Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1941, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1941, Blaðsíða 4
316 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ungaskifti í Noregi; Ingi kon- urgur var andaður, en H.ákon tekinn til konungs, 13 vetra £amall. Þá var Skúli jarl, hálf- bróðir Inga konungs samfeðra, valdamestur maður í Noregi, en íeri að því, að velta Hákoni konungi úr völdum og setjast sjálfur á konungsstól. Var þó alt heilt að sjá með þeim höfð- ingjum. Snorri komst brátt í kærleika við þá báða, konung og jarl, cg gerðu þeir hann skutil- svein sinn; var það all-mikill sómi. Litlu fyr en Snorri fór utan hafði komið upp fjandskapur milli Oddaverja og Björgvnjar- manna, og urðu mannvíg á báða bóga. Vorið, sem Snorri ætlaði heim, var svo komið, að Norð- j' enn höfðu ráðið herferð til Is- lands af þeim sökum; voru til ráðin skip og menn, hverjir fara skyldu. „Snorri latti mjög ferð- arinnar og kallaði það ráð, að gera sjer að vinum hina bestu menn á íslandi, og kallaðist skjótt mega svo koma sínum orðum, að mönnum mundi sýn- ast að snúast til hlýðni við Nor- egs höfðingja". Höfðu ýmsir ráðunautar jarls áður reynt að íirra vandræðum, og kom nú svo við fortölur Snorra og ann- ara, að hætt var við förina. En konungur og jarl gerðu Snorra lendan mann sinn, og skyldi hann leita þess við íislendinga, að þeir snerust til hlýðni við konung. Gaf jarl honum skipið, tv hann fór á, og 15 stórgjafir. Þetta var sumarið 1220. Nú kom Snorri úr konungs- garði með meiri sæmdum en nokkur annar íslendingur. — Mun hann hafa talið sig hafa firt þjóð sína miklum voða, en enga þökk hlaut hann fyrir það. Kendi hann mikils kulda af Sunnlendinum, einkum Odda- \erjum, sem töldu sig eiga kröfu til bóta af Norðmönnum. Ekki varð Snorra neitt ágengt með málaleitun konungs, enda verð- ur ekki sjeð, að hann hafi nokkru sinni borið hana upp. Brátt varð Snorri lögsögu naður öðru sinni, sumarið 1222, og hafði nú lögsögu 10 sumur. Lagði hann enn kapp á að auka ríki sitt. Nú Voru dætur hans crðnar gj^afvaxta, og hugði Snorri gott til að efla sig að ruægðum. Ingibjörgu gifti hann Gizuri Þorvaldssyni; þá var Giz- ur 15 vetra. Þórdísi gifti hann Þorvaldi Snorrasyni í Vatnsfirði. Hallbera háfði skömmu áður giftst Árna óreiðu Magnússyni; þau skildu, og gifti Snorri Hall- beru síðar Kolbeini unga. Gizur skildi síðar við Ingibjörgu og Xolbeinn við Hallberu. Hafði Snorri því lítinn stuðning af þessum tengdasonum sínum, en hms vegar heppnaðist honum að auðgast talsvert á skilnaði ilallberu við menn sína. Mægð- ii*nar við Þorvald leiddu til fjandskapar við Sturlu Sig- hvatsson. bróðurson Snorra; var m þá lokið samheldni SturlungÍT, en þangað til höfðu þeir oftast veitst að málum og eflt sig mjög \ið það. En sundrungin leiddi þá síðar til falls. Um þessar mundir (1224) gerði Snorri helmingafjelag við Hallveigu Ormsdóttur, bróður- dóttur Sæmundar í Odda, er þá var féríkust kona á Islandi. Fór hún til bús með honum, og áttu þau börn saman, en ekkert þeirra komst á legg. „Hafði Snorri þá meira fé en engi ann- arra á íslandi“. LTm hálfan annan áratug sat Snorri í sæmd sinni. Hann átti margar deilur við aðra höfð- ingja á þessum árum, sem of langt yrði að rekja. Allar deilur hans stefndu að því marki, ’að auka auð hans og efla ríki hans. Á yfirborðinu virtist allt ganga honum í vil. Hann batst niægðum og vináttuböndum við ríkustu höfðingja landsins, rauf þau aftur og gerði samband við aðra, sem hann hafði deilt við áður, og tefldi þeim þannig fram hverjum gegn öðrum. Með þessu móti hafði hann oftast sitt mál fram, án þess að kæmi til harðra átaka eða mannvíga, enda skarst aldrei svo í odda, að Snorri yrði annaðhvort að láta hrökkva eða stökkva. Haustið 1235 kom Sturla Sighvatsson heim frá Noregi. Kann hafði gengið suður og fengið lausn allra sinna mála í Rómaborg. Síðan dvaldi hann vetrarlangt með Hákoni kon- ungi, og réðst það með þeim, að Srurla skyldi leggja stund á að „koma einvaldi yfir landið, — — — hann skyldi eigi með manndrápum vinna landið, en ---------taka menn og senda utan eður fá ríki þeiira með öðru móti, ef hann mætti“. Sturla sat um kyrt um veturinn, en snemma næsta vor hófst hann handa. Sneri hann -nú ó- friði á hendur Snorra; þóttist hann eiga við hann ærnar sak-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.