Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1941, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1941, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 325 þegar um nóttina út eftir firði; siglði hann þá vestr um haf ok dvalðisk þar lengi, herjaði um Skotland ok um írland og Suðr- eyjar. (Heimskringla, Magnúss saga • góða, 14. kap.) Gefin grið Finni Árnasyni. (Finnur Arnason var kvæntur bróð- urdóttur Haralds konungs harðráða; Þóra, drottning Haralds, var bróðui- dóttir Finns. Finnur var vinveittur konungi; Kálfur, bróðir hans, var út- lagi konungs og hafðist við fyrir vest- an haf. Finnur kom honum í sátt við konung. Kálfur fjell í herferð til Dan- merkur, og taldi Finnur, að konungur hefði sent hann forsending og verið ráð- bani Kálfs. Hann fór því úr landi og gekk á hönd Sveini Danakonungi; hann gaf Finni jarldóm. Finnur barðist með Sveini við Harald konung og var tek- inn höndum; hann var orðinn sjón- dapur.) Finnr jarl Árnason varð liandtekinn í orrustð, sem fyrr var ritat; hann var leiddr til konungsins. Haraldr konungr var þá allkátr ok mælti: ,,hér fundumk vit nú Finnr, en næst í Nóregi; hefir hirðin sú in danska eigi staðit allfast fyrir þér, ok hafa Norðmenn illt at verki, draga þik blindan eptir sér ok vinna þat til lífs þér“. Þá svarar jarl: „mart verða Norð- rnenn illt at gera, ok þat verst allt, er þú býðr“. Þá mælti Har- aldr konungr: „villtu nú grið, þóttu sér ómakligr?“ Þá svarar jarl: „eigi af hundinum þínum“. Konungr mælti: „villtu þá, at Magnús frændi þinn gefi þér grið?“ Magnús, sonr Haralds konungs, stýrði þá skipi. Þá svarar jarl: „hvat mun hvelpr sá ráða griðum?“ Þá hló kon- ungr ok þótti skemmtan að erta hann ok mælti: „villtu taka grið af Þóru frændkonu þinni?“ Þá segir jarl: „er hon hér?“ „Hér er hon“, segir konungr. Þá mælti Finnr jarl orðskræpi þat, er síðan er uppi haft, hversu reiðr hann var, er hann fekk eigi stillt orðum sínum: „eigi er nú undarligt, at þú hafir vel bitizk, er merrin hefir fylgt þér“. Finni jarli váru gefin grið, ok hafði Haraldr konungr hann r.,eð sér um hríð; var Finnr heldr ókátr ok ómjúkr í orðum. Þá mælti Haraldr konungr: „sé ck þat, Finnr, at þú vill nú ekki þýðask við mik ok við frændr þína; vil ek nú gefa þér orlof at fara til Sveins, konungs þíns“. Jarl svarar: „Þat vil ek þiggja og því þakksamligarr, er ek kem í'yrr í brot heðan“. (Heimskringla, Haralds saga haröráða, 66. kap.). Tósti jarl og Haraldur konungur. (Tósti jarl hefur sótt Harald kon- ung að liðveizlu, til þess að ná ríki í Englandi; taldi hann Harald Eng- landskonung bróður sinn. hafa náð rikinu með prettum og sitja yfir hlut sínum. Eggjar hann konung á að freista að vinna Er.gland undir sig, en ætlar sér að stýra landinu í umboði hans). Tósti jarl snýr þá ferðinni ok kom hann fram í Nóreg ok fór á fund Haralds konungs; hann var í Víkinni. En er þeir finnask, berr jarl upp fyrir konung ör- endi sín, segir honum allt um ferð sína, síðan er hann fór af Englandi, biðr konung fá sér styrk at sækja ríki sitt íEnglandi. Konungr segir svá, at Norðmenn rnunu þess ekki fýsa, at fara til Englands ok herja ok hafa þar enskan höfðingja yfir sér — „mæla menn þat“, segir hann, „at þeir inir ensku sé ekki all- trúir“. Jarl svarar: „hvárt er þat með sannendum, er ek hefi heyrt menn segja í Englandi, at Magnús konungr, frændi þinn, sendi menn' til Eatvarðar kon- ungs, ok var þat í orðsending, at Magnús konungr átti England slíkt sem Danmörk, arftekit eftir Hörðaknút, svá sem svar- dagar þeira höfðu til staðit?“ Konungr segir: „hví hafði hann þat þá eigi, ef hann átti þat?“ Jarl segir: „hví hefir þú eigi Danmörk, svá sem Magnús kon- ungr hafði fyrir þér?“ Konungr segir; „ekki þurftu Danir at hælask við oss Norðmenn; r/iarga díl& höfum vér brennt þeim frændum þínum“. Þá mælti jarl: „villtu eigi mér segja, þá mun ek þér segja; því eign- aðisk Magnús konungr Danmörk, at þarlandshöfðingjar veittu hon- um, en því fekktu eigi, at allt landsfólk stóð í móti þér; því barðisk Magnús konungr eigi til Englands, at allr landslýðr vildi hafa Eatvarð at konungi. Viltu eignask England, þá má ek svá gera, at meiri hlutr höfðingja í Englandi munu vera vinir þínir ok liðsinnis- menn; skortir mik eigi meira við Harald, bróður minn, en konungsnafn eitt. Þat vitu allir menn, at engi hermaðr hefir slíkr fæðzk á Norðrlöndum sem þú, ok þat þykki mér und- arligt, er þú barðisk fimtán vetr til Danmerkr, en þú vill eigi hafa England, er nú liggr laust fyrir þér“. Haraldr konungr hugsaði vandliga, hvat jarl mælti, ok skilði, at hann segir mart satt, ok 1 annan stað gerð- isk hann fúss til at fá ríkit. (Heimskringla, Haralds saga harðráða, 79. kap.). Griðaboð við Tósta jarl. (Haraldur harðráði og Haraldur Englakonungur hafa nú báðir fylkt liði sínu rið Stanforða-bryggjur). Haraldr konungr Guðinason var þar kominn með her óvígj- an, bæði riddara ok fótgang- andi menn. Haraldr konungr Sigurðarson reið þá um fylking sína ok skynjaði, hvernig fylkt var; hann sat á svörtum hesti blesóttum; hestrinn fell undir honum ok konungr fram af; stóð hann upp skjótt ok mælti: „fall er fararheill“. Þá mælti Haraldr Englakonungr til Norð- manna þeira, er með honum váru: „kennduð þér inn mikla mann, er þar fell af hestinum, við inn blá kyrtil ok inn fagra hjálm?“ „Þar er konungr sjálfr“, segja þeir. Engla-kon- ungr segir: „mikill maðr ok ríkmannligr, ok er þat vænna, at farinn sé at hamingju“. Riddarar tuttugu riðu fram af þingmannaliði fyrir fylking Noðmanna ok váru albrynjaðir ok svá hestar þeira. Þá mælti einn riddari: „hvárt er Tósti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.