyr og síðar. *- Snorri Sturluson fæddist ár- ið 1179 (fremur en 1178). Hann var yngsti sonur Sturlu Þórðarsonar í Hvammi í Dölum og Guðnýjar Böðvarsdóttur. Sturla var ættgöfugur maður, og hafði Snorrungagoðorð gengið að erfðum til hans. Ekki höfðu þó næstu forfeður hans látið mjög til sín taka; hafði aðra höfðingja boi’ið hærra í þessum hjeruðum. En Sturla var framgjarn og fylginn sér, slægvitur og hygginn, og jók Snorri Sturluson. Eftir Chr. Krogh. mjög metorð sín og völd. Böð- var Þórðarson, móðurfaðir Snorra, var í karllegg af Agli Skallagj’ímssyni; sá ættleggur hafði flutst suður um Borgar- fjörð og átti þar mannaforráð (Lundarmannagoðorð) ; mun ríki þeirra hafa verið í minna lagi, líkt og það, sem Sturla hafði tekið að erfðum, þó að til stórmenna væri að telja. Þegar Snorri var á barns- aldri, gerðust þeir atburðir, sem mjög urðu afdrifaríkir um framtíð hans og allan þroska. Böðvar, móðurfaðir hans, deildi við Pál prest Sölvason í Reyk- holti um arf einn og hafði til þess atfylgi Hvamm-Sturlu. SóttU þeir málið af ofurkappi,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.