Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1941, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1941, Blaðsíða 10
322 LESBÓK MORGUNBLAÖSINS Dr. Guðmundur Finnbogason: SNORRI STURLUSON / ljósi tveggia vísna hans. r í Háttatali Snorra Sturlusonar er vísa með hætti, sem heitir „in mesto. refhvörf": Síks glóðar verr sækir slétt skarð hafi jarðar, hlífgranda rekr hendir heit köld loga öldu; fljótt válkat skilr fylkir friðlæ, röðuls sævar ránsið ræsir stöðvar reiðr, glaðr frömum meiðum.1) í nafninu virðist bending um það, að hátturinn sje ekki allur þar sem hann er sjeður. Einkenni hans er það, að í hverju vísuorði virð- ast tvö og tvö orð gagnstæðrar merkingar, t. d. heit köld, þar sem heit er þó ekki af lýsingarorðinu heitr, heldur nafnorð og merkir hótanir. í vísunni eru því 16 and- stæður og gera þó samfelt mál og rjetta hugsun, þegar orðin eru skynsamlega upp tekin. Slíkur skáldskapur kann í fljótu bragði að virðast fánýtt glingur. En ef litið er á vísuna í sambandi við önnur verk Snorra, þá er frá henni furðumikil útsýn yfir þau. Háttatal var í rauninni hvelfing- in á hinu veglega höfuðhofi ís- lenskrar tungu, er vjer köllum Eddu Snorra Sturlusonar. Hver vísa kvæðisins var einn reitur í hvelfingunni. Til þessarar hof- smíðar hafði Snorri dregið saman alla fágætustu dýrgripi tungunn- ar, öll auðræði skáldskaparmáls- ins, heiti og kenningar. í þessari óþrjótandi orðgnótt var fólginn *) Síks glóðar (gulls) sækir (Hákon) verr skarð jarðar (Firði) hafi slétt (sljettað, jafnað); öldu loga (gulls) hendir rekr köld heit (hótanir) hlífgranda (sverði) ; glaðr fylkir skilr friðlæ fljótt válkat; reiðr ræsir stöðvar fröm- um sævar röðuls (gulls) meiðum ránsið. Líkneski Vigelands af Snorra, er Norðmenn ljetu gera og ætluðu að gefa oss. Væri nú líkneskið komið í Reykholt, ef alt hefði verið meö feldu. hugmynda- og hugtakaarfur þjóð arinnar. Þar blikaði á rammforn- ar trúarhugmyndir, goðasögur, hetjusögur og hin fyrstu rök Snorri virðist hafa kunnað eða haft tiltækan allan skáldskap, er þá var kunnur á íslandi. Og hann var rammskygn á skáldskapar- málið. Eins og eðlisfræðingar ráða eðli og sögu fjarlægustu stjarna af litrófi þeirra, virðist Snorri hafa skynjað og skilið hvern hugsanaglampa í orðum skálda- málsins og lesið út úr þeim merki- legar sögur. Hins vegar hefir hann raðað orðaforðanum og sýnt, hvernig höfuðskáldin höfðu látið sjer líka tð fara með hann í kvæð- um sínum, og geymdi hann þann- ig jsíðari kynslóðum; hafði það geysileg áhrif á viðhald, með- ferð og skilning málsins fram. á vora daga. Þessi orðaforði var annar þátt- ur skáidskaparins. „Tvenn eru kjm þau, er greina skáldskap all- an: mál ok bættir“, segir Snorri Hættina sýndi hann í Háttatali sínu, líklega flestalla, er þá voru kunnir, en fegraði þá og fullkomn- aði og jók við. Hvað voru þessir hættir? Þeir voru hugvitsamlegt mót til að raða oðunum í, svo að þau fengju nýjan ljóma og mögn- uðu hvert annað svo sem samstilt- ir litir á fleti. Það mætti líka segja, að hættirnir væru eins kon- ar lag, er gefur málinu innfjálga hrynjandi og hljómfegurð. íslend- ingar höfðu frá öndverðu gert skaipan greinarmun á samföstu máli og sundurlausu, og sögu- stíllinn er frægur að því, að þar er forðast að hafa nokkurt orð til skrauts eins eða sundurgerðar. Efnið ræður þar forminu, sem er samgróið því eins og hörund holdi. í skáldskapnum var formið ósveigjanlegt, eins og þegar gera skal myndir í fyrirfram ákveðið mjmstur. Þar með kom baráttan milli forms og efnis, er varð því harðari sem formið var flóknara. Þar spöruðu íslendingar sjer eng- ar þrautir. Þeir leituðu stöðugt á brattann. í refhvörfum Snorra sjá- um vjer þessa baráttu á hæsta stigi. Þar hefir hátturinn ekki að- eins lagt undir sig málformið, hrynjandi, stuðlun og hendingar,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.